Hoppa yfir valmynd
28. júní 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs 2018

Fjármálastöðugleikaráð hélt sinn þriðja fund á árinu 2018 þriðjudaginn 26. júní.

Á fundinum kom fram að áhætta í fjármálakerfinu væri enn innan hóflegra marka og farið væri að slakna á spennu í þjóðarbúskapnum. Samhliða hafa hins vegar birst vísbendingar um að áhætta sé tekin að aukast í fjármálakerfinu enda nokkur upptaktur í fjármálasveiflunni. Sjötta ársfjórðunginn í röð mældist jákvæður nafnvöxtur skulda einkageirans. Hátt fasteignaverð, bæði á íbúða- og atvinnuhúsnæði, felur í sér áhættu. Þróunin á íbúðamarkaði tengist að hluta til örum vexti ferðaþjónustunnar á undanförnum árum, sem farið er að hægja verulega á. Hratt dregur úr viðskiptaafgangi en fjárhagsleg staða heimila og fyrirtækja er enn sterk. Eiginfjárhlutföll fjármálafyrirtækja hafa lækkað m.a. vegna aukinna arðgreiðslna en eru þó vel yfir lágmarkskröfum Fjármálaeftirlitsins. Viðnámsþróttur viðskiptabankanna er talsverður, enda eru bæði eigin- og lausafjárstaða sterk.

Á fundi ráðsins var samþykkt að beina tilmælum um óbreyttan sveiflujöfnunarauka til Fjármálaeftirlitsins.

Fyrir fjármálastöðugleikaráði lá tillaga um að Íbúðalánasjóður verði ekki lengur skilgreindur sem kerfislega mikilvægur eftirlitsskyldur aðili: Annars vegar vegna takmarkaðrar áhættu af starfsemi hans á fjármálakerfið í heild og hins vegar vegna minnkandi umsvifa og breytinga á hlutverki sjóðsins. Tillagan var samþykkt.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira