Félagaréttur
Undir félagarétt fellur m.a. löggjöf um hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög, sameignarfélög, sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur og firmu (sameignarfélög, samlagsfélög og einstaklingsfyrirtæki). Í lögunum um hlutafélög eru sérstök ákvæði um opinber hlutafélög og samlagshlutafélög. Hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu eru veittar upplýsingar um málaflokkinn og undanþágur frá búsetuskilyrðum laga um hlutafélög og laga um einkahlutafélög og íhlutun vegna boðunar hluthafafunda.
Upplýsingar um skráningar fyrirtækja má finna á vef fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Þar er jafnframt að finna eyðublöð vegna umsókna og tilkynninga til fyrirtækjaskrár.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
- Lög nr. 22/1991 um samvinnufélög.
-
Lög nr. 138/1994 um einkahlutafélög.
-
Ensk þýðing á lögum um einkahlutafélög.
-
Lög nr. 159/1994 um evrópsk fjárhagsleg hagsmunafélög.
-
Ensk þýðing á lögum um evrópsk hagsmunafélög.
-
Lög nr. 2/1995 um hlutafélög.
-
Ensk þýðing á lögum um um hlutafélög og ensk þýðing á breytingalögum nr. 47/2008.
- Reglugerð nr. 485/2013, um framsal ráðherra á valdi sínu til að veita undanþágu frá innköllunarskyldu skv. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 2. mgr. 36. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög.
- Ensk þýðing á lögum um félagamerki.
- Lög nr. 26/2004 um Evrópufélög.
- Lög nr. 92/2006 um evrópsk samvinnufélög.
- Ensk þýðing á lögum um evrópsk samvinnufélög.
- Lög nr. 50/2007 um sameignarfélög.
-
Lög nr. 71/1928 um vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum.
-
Lög nr. 33/1999 um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.
-
Auglýsing nr. 848/2013 um almenna undanþágu frá búsetuskilyrðum hlutafélagalöggjafarinnar.
Viðskipti
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.