Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 15. október 2014

Fjármálastöðugleikaráð

 2. fundur.

15. október 2014 – fjármála- og efnahagsráðuneyti

Ráðsmenn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Aðrir fundarmenn: Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri efnahagsmála og fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Steindór Grétar Jónsson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu (ritar fundargerð).

Fundur settur kl. 10:00

1.      Skýrsla kerfisáhættunefndar

Seðlabankastjóri kynnir skýrslu kerfisáhættunefndar. Umræður.

2.      Starfsreglur fjármálastöðugleikaráðs og kerfisáhættunefndar

 Farið yfir drög að starfsreglum fjármálastöðugleikaráðs sem undirbúin hafa verið í samstarfi ráðuneytisins og aðildarstofnana. Drögin samþykkt með breytingum.

Dagskrá fyrir starfsemi fjármálastöðugleikaráðs árið 2015 verði ákveðin fyrir 30. nóvember nk. Fundir fari fram í janúar, apríl og október.

Drög að starfsreglum kerfisáhættunefnd lögð fram til kynningar. Drögin með breytingum verði staðfest af ráðsmönnum skrifleiðis.

3.      Eiginfjáraukar í lögum um fjármálafyrirtæki

 Drög að frumvarpi kynnt.

4.      Drög að opinberri stefnu um fjármálastöðugleika

Farið yfir drög að opinberri stefnu um fjármálastöðugleika. Drögin verði samþykkt skrifleiðis með breytingum.

5.      Fréttatilkynning

Fréttatilkynning samþykkt með breytingum.

6.      Önnur mál

a.       Engin önnur mál

Fundi slitið kl. 12:10

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira