Hoppa yfir valmynd
11. september 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð tekur til starfa

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri á fyrsta fundi fjármálastöðugleikaráðs.
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri á fyrsta fundi fjármálastöðugleikaráðs.

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs fór fram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðvikudaginn 10. september 2014. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.  Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu.

Í fjármálastöðugleikaráði sitja fjármála- og efnahagsráðherra, sem er formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Helstu verkefni fjármálastöðugleikaráðs eru eftirfarandi:
  1. að móta opinbera stefnu um fjármálastöðugleika,
  2. að meta efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjármálastöðugleika,
  3. að skilgreina þær aðgerðir, aðrar en beitingu stjórntækja Seðlabanka Íslands í peningamálum, sem eru taldar nauðsynlegar á hverjum tíma til að hafa áhrif á fjármálakerfið í þeim tilgangi að efla og varðveita fjármálastöðugleika,
  4. að staðfesta skilgreiningar á kerfislega mikilvægum eftirlitsskyldum aðilum, innviðum og mörkuðum sem eru þess eðlis að starfsemi þeirra getur haft áhrif á fjármálastöðugleika.
Fyrir utan reglulega fundi kemur ráðið saman sem formlegur samráðsvettvangur stjórnvalda þegar fjármálakreppa telst yfirvofandi eða skollin á eða hætta er á atburðum sem geta valdið umtalsverðum smitáhrifum.
Eftirfarandi mál voru á dagskrá fjármálastöðugleikaráðs á fundi ráðsins:
  • Starfsreglur fjármálastöðugleikaráðs
  • Opinber stefna um fjármálastöðugleika
  • Önnur mál
Vefsíða fjármálastöðugleikaráðs
Lög nr. 66/2014 um fjármálastöðugleikaráð 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira