Hoppa yfir valmynd
21. júní 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 18. maí 2016

Fundur haldinn í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Ráðsmenn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Aðrir fundarmenn: Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður þjóðhagsvarúðar hjá Fjármálaeftirlitinu og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.

Fundur hefst 11:00.

1.       Greinargerð kerfisáhættunefndar

Farið var yfir helstu atriði í greinargerð kerfisáhættunefndar til fjármálastöðugleikaráðs og stöðuna á fjármálamarkaði. Þrotabú hefðu uppfyllt stöðugleikaskilyrði og þjóðarbúskapurinn væri almennt í góðri stöðu en fylgjast þyrfti með aukinni spennu í hagkerfinu og mögulegum áhrifum innstreymis fjármagns á skuldsetningu innlendra aðila.

2. Um álagningu eiginfjárauka

Forstjóri Fjármálaeftirlits sagði frá álagningu eiginfjárauka sem var framkvæmd í fyrsta skipti í febrúar síðastliðnum og samskiptum milli eftirlitsaðila og fjármálafyrirtækja í ferlinu. Fram voru lagðar tillögur að úrbótum á ferlinu sem verða ræddar milli funda.

3. Sveiflujöfnunarauki

Fjármálastöðugleikaráð samþykkti tillögu kerfisáhættunefndar að óbreyttum sveiflujöfnunarauka frá síðasta fundi.

4. Annað millimarkmið um fjármálastöðugleika

Ræddar voru tillögur kerfisáhættunefndar um þrjá kjarnavísa fyrir annað millimarkmið um fjármálastöðugleika en það markmið er að vinna gegn óhóflegu gjalddagamisræmi og lausafjárskorti, sér í lagi í erlendum gjaldmiðlum. Samþykkt var að styðjast við eftirfarandi vísa: i) innlán sem hlutfall af útlánum, ii) lausar eignir sem hlutfall af heildareignum og iii) kjarnafjármögnun sem hlutfall af heildarfjármögnun.  

5. Önnur mál

Fréttatilkynning samþykkt með breytingum.

Fundi slitið 11:45.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira