Hoppa yfir valmynd

Bókhald

Markmið löggjafar á sviði endurskoðunar, bókhalds og ársreikninga er að stuðla að heilbrigðu og gagnsæju viðskiptaumhverfi.

Bókhald er grunnur þess að rekja megi viðskipti og notkun fjármuna. Það veitir upplýsingar um rekstur og efnahag sem þarfir eigenda, lánadrottna og hins opinbera krefjast og nauðsynlegar eru til að meta megi tekjur og gjöld, eignir og skuldir.  Í lögum um bókhald, nr. 145/1999, kemur fram hverjir séu bókhaldsskyldir og hvernig haga beri bókhaldi. 

Viðurkenndir bókarar

Samkvæmt bókhaldslögum geta þeir einir sem teknir hafa verið á skrá sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið heldur kallað sig viðurkennda bókara. Sá sem óskar að fá viðurkenningu sem bókari og tekin er á skránna skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum:

  1. Vera heimilisfastur hér á landi.
  2. Vera lögráða og hafa forræði á búi sínu.
  3. Hafa staðist próf til viðurkenningar skv. reglugerð nr. 473/2001 um námskeið og próf fyrir viðurkennda bókara.

Prófnefnd viðurkenndra bókara.

Prófnefnd bókara er skipuð af iðnaðar- og viðskiptaráðherra til fjögurra ára í senn. Prófnefnd hefur umsjón með prófi til viðurkenningar bókara.

Skipan prófnefndar viðurkenndra bókara 2015-2018

  • Elva Ósk S. Wiium, lögmaður, formaður
  • Magdalena Lára Gestsdóttir, viðurkenndur bókari
  • Einar Guðbjartsson, dósent við félagsvísindasvið-viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Netfang prófnefndar er: [email protected].

Nánar um próf til VIÐURKENNINGAR BÓKARA

Sjá einnig:

Lög og reglugerðir

Skrá yfir viðurkennda bókara

Síðast uppfært: 14.3.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum