Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 19. janúar 2015

Fundargerð fjármálastöðugleikaráðs 19. janúar 2015.

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Ráðsmenn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Aðrir fundarmenn: Anna Borgþórsdóttir Olsen, staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur settur kl. 15:20.

1.       Viðfangsefni fjármálastöðugleikaráðs

Viðfangsefni fjármálastöðuleikaráðs og samskipti við kerfisáhættunefnd, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið rædd. Gert hafði verið ráð fyrir að ráðið fundaði að minnsta kosti þrisvar sinnum á ári, en oftar ef þurfa þætti. Ákveðið að ráðið hitttst fjórum sinnum á ári þar sem evróputilskipun sem innleiða á í íslensk lög gerir ráð fyrir að sveiflujöfnunarauki, sem er þjóðhagsvarúðartæki sem ráðið á aðkomu að, sé ákveðinn fjórum sinnum á ári.

2.       Greinargerð kerfisáhættunefndar

Seðlabankastjóri kynnti helstu atriði greinargerðar kerfisáhættunefndar fyrir fjármálastöðugleikaráði. Umræður.

3.       Kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki

Aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) við mat á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum kynnt og rætt hvernig mati á þessum fyrirtækjum er háttað í nágrannalöndunum.

4.       Varúðarreglur eftir fjármagnshöft

Rætt um reglur sem mikilvægt þótti að setja áður en fjármagnshöftum yrði aflétt og settar voru fram árið 2012 í ritinu „Varúðarreglur eftir fjármagnshöft“. Farið yfir þær reglur sem búið er að setja og þær sem eru í vinnslu hjá stofnunum.

5.       Drög að skýrslu nefndar um skuggabankastarfsemi

Helstu niðurstöður nefndar um skuggabankastarfsemi ræddar. Fyrir liggur að Evrópugerðir verða innleiddar í íslensk lög en þær fela í sér auknar kröfur til skráningar og upplýsingagjafar um viðskipti sem hingað til hafa verið utan hefðbundins eftirlits.

6.       Önnur mál

a.       Verðtryggð lán.

Umfjöllun um niðurstöðu sérfræðingahóps um verðtryggð lán og rætt hvernig henni verður fylgt eftir.

b.      Væntanlegur dómur héraðsdóms um verðtryggð lán.

Umræður um möguleg áhrif dómsins.

c.       Innleiðing löggjafar á fjármálamarkaði, m.t.t. reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir.

Formaður kynnti vinnu ráðuneytisins við innleiðingu löggjafar á fjármálamarkaði og hvernig henni miðar áfram.

d.      Fréttatilkynning

Samþykkt með breytingum.

Fundi lokið 17:15.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira