Hoppa yfir valmynd

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi er þverpólitískur og þverfaglegur vettvangur sem ætlað er að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið.

Á vettvangnum sitja formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Sjá nánar um þátttakendur.

Ragna Árnadóttir er formaður samráðsvettvangsins og Katrín Olga Jóhannesdóttir varaformaður. Verkefnið heyrir undir forsætisráðuneytið, en er stýrt af ofangreindum aðilum.

Tilurð samráðsvettvangsins má rekja til óformlegra viðræðna á meðal stjórnmálaleiðtoga um hvernig best mætti koma slíkum umræðuvettvangi á fót m.a. á grundvelli skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gaf út haustið 2012 um möguleika Íslands til eflingar langtímahagvaxtar undir nafninu Charting a Growth Path for Iceland.

Merki samráðsvettvangsinsMeginmarkmið samráðsvettvangsins

Samráðsvettvangnum er ætlað að stuðla að heildstæðri og uppbyggilegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið.

Í því felst að:

  • Skapa þverpólitískan umræðuvettvang fyrir framsýna og málefnadrifna umræðu um viðfangsefnið
  • Móta heildstætt óháð yfirlit yfir aðgerðir sem geta stuðlað að langtímahagvexti og efnahagslegum stöðugleika
  • Fjalla um þau skilyrði og ákvarðanir sem þörf er á til að hægt sé að hrinda viðkomandi aðgerðum í framkvæmd

Samráðsvettvangurinn er studdur af sjálfstæðri verkefnisstjórn sem ber ábyrgð á mótun tillagna um aðgerðir sem geta stuðlað að langtímahagvexti og efnahagslegum stöðugleika. Viðfangsefnum verkefnisstjórnar er skipt í fimm málaflokka;

  • Þjóðhagslegt umhverfi
  • Innlendi þjónustugeirinn
  • Alþjóðageirinn
  • Auðlindageirinn
  • Opinberi geirinn

Efnislegri vinnu verkefnisstjórnar hefur verið stýrt af Friðriki Má Baldurssyni, prófessor.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira