Hoppa yfir valmynd
08. október 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjórði fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2018

Fjármálastöðugleikaráð hélt sinn fjórða fund á árinu 2018 föstudaginn 5. október.

Á fundinum var fjallað um áhættu í fjármálakerfinu sem enn er talin tiltölulega hófleg, en hún hefur þó aukist frá síðasta fundi. Slaknað hefur á spennu í þjóðarbúskapnum og líkur á samdrætti í ferðaþjónustu hafa aukist. Áfram er upptaktur í fjármálasveiflunni og sjöunda ársfjórðunginn í röð vaxa skuldir einkageirans að nafnvirði. Hátt fasteignaverð, bæði á íbúðar- og atvinnuhúsnæði, felur í sér töluverða áhættu. Þróunin á íbúðamarkaði tengist að hluta til örum vexti ferðaþjónustunnar á undanförnum árum. Innlendir flugrekendur hafa lent í mótvindi undanfarna mánuði. Möguleg áföll í þeim geira myndu ekki ógna fjármálastöðugleika. Hratt dregur úr viðskiptaafgangi en fjárhagsleg staða heimila og fyrirtækja er enn sterk. Eiginfjárhlutföll stóru viðskiptabankanna hafa lækkað m.a. vegna aukinna arðgreiðslna en eru þó nokkuð yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og lausafjárstaða þeirra uppfyllir reglur Seðlabanka með ágætum. Viðnámsþróttur viðskiptabankanna er því talsverður. Þá er geta þjóðarbúsins til að takast á við áföll góð, m.a. vegna góðrar ytri stöðu, stórs gjaldeyrisforða og sögulega lágrar skuldastöðu hins opinbera og einkaaðila.

Samþykkt var stefna ráðsins um beitingu sveiflujöfnunarauka auk tilmæla til Fjármálaeftirlitsins um óbreyttan sveiflujöfnunarauka.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum