Hoppa yfir valmynd

Hönnunarstefna

Markmiðið með hönnunarstefnunni er að auka vægi hönnunar í íslensku atvinnulífi með það að sjónarmiði að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka verðmætasköpun og lífsgæði enda miðar aðferðafræði hönnunar að því að brúa bilið milli sköpunargáfu og nýsköpunar, tækni og notanda, vísinda- og markaðstengdra greina.

Í ársbyrjun 2011 skipaði iðnaðarráðherra þriggja manna starfshóp til að vinna tillögu að hönnunarstefnu. Hópinn skipuðu Sigurður Þorsteinsson, iðnhönnuður og formaður starfshóps, fulltrúi iðnaðarráðherra, Jóhannes Þórðarson, arkitekt fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra og Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður, fulltrúi Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Hönnunarstefnan byggir á þremur gunnstoðum og fylgja hverri þeirra útfærðar tillögur. Grunnstoðirnar eru:

  • Menntun og þekking: Lögð er sérstök áhersla á að auka veg hönnunar í grunn- og framhaldsskólum og að rannsóknartengt háskólanám í hönnun sé eflt.
  • Starfs- og stuðningsumhverfi hönnuða: Efla skal samstarf, auka skilvirkni, einfalda leiðir og bæta regluverk.
  • Vitundarvakning: Auka skilning á mikilvægi og virði góðrar hönnunar og arkitektúrs. Standa fyrir kynningum og sýningum á íslenskum og erlendum vettvangi.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 23.8.2022
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira