Hoppa yfir valmynd

Stefna um beitingu sveiflujöfnunarauka

Markmið

Tilgangur sveiflujöfnunarauka er að styrkja viðnámsþrótt fjármálafyrirtækja gagnvart sveiflutengdri áhættu, styrkja miðlun lánsfjármagns á samdráttartímum og milda þannig áhrif fjármálasveiflna á raunhagkerfið. Með því að draga úr aukanum á samdráttartímum má auðvelda fjármálafyrirtækjum að viðhalda framboði lánsfjármagns þrátt fyrir aukna virðisrýrnun lána. Þannig er leitast við að draga úr efnahagssamdrætti sem samspil samdráttar í útlánum og niðursveifla efnahagslífsins getur skapað. Að einhverju leyti kann uppbygging aukans í upptakti fjármálasveiflunnar einnig að hamla gegn myndun áhættu vegna óhóflegrar skuldsetningar.

Uppbygging

Sveiflujöfnunaraukann á að byggja upp í takt við uppbyggingu kerfislægrar áhættu. Við mat á gildi aukans hverju sinni er litið til vísa sem áður hafa sýnt sig gefa góðar vísbendingar um þróun kerfisáhættu og til þeirra hagstærða sem gefa merki um hvort ójafnvægi sé að myndast í fjármálakerfinu. Auk þess er lagt heildstætt mat á þróun í fjármálakerfinu og hugsanlegt tap á álagstímum. Jafnframt er tekið mið af beitingu annarra stjórntækja sem kunna að hafa áhrif á sveiflutengda kerfisáhættu.

Ákvarðanir um að hækka aukann eru teknar með hliðsjón af þeirri óvissu sem ríkir um þróun kerfislægrar áhættu og stöðu fjármálasveiflunnar hverju sinni. Ákvarðanir skulu miða að því að nægilegur auki sé til staðar áður en markverð niðursveifla verður.

Aflétting

Sveiflujöfnunaraukann má aflétta að hluta eða öllu leyti ef kerfislæg áhætta raungerist til að milda neikvæð áhrif þess á framboð lánsfjár.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira