Sala notaðra ökutækja
Til að reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki er nauðsynlegt að hafa sérstakt leyfi sýslumanns í umdæmi þar sem föst starfsstöð bifreiðasala er, sbr. ákvæði IV. kafla laga um verslunaratvinnu, nr. 28/1998. Umsækjendur um slík leyfi skulu m.a. hafa sótt námskeið og lokið þar prófi samkvæmt prófkröfum sem settar eru í reglugerð nr. 45/2003 um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja.
Prófnefnd bifreiðasala
Skv. 1. gr. reglugerðar nr. 45/2003 um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja, sbr. lög nr. 28/1998 um verslunaratvinnu, skipar ráðherra í prófnefnd bifreiðasala til tveggja ára í senn. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar hefur prófnefnd bifreiðasala yfirumsjón með námskeiði og prófi samkvæmt ákvæðum 6. tölul. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 28/1998 um verslunaratvinnu.
Nefndarmenn í prófnefnd bifreiðasala 2018-2020
- Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, formaður
- Ármann Sigmarsson, tilnefndur af Bílgreinasambandinu
- Runólfur Ólafsson, tilnefndur af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda
Póstfang prófnefndar:
Prófnefnd bifreiðasala
b.t. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins
Skúlagötu 4
150 Reykjavík
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Leyfi
Sýslumenn gefa út leyfi til sölu notaðra ökutækja.
Viðskipti
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.