Hoppa yfir valmynd

Losun og afnám fjármagnshafta

Fjármagnshöftum var komið á haustið 2008, en þau voru lykilatriði í efnahagsáætlun Íslands sem unnin var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eftir hrun fjármálakerfisins. Markmið haftanna var að takmarka óhóflegt fjármagnsflæði sem gæti haft neikvæð áhrif á endurreisn stöðugleika á gjaldeyrismarkaði í kjölfar efnahagsáfallsins.

Höftin eru frávik frá skuldbindingum Íslands um frjálst flæði fjármagns samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES samningnum) en samkvæmt honum eru höft aðeins leyfð sem neyðarráðstöfun til skamms tíma. Svigrúm Íslands til að gæta hagsmuna sinna í þessum efnum hefur verið staðfest af EFTA dómstólnum í máli nr. E-3/11.

Allt frá því höftunum var komið á hafa stjórnvöld á Íslandi unnið að áætlunum um losun þeirra. Ríkisstjórn Íslands samþykkti áætlanir um losun hafta í júlí 2009, mars 2011 og júní 2015. Nánari upplýsingar um framkvæmd fjármagnshafta og áætlanir um losun þeirra er að finna á vef Seðlabanka Íslands.

Ítarlegar upplýsingar um fjármagnshöftin er einnig að finna í lögum um stöðugleikaskatt og lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

Þann 9. mars 2013 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 16/2013 um breytingu á lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Í lögunum segir m.a. „Ráðherra skal birta opinberlega greinargerð um framgang áætlunar um losun takmarkana á fjármagnshreyfingum milli landa og gjaldeyrisviðskiptum á sex mánaða fresti þar til slíkum takmörkunum verður endanlega aflétt.“

Greinargerðirnar, sem birtar eru hér að neðan, innihalda upplýsingar um áætlanir stjórnvalda um losun fjármagnshafta og framgang þeirra allt frá árinu 2013. 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira