Hoppa yfir valmynd

Endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist

Á grundvelli laga nr. 110/2016, um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, er unnt að fá endurgreitt 25% af endurgreiðsluhæfum kostnaði sem fellur til við hljóðritun hér á landi. Markmið laganna er að efla tónlistariðnað á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. Hafi meira en 80% af framleiðslukostnaði fallið til hérlendis eru jafnframt endurgreidd 25% af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á hinu evrópska efnahagssvæði. Í lögunum er skilgreint hvað sé endurgreiðsluhæfur kostnaður og hver séu skilyrði endurgreiðslu fyrir útgáfu hljóðrita.

Umsókn um endurgreiðslu vegna hljóðritunar á tónlist

Umsókn um endurgreiðslu hluta kostnaðar sem fellur til við hljóðritun hér á landi skal berast ráðuneytinu ásamt fylgigögnum í síðasta lagi sex mánuðum eftir útgáfu nýjasta hljóðritsins sem sótt er um endurgreiðslu vegna.

Sérstök fjögurra manna nefnd fer yfir umsóknir og gerir tillögur til ráðherra um afgreiðslu. Ráðherra skipar nefndina og skulu tveir vera tilnefndir af Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda, þ.e. einn úr röðum flytjenda og einn úr röðum hljómplötuframleiðenda, einn tilnefndur af STEF og einn skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður. Varamenn skal skipa á sama hátt. Atkvæði formanns ræður úrslitum falli atkvæði jöfn.

Við mat á umsóknum um endurgreiðslu getur nefndin aflað álits sérfróðra aðila um hvort skilyrði 5. gr. laganna séu uppfyllt.

Hlutfall endurgreiðslu skal vera 25% af endurgreiðsluhæfum kostnaði sem fellur til við hljóðritun. Sami útgefandi getur ekki fengið hærri endurgreiðslu en 30.000.000 kr. á þriggja ára tímabili.

Hafi umsækjandi hlotið styrk frá opinberum aðilum til útgáfu sömu hljóðrita dregst styrkurinn frá þeirri upphæð sem telst innlendur endurgreiðsluhæfur kostnaður.

Ensk síða um endurgreiðslu vegna hljóðritunar á tónlist

25% of recording cost for music refundable

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 7.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum