Gagnasafn

Almennar skýrslur -Drifkraftar og sóknarfæri Íslands

20-20 Stöðuskýrsla

Ísland 20-20 sókn fyrir atvinnulíf og samfélag 2010

Framtíðarsýn 2007 – starf vinnuhópa Vísinda og tækniráðs (VTR) 2007

„Í framtíðarsýn Vísinda- og tækniráðs er Ísland samfélag í fremstu röð. Það byggir á mannauði og menningu með alþjóðlegu yfirbragði. Mannlíf einkennist af lífsgæðum, heilbrigði, sterkri siðvitund, öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi. Skilyrði eru hagstæð til að stunda vísindarannsóknir og tækniþróun og þekking er hagnýtt til hvers kyns nýsköpunar í atvinnulífi og opinberri þjónustu. Fjármunir sem varið er til menntunar, vísindarannsókna, tækniþróunar og nýsköpunar skila sér í fræðilegum, félagslegum og efnahagslegum ávinningi.“

Ísland 2009 – stöðuskýrsla. Félagsvísindastofnun og Hagfræðistofnun fyrir forsætisráðuneytið 2009

„Í júní 2009 fól forsætisráðuneytið Félagsvísindastofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að vinna stutta stöðuskýrslu um íslenskt samfélag. Engar frumrannsóknir voru unnar fyrir skýrslu þessa, heldur var aðeins byggt á því efni sem er þegar til staðar. Reynt hefur verið að setja efnið sem mest fram á myndrænu formi til að auka læsileika þess. Ljóst er af þessari vinnu að mikið skortir á að til staðar séu upplýsingar til að fá þokkalega fullnægjandi mynd af þróun íslensks samfélags á því tímabili sem um ræðir, sem er síðastliðin 20 ár, eða 1989-2009.“

Stefna Íslands í málefnum norðurslóða – þingsályktun 2011
Stefna Íslands í málefnum norðurslóða sem miðar að því að tryggja hagsmuni Íslands með tilliti til áhrifa loftslagsbreytinga, umhverfis- og auðlindamála, siglinga og samfélagsþróunar auk þess að efla tengsl og samstarf við önnur ríki og hagsmunaaðila um málefni svæðisins.

Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis 2012
Skýrslan tekur á áherslum Íslands í málaflokkum eins og Norðurslóðum, ESB, EES, þróunarmálum, öryggis- og varnarmálum, mannréttindamálum o.fl.

Ágúst Einarsson, Greinarsafn – annað bindi. Háskólinn á Bifröst, 2008
Safn af greinum um efnahagsmál, sjávarútveg, menningu og framtíðarsýn.

Growth and value in a volatile world. 15th Annual Global CEO Survey 2012. PwC
Niðurstöður könnunar meðal 1250 forstjóra fyrirtækja í 60 löndum um þróun viðskipta næstu árin.

Framtíð Íslands – ritröð Viðskiptablaðsins í maí og júní 2012. Fyrir áskrifendur blaðsins

„Viðskiptablaðið hefur á undanförnum vikum fjallað ítarlega um þá framtíðarmöguleika sem í boði eru fyrir Ísland og Íslendinga. Í fyrsta hluta var fjallað um orku og olíu, þá um ferðaþjónustu, um breytingar á Norðurslóðum og loks um kvikmyndaframleiðslu.“

Einnig er að finna greinar um sjávarútveg, landbúnað, þekkingu og tækni o.fl.

 

Inngangur, aðferðir og nálgun

Horft til framtíðar – sviðsmyndir fyrir ísland 2025 (hluti af 20/20)

„Þetta er samantekt sviðsmynda vegna undirbúnings 20/20 Sóknaráætlunar Íslands en hún byggir á nýrri sókn í íslensku atvinnulífi og betra samfélagi sem mun skipa sér í fremstu röð í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum. Vinna við gerð sviðsmyndanna fór fram á tímabilinu júlí – ágúst 2009 með þátttöku um 150 aðila víðs vegar úr þjóðfélaginu. Vefkönnun og viðtöl voru notuð til að kortleggja helstu viðfangsefni og óvissuþætti. Í framhaldi af því voru haldnir tveir vinnufundir með þátttöku yfi r 80 einstaklinga úr atvinnulífi og stjórnsýslu, þar sem mótaðar voru þær sviðsmyndir sem hér eru kynntar. Rétt er að ítreka að sviðsmyndir eru ekki framtíðarsýn, spá, stefna eða framreikningur heldur tæki til að skilja umhverfi ð og skapa sameiginlegan skilning á því hvað rétt er að gera í dag til að mæta mögulegri framtíð. Þær verða þannig umræðugrundvöllur og bakgrunnur þeirra hugmynda og aðgerða sem sóknaráætlunin mun taka til.“

Sharing Our Future: Ireland 2025. Strategic Policy Requirements for Enterprise Development. Forfás, 2011

The current difficult economic conditions have called for significant actions and the shortterm measures to restore stability to the public finances, sustainability to the banking system, sustaining jobs and well-being, and improving our competitiveness. It is important, however, that decisions also take account of the need for a longer-term framework that underpins our national prosperity and well-being into the future.
This report starts from the position that sustaining jobs, growth and social development for the future is dependent on having a strong and competitive enterprise base. It seeks to provide a framework for longer-term policy analysis and decision-making. The central question addressed is as follows:
What decisions should be made to ensure a sustainable, competitive enterprise sector in 2025 and in 2040?

Skýrsla um stöðu og sóknarfæri Írlands.

Technology outlook 2020. Det Norske Veritas (DNV), 2011

DNV's Research and Innovation unit has a long tradition of publishing Technology Outlook, where we try to look into the crystal ball for selected industry sectors. Last time was in 2008, and then we looked towards 2015. Already we can see that many of our predictions were right, but we also see that we have been proven wrong in a few areas. Our objective of Technology Outlook 2020 is to share our views and to stimulate discussion about future technologies towards 2020. We don't claim to have all the answers, but we have based our opinions on our expertise and competence in a broad range of areas. Technology Outlook 2020 looks at future technologies in four main areas: shipping, fossil energy, renewable and nuclear energy, and power systems.

Skýrsla um stöðu og sóknarfæri Noregs, alþjóðlega þróun. Áhersla á auðlindir Norðmanna og sérfræðiþekkingu þeirra.

Mission for Finland. Country Brand Deligation, 2010

“Finland is already the best country in the world. Considering its small size, Finland has an unbelievable array of strengths and opportunities to solve some of the world's most wicked global problems. If Finland did not exist, it would have to be invented. We have a mission.”

Áhugaverð aðferðarfræðileg nálgun og endursköpun á ímynd Finnlands.

Capital markets 2025: Equity in emerging markets. PwC 2011

“Is the focus of capital markets finance moving eastward? Will emerging market exchanges have the sophistication and infrastructure to challenge incumbent exchanges in the West? What are the drivers behind the change in capital market dynamics? These are some of the questions we asked in our survey of senior managers from companies across the globe. Their responses paint a very clear picture of the challenges facing incumbent markets in the coming two decades.”

Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stefna til ársins 2012 – Sviðsmyndir til ársins 2021, NMÍ 2008
Í síðari hluta skýrslunar eru “sviðsmyndir” notaðar til þess að spá fyrir um þróunina á íslandi og í heiminum fram til ársins 2021.

Samfélagsleg nýsköpun – af heimasíðu nýsköpunarmiðstöðvar

 

Framtíðarþróun og lýðfræði

Framtíðarþróun heimsins

Denmark 2020. Knowledge > Growth > Prosperity > Welfare. Danish Government, 2010

„The Government's goal is to allow society to grow. Our aim is to foster growth – and room for growth – in a cultural, financial and general human sense of the word. The Government's goal is for every one of us to have room to thrive and develop while showing respect for our surroundings in order to take advantage of the society of opportunities which Denmark is and must continue to be.“

France 2025 – Group creation, innovation & research. McKinsey, 2008
Glærur um „global trends“ og framtíðarhorfur fyrir Frakkland.

Swiss Issues Industries. The Structure of the Swiss Economy 1998–2020. Credit Suisse, 2010 
Stöðuskýrsla frá Swiss í alþjóðlegu samhengi.

Global megatrends – Prepare yourself for the future. Credit Suisse, 2011

Tracking global trends. Ernst&Young 2011

Our report, Tracking global trends, looks at six broad, long-term developments that are shaping our world:
1. Emerging markets increase their global power
2. Cleantech becomes a competitive advantage
3. Global banking seeks recovery through transformation
4. Governments enhance ties with the private sector
5. Rapid technology innovation creates a smart, mobile world
6. Demographic shifts transform the global workforce

McKinsey

www.mckinsey.com/insights/mgi.aspx
Þarna eru margar skýrslur um “future trends” eftir atvinnugreinum, löndum og svæðum.

Building strategies for the new decade. Future value chains 20-20: Capgemini o.fl., 2011

www.slideshare.net/capgemini/2020-future-value-chain-building-strategies-for-the-new-decad

“This new report provides the industry and companies with the framework – in the form of trends, objectives and tactics – to build strategies and action plans for 2020.”

Global Trends 2025: A Transformed World. USA, National Intelligence Council, 2009

www.dni.gov/nic/PDF_2025/2025_Global_Trends_Final_Report.pdf

“We prepared Global Trends 2025: A Transformed World to stimulate strategic thinking about the future by identifying key trends, the factors that drive them, where they seem to be headed, and how they might interact. It uses scenarios to illustrate some of the many ways in which the drivers examined in the study (e.g., globalization, demography, the rise of new powers, the decay of international institutions, climate change, and the geopolitics of energy) may interact to generate challenges and opportunities for future decisionmakers. The study as a whole is more a description of the factors likely to shape events than a prediction of what will actually happen.”

Cyprus National Reform Programme 2011. Europe 2020 Strategy for: Smart, Sustainable and Inclusive Growth. 2011

ec.europa.eu/europe2020/pdf/nrp/nrp_cyprus_en.pdf

Within the framework of the European Semester, Cyprus submits its National Reform Programme (NRP) on EU2020 for smart, green and inclusive growth (along with the submission of the Stability Programme), in conformity with the Integrated Guidelines for economic and employment policies agreed by the European Council on 17 June 2010.

Dæmi um hefðbundna landsáætlun þar sem tekið er stöðumat í ákveðnum málaflokkum og lagðar fram tillögur til úrbóta.

Framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna. Fundarröð Alþjóðamálastofnunar HÍ og Rannsóknarseturs um smáríki, 2009

stofnanir.hi.is/ams/fundarod_vor_2009
Áhugaverð erindi, glærur og greinar um Ísland og alþjóðavæðinguna.

Uppbrot hugmyndakerfis: Endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu 1991-2007
Alþjóðamálastofnun HÍ og Hið íslenska bókmenntafélag, 2008

Vefaðgangur finnst ekki

“Í þessari bók er fjallað um þróun íslenskrar utanríkisstefnu og ýmsar breytingar sem orðið hafa á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi á tímabilinu 1991-2007. Að vissu leyti er þessi nýja bók sjálfstætt framhald af ritverki Péturs Thorsteinssonar sendiherra, “Utanríkisþjónusta Íslands og utanríkismál – Sögulegt yfirlit”, sem Bókmenntafélagið gaf út 1992. Hér er um að ræða samvinnu 13 fræðimanna á sviði stjórnmálafræði, sagnfræði, lögfræði, landfræði, mannfræði, félagsráðgjafar og hagfræði. Sjónum er sérstaklega beint að: samskiptum Íslands og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum, þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum, stefnu Íslands í friðargæslu og þróunarmálum, þeim breytingum sem orðið hafa á utanríkisviðskiptum Íslendinga og afstöðu stjórnvalda til erlendra fjárfestinga í stóriðju, aðild Íslands að samningum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, samningum um fiskveiðistjórnun vegna veiða úr flökkustofnum og á alþjóðlegum hafsvæðum, skuldbindingum Íslands vegna mannréttindasamninga og framkvæmd fyrirmæla Öryggisráðsins í tengslum við valdheimildir, stefnu stjórnvalda gagnvart frjálsum félagasamtökum og opinberri stefnu í ferðamálum og ferðaflæði á alþjóðavettvangi.”

Sjálfstæð þjóð, Eiríkur Bergmann 2011. Bókaútgáfan Veröld

Vefaðgangur fannst ekki.

“Íslenskt þjóðerni og viðhorf til sjálfstæðis og fullveldis hafa allt frá lýðveldisstofnun einkennt umræður – og deilur – um samband Íslands við aðrar þjóðir. En hvernig skynjum við okkur sem þjóð? Og hvernig hefur það haft áhrif á samskipti okkar við umheiminn? Í þessari stórfróðlegu bók fjallar Eiríkur Bergmann um það hvernig þjóðernishugmyndir hafa sett mark sitt á umræður um samskipti Íslands við önnur ríki, allt frá inngöngunni í NATO til átakanna um IceSave og aðild að Evrópusambandinu.”

Lýðfræði

Spá um mannfjöldaþróun 2010-2060 – Hagstofan

hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=11237

Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofunnar 2010–2060 er gert ráð fyrir að mannfjöldi á Íslandi verði 436.500 í lok spátímabilsins miðað við 317.630 íbúa 1. janúar 2010. Í lágspánni verða íbúar 386.500 1. janúar 2060 en samkvæmt háspánni 493.800. Meðalævi mun halda áfram að lengjast bæði hjá körlum og konum. Nýfædd sveinbörn geta vænst þess að verða 79,7 ára nú en meðalævilengd karla verður 85 ár í lok spátímabilsins. Nýfædd stúlkubörn geta vænst þess nú að verða 83,3 ára en spáð er að sá aldur verði kominn í 87,1 ár í lok spátímabilsins.

Hagtíðindi – mannfjöldaþróun 2011 – Hagstofan

hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=13813

Hinn 1. janúar 2012 voru íbúar landsins 319.575. Þeim fjölgaði um 0,4% frá sama tíma árið áður eða um 1.123 einstaklinga. Árið 2011 fæddust 4.496 börn en 1.985 manns létust. Fæddir umfram dána voru því 2.511. Þá fluttust 6.982 utan en 5.578 til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 1.404 árið 2011.

Endurkomur brottfluttra 1986-2008 – Hagstofan

hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=10480

Allt að 79% íslenskra ríkisborgara sem flytja búferlum til útlanda snúa aftur eftir að meðaltali 2,4 ára dvöl. Erlendir ríkisborgarar sem fara af landi brott snúa til baka í mun minna mæli, eins og við má búast, en 17% þeirra hafa þó snúið til baka að meðaltali eftir innan við ársdvöl erlendis. Yngra fólk er líklegra en eldra fólk til að snúa aftur. Þá eru íslenskir ríkisborgarar sem flytja til einhverra Norðurlandanna líklegra en aðrir til skila sér til baka, eða 84%. Ólíklegastir íslenskra ríkisborgara til að snúa til baka eru þeir sem flytja til Norður-Ameríku, en endurkomuhlutfallið þaðan er 59%.

Erlendir ríkisborgarar á Íslandi – Byggðastofnun 2010

www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Erlendir_rikisbogarar-juni_2011.pdf

Í mars 2011 voru 20.526 erlendir ríkisborgarar á Íslandi en voru 3.957 talsins árið 1996. Af þessu er ljóst að mikil breyting hefur orðið á fjölda þeirra á síðustu fimmtán árum. Markmið þessara skýrslu er að skoða nánar þessar breytingar og greina frá upplýsingum sem varpa frekara ljósi á mikilvægi erlendra ríkisborgara fyrir íslenskt efnahagslíf.

Þessi skýrsla getur einnig komið að notum í köflum um Atvinnulíf, Efnahagsmál og um Samfélag.

Fólksflutningar til og frá Íslandi 1961–2011 með áherslu á flutninga á samdráttarskeiðum. Ólöf Garðarsdóttir, HÍ

/media/velferdarraduneyti-media/media/rit-og-skyrslur2012/Folksflutningar_03042012.pdf

“Í skýrslunni er sjónum beint að þróun flutninga til og frá landinu í kjölfar og í aðdraganda samdráttarskeiðsins sem hófst hér á landi í árslok 2008. Til samanburðar eru flutningar undanfarna áratugi skoðaðir með áherslu á kyn og uppruna þeirra sem flytjast búferlum. Áhersla er lögð á að skoða búferlaflutninga á samdráttarskeiðum en þó fyrst og fremst aðstæður undanfarin ár.”

Samfélag, atvinnulíf og íbúaþróun í byggðarlögum með langvarandi fólksfækkun. Byggðastofnun 2012

www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Samfelag/Samfelag_atvinnulif_og_ibuathroun_skyrslan_i_heild.pdf

“Í þessari skýrslu eru skoðuð svæði þar sem íbúum hefur fækkað um 15% eða meira árin 1994-2011. Það eru 30 sveitarfélög sem skipt er upp í 12 svæði í skýrslunni. Meginsvæðin eru norðvestur, norðaustur og suðausturhorn landsins, auk Dalabyggðar og Vestmannaeyjabæjar. Íbúum þessara 12 svæða fækkaði frá rúmum 12% í um 50% á tímabilinu. Sums staðar virðist þróunin heldur upp á við undanfarin ár, t.d. í Grýtubakkahreppi og í Vestmannaeyjum. Mikill munur er á fólksfækkun í þéttbýli og dreifbýli, t.d. er fækkunin 30% í dreifbýli í Dalabyggð en aðeins 5% í Búðardal. Á Vestfjörðum er þróunin misjöfn í þéttbýlisstöðunum, t.d. er 40% fækkun í Hnífsdal og á Flateyri en 16% á Ísafirði og Suðureyri. Á Bíldudal fækkaði um 45% og svipað hlutfall var á Raufarhöfn og Bakkafirði.”

Byggðaþróun – ástand og horfur, fylgirit með byggðaáætlun 2010-13, Byggðastofnun 2009

www.byggdastofnun.is/static/files/Byggdaaetlun1013/Fylgirit_Byggdaaaetlunar_11.09.pdf
Ýmsar tölur og hagnýtar upplýsingar um byggðaþróun.

Urban world: Mapping the economic power of cities. McKinsey 2012

www.mckinsey.com/Insights/MGI/Research/Urbanization/Urban_world

“The urban world is shifting. Today only 600 urban centers generate about 60 percent of global GDP. While 600 cities will continue to account for the same share of global GDP in 2025, this group of 600 will have a very different membership. Over the next 15 years, the center of gravity of the urban world will move south and, even more decisively, east.”

 

Menntun, rannsóknir og þróun

Stefna og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2014-2016

/media/forsaetisraduneyti-media/media/vt/2014-5-22-stefna-adgerda-vt.pdf 

Áfangaskýrsla um þekkingarsetur

/media/forsaetisraduneyti-media/media/vt/afangaskyrsla-um-thekkingarsetur5-10-2010.pdf

“Í áfangaskýrslu þessari eru birtar niðurstöður sem byggðar eru á þeim grunnupplýsingum sem starfshópur um þekkingarsetur á Íslandi aflaði á tímabilinu febrúar til apríl 2010. Upplýsinga var aflað um viðfangsefni og áherslur setranna, starfsmannahald og menntunarstig, fjármögnun starfseminnar og samstarfsverkefni á árinu 2009. Alls bárust svör frá 189 starfsstöðvum með 864 starfsmönnum í 552,1 stöðugildi. Skil voru einstaklega góð og almennt voru aðilar jákvæðir gagnvart þátttöku í verkefninu og töldu það mikilvægt.”

Rannsóknir og þróun á Íslandi 2011. RANNÍS, 2012

rannis.is/files/Rannsóknir%20og%20þróun%20á%20Íslandi%202011_1959439716.pdf

“Rannís gefur nú út í fimmta sinn hefti sem hefur að geyma samantekt um tölfræði rannsókna og þróunar. Markmið hennar er að afla reglulega gagna um rannsóknir, þróun og nýsköpun og skylda þætti sem geta gefið yfirlit yfir þróun málaflokksins hér á landi og samanburð við önnur lönd. Auk samstarfs við OECD er Rannsóknavogin unnin í samvinnu við Eurostat og ýmsar systurstofnanir á Norðurlöndunum. Með henni er aflað upplýsinga um rannsóknir og þróun hjá fyrirtækjum, opinberum stofnunum, æðri menntastofnunum og sjálfseignarstofnunum.”

Vegvísir um innviði til rannsókna. RANNIS, 2009

rannis.is/greining/utgafur-og-skyrslur/

“Skýrsla nefndar sem skipuð var af forsætisráðherra. Markmið vegvísisins er að gera grein fyrir því í hverju metnaðarfull og skynsamleg uppbygging og viðhald innviða á Íslandi á tímabilinu felst. Í honum felst stefnumótandi áætlun og forgangsröðun um uppbyggingu innviða.”

Skýrsla erlendar sérfræðinefndar um menntun, rannsóknir og nýsköpun 2009 (á ensku)

/media/forsaetisraduneyti-media/media/vt/education-research-innovation-policys-skyrsla-nefndar-mai2009.pdf

Stefna í menntun, vísindum og nýsköpun, 2009

brunnur.stjr.is/mrn/Utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/.ibmmodres/domino/OpenAttachment/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/2B047A620B43DE74002576F00058DD18/Attachment/Stefna_i_menntun%2C_visindum_og_nyskopun.pdf
Þýðing á inngangi og kafla 4 úr skýrslunni Education, research and innovation policy : a new direction for Iceland.

Framtíðarsýn 2007 – vinna starfshópa – Vísinda og tækniráð 

/media/forsaetisraduneyti-media/media/vt/framtidarsyn2007.pdf

Stefnumótun um starfsþróun og símenntun kennara. Vefrit menntamálaráðuneytis, 2011

www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/vefrit/20122301/nr/6548

Nám er vinnandi vegur, átak í mennta og atvinnumálum. Vinnumálastofnun, heimasíða

www.vinnumalastofnun.is/atvinnuleitandi/urraedi/ataksverkefni/nam-er-vinnandi-vegur/

Vegvísir um innviði til rannsókna 2009 – VTR

/media/forsaetisraduneyti-media/media/vt/vegvisir-juni2009.pdf

“Gott skipulag og aðgangur að innviðum til rannsókna er mikilvæg forsenda gróskumikillar vísindastarfsemi. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til tækja, upplýsinga, skilvirkni kerfa, þjónustu og aðbúnaðar í tækni og vísindum sem mikils er vænst af og eru í harðri samkeppni á alþjóðlegum markaði þekkingar og tækni. Vísinda- og tækniráð telur það mikilvægt hlutverk sitt að stuðla að auknum árangri í rannsóknum í þágu almannaheilla. Ein af höfuðáherslum ráðsins er að hlúa að iðkun framúrskarandi vísinda hér á landi og stuðla að því að Ísland skipi sér meðal leiðandi þjóða í sköpun og nýtingar þekkingar. Til þess að svo megi verða þarf að efla alla þætti menntakerfisins og byggja upp færni. Einnig þarf að tryggja markvissa uppbyggingu innviða til framtíðar og hagkvæma nýtingu þeirra.”

Skýrsla menntamálaráðherra um stöðu skólamála, Alþingi 2011

/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/skyrsla_stodu_skolam_2011.pdf

“Við samþykkt laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla sumarið 2008 voru unnar áætlanir í mennta- og menningarmálaráðuneytinu um innleiðingu og framkvæmd laganna. Samkvæmt þeirri áætlun var tekin upp sú vinnuregla að skipta vinnu við skýrslur ráðherra um skólastigin þrjú til Alþingis milli ára þannig að ein skýrsla sé unnin á ári. Í ár er unnið að skýrslu um leikskólastigið og grunnskólinn verður tekinn fyrir 2012 og framhaldsskólinn 2013. Skýrslur ráðherra til Alþingis um skólastigin innihalda viðamiklar upplýsingar um stöðu og þróun skólastigsins á þriggja ára fresti. Í þessari skýrslu koma að einhverju leyti fram sambærilegar upplýsingar og settar eru fram í framangreindum skólaskýrslum.”

Ritrýndar birtingar og áhrif þeirra. Samantekt um árangur Íslands. RANNIS, 2010

rannis.is/files/Ritrýndar%20birtingar%20og%20áhrif%20þeirra%20-%20samantekt%20um%20árangur%20Íslands_1023039473.pdf

“Í þessari skýrslu er að mestu leyti stuðst við gögn og skýrslur norræns starfshóps um greiningu á eðli og fjölda ritrýndra birtinga á Norðurlöndunum sem settur var saman fyrir tilstilli NordForsk.”

Shaping the future. How good education systems can become great. McKinsey, 2010

www.mckinsey.com/locations/southeastasia/knowledge/Education_Roundtable.pdf
Skýrsla byggð á Roundtable umræðum nokkurra ríkja um það hvernig hægt er að byggja upp leiðandi menntakerfi í framtíðinni.

The development in Icelandic education: situation in 2011 in the perspective of a century. Jón Torfi Jónasson 2011

www.dsw.edu.pl/fileadmin/user_upload/Upload/Social_Capital_and_education._Comprarative_research_between_Poland_and_Iceland.pdf
Fræðigrein um þróun íslenska skólakerfisins og einkenni þess miðað við önnur lönd.

Tungumálakunnátta eykur samkeppnishæfni. Aðalsteinn Leifsson HR, grein

www.ru.is/kennarar/al/tungu.doc

Þörf fyrir menntað starfsfólk. Samtök iðnaðarins 2011

www.si.is/media/menntamal-og-fraedsla/Thorf-fyrir-menntad-starfsfolk—Nidurstodur-konnunar-des-2010—jan-2011.pdf

“Könnun á þörfum iðnaðarins fyrir menntað fólk. Könnunin var unnin af Capacent fyrir Samtök iðnaðarins í janúar 2011. Þar kemur m.a. í ljós að fyrirtækin hafa þörf fyrir fleira starfsfólk og að skortur er á fólki með verk- iðn eða tæknimenntun.”

Skýrsla starfshóps um samþættingu menntunar og atvinnu

www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7412

„Meðal þess sem fram kemur í greiningu starfshópsins er að: Margir fara ekki í nám við hæfi. Þriðjungur Íslendinga hefur ekki lokið námi á framhaldsskólastigi. Brotthvarf er viðvarandi vandamál í íslenskum framhaldsskólum. Námstími er óvenju langur á Íslandi. Fjallað er um misvægi menntunar og þarfa atvinnulífsins hér á landi og gerður samanburður við lönd Evrópusambandsins og OECD.“

Ný sýn, breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu. Forsætisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Vísinda og tækniráð og Rannís, 2012

www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7490

„Skýrslan, Ný sýn, breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu, hefur verið gefin út. Í skýrslunni er dregin upp mynd af vísinda- og nýsköpunarkerfinu, allt frá Vísinda- og tækniráði, háskólum og rannsóknarstofnunum, þekkingarsetrum um allt land, þeim fyrirtækjum sem starfa innan þessa geira og opinberum samkeppnissjóðum. Þá er gerð grein fyrir flæði og skiptingu þeirra átján milljarða króna sem fara úr opinberum fjárveitingum í vísindi og nýsköpun árið 2012, árangri og gæðamati, rannsóknarinnviðum og alþjóðlegu samstarfi.“

Nýsköpun

Frammistaða Íslands í nýsköpun. RANNIS, 2010

rannis.is/files/Frammistaða%20Íslands%20í%20nýsköpun_2120584842.pdf

“Evrópska stigataflan um nýsköpun 2009 greinir frá samanburði á frammistöðu aðildaþjóða Evrópusambandsins í nýsköpun auk Króatíu, Serbíu, Tyrklands, Íslands, Noregs og Sviss. Úttektin sem er til umfjöllunar í EIS 2009 samanstendur af samanburði á ýmiss konar mælikvörðum (innovation indicators) sem allar eiga það sammerkt að snerta á nýsköpun með einum eða öðrum hætti. Einnig er lögð áhersla á að greina vöxt (trend  analysis) í nýsköpun þjóðanna.”

Frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2009. Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar og frumkvöðlafræðum, 2010

www.ru.is/media/skjol-vd/GEM-skyrsla-2009.pdf

“Árið 2009 undirbjuggu 7,6% landsmanna á aldrinum 18–64 ára nýja viðskiptastarfsemi en 4,2% hófu viðskiptastarfsemi innan við 42 mánuðum áður en könnunin var lögð fyrir. Samtals mældust um 11,4% þjóðarinnar á aldrinum 18–64 ára stunda frumkvöðlastarfsemi, eða um það bil 22 þúsund manns. Íslendingar á aldrinum 35–54 ára eru líklegri en aðrir landsmenn til að stunda frumkvöðlastarfsemi. Karlar eru tæplega tvöfalt líklegri en konur og eru um tveir þriðju þeirra sem tunda frumkvöðlastarfsemi. Líkur á því að einstaklingar stundi frumkvöðlastarfsemi eykst með aukinni menntun.”

„Heilsa og hagsæld með nýsköpun“ Útekt á aðstæðum til nýsköunar í tengslum við heilbrigðisrannsóknir (Drög að lokaskýrslu). Vilhjálmur Lúðvíksson fyrir menntamálar. heilbrigðisr. og iðnaðarr. 2009

brunnur.stjr.is/mrn/Utgafuskra/utgafa.nsf/xsp/.ibmmodres/domino/OpenAttachment/mrn/utgafuskra/utgafa.nsf/65B8B6E2A216A9D0002576F00058DD3A/Attachment/heilsa_og_hagsaed_med_nyskopun.pdf

“Meginniðurstaða könnunarinnar er sú að margar mikilvægar forsendur séu fyrir hendi hér á landi til þess að skapa verðmæti úr rannsóknum og þróunarstarfi í tengslum við heilbrigðisþjónustuna. Fjöl-mörg fyrirtæki, smá og stór, rótgróin og nýstofnuð, tengjast heilbrigðisgeiranum. Telja má að í þessum aðstæðum felist mikil auðlind sem enn hefur lítið verið nýtt sem uppspretta verðmæta-sköpunar. Almenn ytri skilyrði til nýsköpunar hér á landi eru að ýmsu leyti góð en stefnu vantar af hálfu hins opinbera til að nýta þessar aðstæður. Landspítali og Háskóli Íslands gegna veigamiklu hlutverki í því efni.”

Greining á þátttöku Íslands í 6. og 7. rannsóknaáætlun ESB. RANNIS 2012

rthj.hi.is/sites/default/files/Frettir/Greining%20-%206%267%20R%20ESB%20-%20Rannis.pdf

“Haustið 2010 skipaði mennta- og menningarmálaráðuneytið hóp sérfræðinga til að meta árangur og áhrif þátttöku íslenskra vísindamanna í rannsóknaáætlunum Evrópusambandsins (RÁ). Mikilvægt er að hafa upplýsingar um umfang íslenskrar þátttöku í áætlununum og árangur íslenskra aðila svo unnt sé að fá innsýn inn í áhrif þátttökunnar á íslenskt vísindasamfélag og atvinnulíf.  Í eftirfarandi samantekt eru birtar niðurstöður úr viðamikilli úttekt á þátttöku Íslands í rannsóknaáætlunum Evrópusambandsins, þar sem sérstök áhersla er lögð á greiningu á þátttöku Íslands í 6. og 7. RÁ. Þar sem hægt hefur verið að koma því við eru tölfræðilegar upplýsingar um 4. og 5. RÁ einnig birtar. Jafnframt er gerð tilraun til að skoða árangur íslenskra vísindamanna í RÁ og sjóðum sem Rannís rekur og leggja mat á hvort og hversu mikil skörun er hjá einstökum vísindamönnum og/eða stofnunum.”

Þessi skýrsla gefur ágætt yfirlit yfir það hvaða aðilar eru að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Einnig á hvaða sviðum Íslendingar eru duglegir við að taka þátt í slíkum þróunarverkefnum.

 

Innviðir, stjórnkerfi, samgöngur og skipulag

Samögnguáætlun 2011-2022. Innanríkisráðuneytið

/media/innanrikisraduneyti-media/media/samgonguaaetlun/0534-m-efnisyfirliti.pdf.pdf

Orkuskipti í samgöngum – stefnumótun, markmiðasetning og aðgerðaráætlun. Græna orkan – verkefnisstjórn 2011

graenaorkan.is.w7.nethonnun.is/wp-content/uploads/2011/10/Sk%C3%BDrsla-Gr%C3%A6nu-orkunnar-22.11.2011.pdf

Í skýrslunni eru settar fram helstu niðurstöður, úrvinnsla vinnufunda, greiningar og ekki síst aðgerðaáætlun í tengslum við orkuskipti í samgöngum á landi. Jafnframt var horft til möguleika skipaflotans til að innleiða orkuskipti. Til samans nota ökutæki og skip um 60% af öllu jarðeldsneyti á Íslandi og því er til mikils að vinna.

Ísland á norðurslóðum. Utanríkisráðuneytið 2009

/media/utanrikisraduneyti-media/media/Skyrslur/Skyrslan_Island_a_nordurslodumm.pdf

Með skýrslu þessari er lagður grundvöllur að umræðu og heildstæðri stefnumótun á sviði norðurslóðamála. Þetta er í fyrsta skipti sem heildarúttekt hefur verið gerð á málefnum og þróun norðurskautssvæðisins og þýðingu þess fyrir íslenska hagsmuni. Sérstaklega er litið til umhverfi s- og auðlindamála, öryggismála, breytts umhverfi s siglinga, sem og atvinnuþróunar á norðurslóðum. Einnig er hugað að vísindum og rannsóknasamstarfi og samvinnu háskóla og atvinnulífs um málefni norðurslóða. Skýrslan er unnin að frumkvæði utanríkisráðuneytisins en að henni hefur komið fjöldi sérfræðinga vítt og breitt úr samfélaginu. Skýrslan dregur fram mikilvægi sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda norðurslóða, sem og varðveislu þeirra, fyrir velsæld á Íslandi til langs tíma litið. Hún beinir athyglinni að þeim grunnþáttum atvinnulífsins sem tengjast legu landsins og náttúru, lýsir þeim breytingum sem nú eru að verða norðurslóðum og þýðingu þeirra fyrir íslenska hagsmuni.

Tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2011. Póst- og fjarskiptastofnun 2012

pfs.is/upload/files/Tölfræðiskýrsla_PFS_2011.pdf

“Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) gefur hér út sérstaka skýrslu um tölfræði á fjarskiptamarkaðnum. PFS safnar upplýsingum frá skráðum fjarskipta-fyrirtækjum hér á landi og er þessi skýrsla unnin upp úr þeim. Í skýrslunni eru upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði fyrir árin 2009 til 2011. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði. Þessi skýrsla er í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir PFS í nágrannalöndum okkar gefa út.”

Game on: Mega-event infrastructure opportunities. PwC 2011

www.pwc.com/en_GX/gx/capital-projects-infrastructure/pdf/Mega-Events_with_Abadie_Change.pdf
Um nauðsyn þess að byggja upp öfluga innviði og samgöngur og um áætlanagerð og framtíðarsýn varðandi byggingu stórra mannvirkja.

Stjórnkerfi og regluverk

Samhent stjórnsýsla – skýrsla nefndar um endurskoðun á stjórnarráði Íslands

/media/forsaetisraduneyti-media/media/Skyrslur/lokaskyrsla-stjornarradslaganefnd.pdf

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis

www.rannsoknarnefnd.is/

Umbætur í stjórnsýslunni í kjölfar hrunsins – Pétur Berg Matthíasson

skemman.is/stream/get/1946/9665/24607/1/b.2011.7.1.3.pdf

Netríkið Ísland – Stefna ríkisstjórnar íslands um uppslýsingasamfélagið, 2008-12

/media/forsaetisraduneyti-media/media/frettamyndir/NETRIKID_ISLAND_stefnuskra.pdf

“Stefnan byggist á þremur stoðum, þjónustu, skilvirkni og framþróun. Fyrir hverja stoð eru sett fram markmið ásamt aðgerðalista. Í stefnunni er að finna lista yfir helstu aðgerðir en þar sem upplýsingasamfélagið er í örri þróun og umhverfið breytist hratt getur slíkur listi aldrei orðið tæmandi. Því er mikilvægt að útbúa framkvæmdaáætlun og endurskoða hana árlega.”

Smarter Computing to Support 21st Century Governance. Frost&Sullivan, 2011

public.dhe.ibm.com/common/ssi/ecm/en/xbl03008usen/XBL03008USEN.PDF

“Amid fiscal restraint, government agencies around the world are transforming their organizations to be more responsive to the challenges facing them. This transformation is guided by four governance imperatives: (1) improving citizen and business outcomes, (2) managing public resources effectively, (3) strengthening safety and security, and (4) ensuring a sustainable environment. These imperatives play out across all the domains of governance, including education, healthcare, transportation, utilities, national defense, and public safety. The information technology (IT) applications and operations that support these imperatives place substantial workload demands on IT infrastructures.”

Íbúalýðræði, félagsauður og þátttaka. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála: Þriggja ára rannsóknarverkefni um íbúalýðræði.

www.hi.is/stjornmalafraedideild/ibualydraedi_felagsaudur_og_thatttaka

Stuðningur við atvinnu- og byggðarþróun. Ríkisendurskoðun 2010

www.rikisendurskodun.is/fileadmin/media/skyrslur/atv_og_byggdathroun.pdf

“Flókið stuðningskerfi atvinnulífsins og ófullnægjandi skráning fjárhagsupplýsinga í fjárhagskerfi ríkisins torvelda skýra heildarsýn um fjárveitingar til atvinnu‐ og byggðaþróunar í landinu. Því er erfitt að fullyrða hvort starfsemin sé eins skilvirk og árangursrík og hún gæti verið.”

Ábendingar Ríkisendurskoðunar um það sem hægt er að bæta í stuðningskerfi atvinnulífsins og í byggðamálum.

Stefna íslensku þjóðarinnar. Snjólfur Ólafsson HÍ, 2011

Í greininni er tekist á við spurningarnar
• Gæti íslenska þjóðin tekið virkan þátt í að móta stefnu og ef svo er í hvaða málaflokkum?
• Hvernig mætti standa að því að móta stefnu íslensku þjóðarinnar um tiltekið mál?
• Hvernig getur þjóðin samþykkt stefnu?

Nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera. SA 2010

www.sa.is/files/Fjármál%20hins%20opinbera_LQ_1806125871.pdf

“Enginn þáttur hagstjórnar skiptir jafn miklu máli og jafnvægi í opinberum fjármálum og að hefja sem fyrst niðurgreiðslu skulda. Í riti þessu er að finna tillögur Samtaka atvinnulífsins um aðgerðir í ríkisfjármálum sem stuðlað geta að bættum árangri.”

Stefna í neytendamálum. Innanríkisráðuneyti, 2012

www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28374

„Starfshópur um skipulag neytendamála sem innanríkisráðherra skipaði hefur skilað tillögum sínum. Leggur hópurinn meðal annars til að að stjórnvöld móti stefnu í neytendamálum sem sett verði fram sem þingsályktunartillaga og að ráðherra flytji Alþingi árlega skýrslu um stöðu neytendamála. Hér er ekki um að ræða samþykktar tillögur ráðherra heldur er einungis verið að kalla eftir sjónarmiðum varðandi þau efnisatriði sem koma fram í skýrslunni“

Samhent stjórnsýsla. Forsætisráðuneyti, 2010

www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/4514
Skýrsla nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands.

 

Umhverfi og loftlagsbreytingar

Efling græns hagkerfis á Íslandi, nefnd Alþingis um eflingu græns hagkerfis, 2011

http://www.althingi.is/pdf/Graent_hagkerfi.pdf

Þessi skýrsla hefur að geyma niðurstöður nefndar um eflingu græns hagkerfis á íslandi. Í skýrslunni er m.a. fjallað um skilgreiningar á grænu hagkerfi og grænum störfum og nefnd dæmi um atvinnugreinar sem annað hvort teljast grænar skv. fyrirliggjandi skilgreiningum eða búa yfir mikilvægum tækifærum til fjölgunar grænna starfa og eflingar græns hagkerfis.

Aðgerðaráætlun í loftlagsmálum, umhverfisráðuneytið 2010

/media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/Adgerdaaaetlun-i-loftslagsmalum.pdf

Aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum er hugsuð sem tæki sem stjórnvöld geta notað til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi í því skyni að standa við stefnu stjórnvalda og skuldbindingar í loftslagsmálum. Í aðgerðaáætluninni er lagt til að tíu sk. lykilaðgerðir verði settar í forgang. Tvær þeirra eru almenns eðlis: Uppsetning viðskiptakerfis með losunarheimildir og skattur á losun kolefnis. Þrjár eru á sviði samgangna og tvær á sviði sjávarútvegs. Áfram á að stuðla að öflugri bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu og hefja á markvisst átak til endurheimtar votlendis. Þá á að efla rannsóknir og nýsköpun í loftslagsvænni tækni, þar sem Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Saman eiga þessar tíu aðgerðir að geta leitt til þess að Ísland geti staðið við líklegar alþjóðlegar skuldbindingar sínar til 2020.

Náttúruverndaráætlun 2009-2013. Alþingi 2009

http://www.althingi.is/altext/136/s/0239.html

Velferð til framtíðar – Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi 2010-2013. Umhverfisráðuneytið, 2010

h/media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/Velferd-til-framtidar-2010-2013.pdf
Í þessu riti er að finna áherslur stjórnvalda um umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu Náttúruauðlinda til næstu fjögurra ára undir markmiðum Velferðar til framtíðar. Þessi skýrsla getur einnig komið að notum í kaflanum um Orkumál og auðlindir.

Umhverfi og auðlindir – stefnum við í átt að sjálfbærri þróun? Umhverfisráðuneytið 2009

/media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/umhverfiogaudlindir2009.pdf

„Skýrslu þessari er ætlað að bregða upp mynd af ástandi og þróun umhverfismála á Íslandi og miðla upplýsingum með skýrum hætti til stjórnvalda og almennings.“

Hnattrænar loftlagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Skýrsla vísindanefndar á loftlagsbreytingar. Umhverfisráðuneytið 2008

/media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/visindanefndloftslagsbreytingar.pdf

“Fyrsti kafli skýrslunnar fjallar um niðurstöður fjórðu úttektar milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðana (IPCC). Annar kafli fjallar um loftslag á Íslandi og þær breytingar sem orðið hafa á náttúrufari Íslands síðustu áratugina samfara hnattrænni og staðbundinni hlýnun. Þriðji kafli fjallar um líklegt umfang loftlagsbreytinga á Íslandi á nýhafinni öld og í fjórða kafla er fjallað um áhrif þessara breytinga á náttúrufar á Íslandi og á ýmsa innviði samfélagsins, s.s. frumatvinnuvegi, orkugeira og samgöngur. Einnig er í þessum kafla rætt um náttúruvá og um sjávarborðshækkun og áhrif hennar á skipulag lágsvæða. Skýrslunni lýkur með stuttri samantekt á helstu niðurstöðum.”

Stefnumörkun í loftlagsmálum. Umhverfisráðuneytið 2007

http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Loftslagsbreytingar/Stefnumorkun_i_loftslagsmalum.pdf

Í þessarri stefnumörkun er sett langtímasýn um að minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050, miðað við árið 1990. Í stefnumörkuninni eru sett fram fimm meginmarkmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og þar er að finna áætlun um aðgerðir til þess að ná markmiðunum.

Landsáætlun um loftgæði. Umhverfisstofnun 2010

http://www.ust.is/library/Skrar/utgefid-efni/Annad/landsaatlun_um_loftgadi_www.pdf

“Áætlunin er þannig upp byggð að fyrst er vikið að þeim lagaramma sem um málaflokkinn gildir og birt samantekt á því hvaða efni eru mæld í dag og á hvaða svæðum. Sett er fram stefnumörkun og tímasett framkvæmdaáætlun til fimm ára. Sérstök áhersla er lögð á mælingar á völdum efnum, að koma upplýsingum á skilvirkan hátt á framfæri við almenning og stjórnvöld, og að stuðla að markvissri samvinnu þeirra aðila sem bera ábyrgð á mælingum loftgæða.”

Stefna um vistvæn innkaup ríkisins. Ríkið sem upplýstur vistvænn kaupandi. Fjármálaráðuneytið 2009

/media/fjarmalaraduneyti-media/media/utgafa/Stefna_um_vistvaen_innkaup_rikisins_200903.pdf

„Í stefnu um vistvæn innkaup sem ríkisstjórn Íslands hefur nú samþykkt, er sagt fyrir um hvernig samþætta á umhverfissjónarmið góðum innkaupaháttum,við innkaup hjá ríkinu.“

Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar, 2010

http://www.landsvirkjun.is/media/2011/Umhverfisskyrsla-Landsvirkjunar-2010.pdf

Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar fjallar ítarlega um umhverfisstjórnunarkerfið, vöktun þýðingarmikilla umhverfisþátta og markmið fyrirtækisins í umhverfismálum. Í umhverfisskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2010 er að finna tölulegar upplýsingar um umhverfismál fyrirtækisins og þróun mála frá árinu 2008. Fjallað er um þýðingarmikla umhverfisþætti sem tengjast rekstri fyrirtækisins þar með talið betri nýtingu auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) út í andrúmsloftið.

Development of a methodology for estimation of Technical Hydropower potential in Iceland using high resolution Hydrological Modeling – Tinna Þórarinsdóttir, Verðurstofa íslands 2012

http://www.vedur.is/2012_001web.pdf

„Nú eru liðin 30 ár frá síðasta mati á vatnsafli landsins og á þeim tíma hafa orðið miklar tæknilegar framfarir sem kalla á endurnýjun þessa mats. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að þróa aðferðafræði sem nota má við útreikninga og kortlagningu tæknilega mögulegs vatnsafls á Íslandi með því að nota þá tækni og gögn sem eru fyrir hendi á Veðurstofu Íslands.”

Lýsing landsskipulagsstefnu 2013-2024. Skipulagsstofnun 2012

http://www.landsskipulag.is/media/pdf-skjol/Lysing__landsskipulagsstefna_lokagerd_8_mars_2012x.pdf

„Í landsskipulagsstefnu samkvæmt nýjum skipulagslögum eru samþættar áætlanir opinberra aðila um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra málaflokka sem varða landnotkun og er hún útfærð með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“

Ýmis skjöl og greinargerðir sem tengjast vinnu við gerð landsskipulagsstefnu

http://www.landsskipulag.is/samradsvettvangur/tillogur-i-vinnslu/skjol/

The business response to climate change. Ernst&Young, 2012

http://www.ey.com/GL/en/Services/Specialty-Services/Climate-Change-and-Sustainability-Services/The-business-case-for-climate-change—Taking-the-lead-on-climate-change#

„Leading organizations are leveraging their climate change agenda to help generate revenue, reduce costs and meet stakeholders' expectations. What is your organization's response? Read our report to find out how organizations are anchoring their climate change strategies and staying on course.“

 

Orkumál og auðlindir

Niðurstöður 2. áfanga rammaáætlunar. Verkefnisstjórn um gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. 2011

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Acrobat/Rammaaaetlun-1.pdf
Í september 2007 skipaði iðnaðarráðherra 11 manna verkefnisstjórn til að ljúka 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í skipunarbréfi verkefnisstjórnar segir í 1. mgr.

,,Ríkisstjórnin hefur einsett sér að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða og leggur því áherslu á að ljúka sem fyrst rannsóknum á verndargildi þeirra og gildi til annarrar nýtingar, með sérstaka áherslu á mat á verndargildi háhitasvæða landsins og flokkun þeirra með tilliti til verndar og orkunýtingar.“ Einnig kemur fram að markmið rammaáætlunar sé ,,að skapa faglegar forsendur fyrir ákvörðun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsaflsog jarðhitasvæði. Í áætluninni skal leggja mat á og flokka virkjunarkosti, jafnt vatnsafls og háhita og áhrif þeirra á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar, meðal annars með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis, samhliða því að skilgreina og meta áhrif á hagsmuni allra þeirra sem nýtt geta þessi sömu gæði.“

Heimasíða Rammaáætlunar

www.rammaaaetlun.is

Orkustefna fyrir Ísland – Stýrihópur fyrir mótun heildstæðrar orkustefnu, nóv. 2011

www.nea.is/media/gagnasofn/Orkustefna-fyrir-Island.pdf

Í þessari skýrslu er í fyrsta sinn sett fram heildstæð orkustefna fyrir Ísland. Orkustefnunni er ætlað að vera grundvöllur og viðmið ákvarðana á þessu sviði, þannig að þær verði héðan í frá í sem bestu samræmi við stefnuna, eða að frávik séu að öðrum kosti útskýrð eða rökstudd sérstaklega. Tilgangur stefnu af þessu tagi er að setja fram heildarsýn, leiðarljós og markmið sem breið samstaða getur myndast um. Ef stefna liggur fyrir og er nægilega skýr minnkar hætta á að teknar séu handahófskenndar eða samhengislausar ákvarðanir, eða að litið sé til þröngra skammtímahagsmuna í stað hagsmuna heildarinnar til lengri tíma. Með því móti er líklegra að framvinda verði í þá átt sem óskað er.

Auðlindastefnunefnd – minnisblað

/media/forsaetisraduneyti-media/media/frettir1/Audlindastefnunefnd-_jan-2012_-minnisblad.pdf

Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju

/media/fjarmalaraduneyti-media/media/skjal/Mat_a_ardsemi_orkusolu_til_storidju.pdf

Markmið þessarar skýrslu er að meta og aðgreina arðsemi af orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju og almenningsveitna. Á því tímabili sem skoðað er, 1966 til 2010, hefur raunarðsemi heildarfjármagns af virkjunum fyrir stóriðju verið um 5%. Þetta er lægra en þekkist í sambærilegri starfsemi erlendis. Þessi skýrsla gæti verið gagnleg þegar verið er að skoða frekari uppbyggingu stóriðju og nýtingu orku almennt.

Virkjun vindorku og sjávarorku á Íslandi, Ketill Sigurjónsson ráðgjafi, 2009

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Rafraen_afgreidsla/Skyrsla_Ketils_Sigurjonssonar.pdf

Í þessari greinargerð er fjallað um möguleika Íslands til að nýta sér með hagkvæmum hætti fleiri endurnýjanlegar orkulindir en vatnsafl og jarðvarma. Þessari frumúttekt er ætlað að varpa ljósi á þá möguleika og tækifæri, sem þessar tegundir endurnýjanlegrar orku kunna að hafa fyrir Ísland. Skipta má þessari umfjöllun um vindorku og sjávarorku í tvo meginþætti. Annars vegar er litið til möguleika á að virkja slíka orku hér á landi og/eða við strendur landsins. Hins vegar er reynt að meta hvort raunhæft sé að koma hér á fót iðnaði sem tengist þessum tegundum orkugeirans.Gæti komið að notum einnig í kafla um umhverfismál og um atvinnumál.

Efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. GAMMA fyrir Landsvirkjun 2011

www.landsvirkjun.is/2011/ahrif_ardsemi_Landsvirkjunar_til_2035.pdf

„Í apríl 2011 óskaði Landsvirkjun hf. [LV] eftir greiningu frá GAM Management hf. [GAMMA] á mögulegri stöðu LV árin 2025-2035 eftir að fyrirhuguðu framkvæmdatímabili lýkur. Greiningin felur í sér að meta mögulega fjárhagsstöðu LV, arðgreiðslugetu þess og hver áhrifin af mögulegum arðgreiðslum gætu verið á íslenskt efnahagslíf. Einnig eru metin áhrifin af framkvæmdastefnunni á efnahagslíf á Íslandi næstu 10-15 árin á meðan framkvæmdum stendur.“

Endurnýjanleg orka – skýrsla utanríkisráðuneytisins 2009 (á ensku)

/media/utanrikisraduneyti-media/media/PDF/Iceland_energy_umbrot_loka2.pdf
Kynningarefni á ensku um endurnýjanlega orkugjafa og tækifæri Íslands varðandi ráðgjöf og tækniyfirfærslu til annarra landa.

Hagfræðileg greining á nýtingu vatns. Hagfræðistofnun HÍ 2011

www.hhi.hi.is/sites/default/files/C-Series/C11_04_Vatnatilskipun.pdf

Í apríl 2011 fól Umhverfisstofnun Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera hagræna greiningu á nýtingu vatns á Íslandi og freista þess að leggja mat á virði vatns hér á landi. Þá skyldi Hagfræðistofnun spá fyrir um vatnsnýtingu fram til ársins 2015 og fjalla um hvernig nú er staðið að því að endurheimta þann kostnað sem hlýst af dreifingu og sölu á vatni til fólks og fyrirtækja. Verkefni þetta er liður í þeirri vinnu sem fram hefur farið hérlendis við að innleiða vatnatilskipunina sem hin sameiginlega EES-nefnd staðfesti 28. september 2007.

Skýrsluna unnu hagfræðingarnir Jónas Hlynur Hallgrímsson, MS, og Dr. Sveinn Agnarsson.

Charting Our Water Future. 2030 water resources group, 2010

www.2030waterresourcesgroup.com/water_full/Charting_Our_Water_Future_Final.pdf

“The 2030 Water Resources Group was formed in 2008 to contribute new insights to the increasingly critical issue of water resource scarcity. The group aimed to create an integrated fact base on the potential technical levers and costs for reducing water scarcity, with the ultimate goal of advancing solutions-driven dialogue among stakeholders.”

Áhugaverð skýrsla um notkun á vatni í heiminum og þarfir fyrir vatn á næstu 20 árum.

The Road from Fossil Fuels to a Sustainable Energy Economy The Strategy in Iceland. Dr. Bragi Árnason Háskóli íslands 2008

theochem.org/bragasetur/presentations/BragiJune08.pdf
Glærukynning um nýja orkugjafa, sérstaklega vetni. Stefnu Íslands í orkumálum og orkuþörf heimsins í framtíðinni.

Lífmassi sem hráefni til iðnaðar og orkugjafi. Hólmgeir Björnsson, Lbhí, 2006

www.landbunadur.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/key2/index.html

„Lífmassi er meðal þeirra orkugjafa sem munu koma í stað jarðefnaeldsneytis til að draga úr aukningu gróðurhúsaáhrifa. Með því að vinna gas úr sorpi og búfjáráburði er einnig dregið úr losun metans, sem er mjög virk gróðurhúsalofttegund, og afgangar úr grisjun skóga og timburvinnslu eru mikilvægt hráefni. Úrgangur, sem til fellur, dugir þó skammt. Hér á landi kemur til greina að hirða lífmassa af túnum eða rækta tún sérstaklega með tegundum eins og strandreyr, og bygg og alaskalúpína koma til greina.“

Olíuleit á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg. Iðnaðarráðuneyti 2007

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/frettir/Skyrsla_nytt.pdf

„Iðnaðarráðuneytið leggur hér fram til umsagnar tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn ásamt drögum að umhverfismati þeirrar áætlunar. Skýrsla þessi, með tillögu að áætlun um olíuleit á Drekasvæði ásamt drögum að umhverfisskýrslu, verður send til lögbundinna umsagnaraðila auk þess sem hún verður kynnt fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.”

World Geothermal Market & Outlook. KPMG Iceland, 2010

www.kpmg.com/IS/is/utgefidefni/greinar-og-utgefid/Documents/KPMG_WorldGeothermalMarketandOutlook_oct2010.pdf

„KPMG kynnti ítarlega skýrslu um alþjóðlega jarðvarmageirann á ráðstefnunni um íslenska jarðvarmaklasann. Í skýrslunni er jarðvarmi borinn saman við aðra orkugjafa, bæði endurnýjanlega og hefðbundna orkugjafa. Fjallað er um þá tækni sem notuð er í dag við vinnslu gufu, borun og framleiðslu á rafmagni. Þá er einnig umfjöllun um þau lönd í heiminum sem nýta jarðvarmaauðlindir til rafmagns framleiðslu og helstu leikendur á markaði. Rekstur jarðvarmavirkjana er greindur sem og fjármögnun jarðvarma virkjana. Loks er fjallað um jarðvarmageirann í heild sinni þar sem söguleg þróun er skoðuð og spáð fyrir um þróun markaðarins á næstu árum.”

Resource revolution: Meeting the world's energy, materials, food, and water needs. Mackinsey 2012

www.mckinsey.com/Insights/MGI/Research/Natural_Resources/Resource_revolution
McKinsey experts discuss the challenges and opportunities of meeting demand for energy, materials and food, water, as 3 billion consumers are added to the middle class in the next 20 years.

 

Atvinnulíf og hagkerfi

Atvinnustefna – helstu útlínur á vef forsætisráðuneytis

www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/soknaraaetlun-2020/framtidarsyn/nr/4510

Tillögur um stefnu stjórnvalda varðandi erlenda fjárfestingu – starfshópur, 2010-11

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Acrobat/Tillogur-erlend-fjarfesting-skyrsla-VII.pdf

Í skýrslu starfshóps er farið yfir stöðu beinnar erlendrar fjárfestingar á Íslandi, litið til þess hvað stendur í vegi hennar, fjallað um spurningar ráðherra og settar fram ábendingar um aðgerðir. Umfjölluninni er skipt í fimm kafla þar sem farið er yfir skilgreiningar á beinni erlendri fjárfestingu og stöðuna hér á landi, mikilvægi langtímastefnumótunar, mat og val á sóknarfærum og geirum sem leggja ætti áherslu á við kynningu og markaðssetningu, leiðir til virkari öflunar erlendra fjárfestingar og samspil við stjórnsýslu, stoðkefi atvinnulífs og orkugeirann. Í lok hvers kafla eru ábendingar um leiðir til úrbóta.

Stefna um beinar erlendar fjárfestingar – vefur Íslandsstofu

www.islandsstofa.is/fjarfestingar/stefna-um-beinar-erlendar-fjarfestingar/

Kynningarefni, tölfræði og skýrslur á ensku fyrir þá sem vilja kynna sér ísland

www.iceland.is

Endurmótun stoðkerfis atvinnulífsins, Stjórnhættir 2010

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Rafraen_afgreidsla/Endurskipulagning-stodkerfis-atvinnulifsins-07-12-2010.pdf

Helstu niðurstöður eru þær að innan núverandi stoðkerfis er að finna mikla þekkingu, reynslu, þjónustu og fjármagn. Kerfið er hins vegar sundurlaust og flókið, þekking dreifð á marga ólíka staði og aðgengi að upplýsingum ófullnægjandi. Það væri kostur ef eitt ráðuneyti færi með málaflokkinn og allt stoðkerfið færi þar með undir einn hatt. Við endurskoðun á stoðkerfinu þarf að leggja áherslu á að einfalda það, auka gagnsæi þess og skilvirkni. Samþætta þarf og nýta betur þær bjargir sem fyrir eru og beina viðskiptavinum á eina svæðisbundna gátt eða anddyri. Slíkar gáttir yrðu staðsettar víða um landið. Efla þarf tengsl milli stoðkerfis, atvinnu-lífs og háskólanna.

Uppfærum Ísland. Samtök atvinnulífsins, 2012

www.sa.is/files/Uppfærum%20Ísland%20-%20tillögur%20SA%2018.4.%202012_402336183.pdf

„Með auknum fjárfestingum, aukinni framleiðni og verðmætasköpun atvinnulífsins skapast svigrúm til að hækka laun og auka kaupmátt. Þar með eykst eftirspurn eftir vörum og þjónustu, störfum fjölgar og dregur úr atvinnuleysi. Með bættum hag fyrirtækja og fólks aukast skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Í þessu riti, UPPFÆRUM ÍSLAND er horft til framtíðar og skoðaðar undir nýju sjónarhorni, hugmyndir og tillögur sem geta stutt við jákvæða þróun atvinnulífsins, breytt viðmóti og sýn fólks og opnað á nýja möguleika til atvinnusköpunar.”

Uppfærum Ísland – hugmyndavefur SA

www.uppfaerumisland.is

Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara. SA. 2011

www.sa.is/files/Rjufum_kyrrstoduna_vefskyrsla_1563084127.pdf
Þann 11. nóvember 2011 gáfu Samtök atvinnulífsins út nýtt rit um hvernig rjúfa má kyrrstöðuna á Íslandi og bæta lífskjörin. Í ritinu er m.a. fjallað um gjaldmiðilsmálin, brottflutning Íslendinga frá landinu í hálfa öld, leitina endalausu að stöðugleika í efnahagsmálum, þróun á vinnumarkaði, tækifæri til að draga úr atvinnuleysinu og auka samkeppnishæfni þjóðarinnar. Í ritinu kemur fram að SA telji að með markvissum aðgerðum sé hægt að koma efnahagslífinu á öflugt skrið.

Hagsýn, framsýn og áræðin atvinnustefna. SA 2009

www.sa.is/files/Atvinnustefna%20SA%202009_887514618.pdf

„Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á framsýna atvinnustefnu því að horfa verður til langs tíma og byggja upp atvinnulíf sem er vel í stakk búið til að mæta utanaðkomandi áföllum. Atvinnulíf þjóða heims verður sífellt nátengdara þar sem uppgangur einnar þjóðar skapar markað fyrir aðrar og vandamál í atvinnulífi einnar þjóðar dreifast um alla heimsbyggðina. Atvinnulífið verður að fá aðgang að alþjóðlegum mörkuðum til þess að vaxa og dafna en jafnframt þarf að gæta að áhættudreifingu og grundvelli stöðugleika til lengri tíma. Hagvöxtur og bætt lífskjör í náinni framtíð verða að byggja á góðri samkeppnisstöðu atvinnulífsins og auknum útflutningi vöru og þjónustu.”

Hvers virði er atvinnulíf. Viðskiptaráð 2012

www.vi.is/files/2012.03.12-Hvers-virdi-er-atvinnulif-net_1657613606.pdf

„Tryggja þarf vöxt og viðgang íslensks atvinnulífs og skapa þannig varanlegan hagvöxt. Það ætti að vera sameiginlegt áhyggjuefni stjórnvalda og atvinnulífs hversu hægt hefur miðað í þeirri vegferð. Um leið er ljóst að án góðs samstarfs þessara aðila er ekki von á að mikið breytist. Verkefni hins opinbera er að skapa aðlaðandi framtíðarsýn, stefnu um verðmætasköpun og hagfellda umgjörð til atvinnurekstrar. Verðmætin verða svo til fyrir tilstuðlan atvinnulífs – framtakssamra einstaklinga og fyrirtækja – og standa undir bættum lífskjörum og velferð. Til þess höfum við allt til alls.“

Tökumst á við tækifærin: Atvinnulíf til athafna. Viðskiptaráð 2011

www.vi.is/files/Vi%C3%B0skipta%C3%BEing%202011%20sk%C3%BDrsla%20-%20PDF%20%C3%BAtg%C3%A1fa_1988970559.pdf

„Í skýrslu og dagskrá þingsins er fjallað um stoðir hagkerfsins, samhengi þeirra og fjölbreyttra atvinnugreina og tækifæri til verðmætasköpunar sem byggja jafnt á gagni lands og þekkingu þjóðar. Þessi tækifæri hafa um nokkurt skeið legið vannýt. Fyrir því eru eflaust margar ástæður, en með vissu má segja að ein þeirra sé sú að um of hefur verið horft um öxl, á það sem miður fór á undanförnum árum, og ekki nægilega til framtíðar og þess lífsviðurværis sem búa þarf þjóðinni. Þetta verður að breytast. Takast þarf á við tækifærin og nýta til að skapa eftirsóknarverða framtíð fyrir komandi kynslóðir Íslendinga.“

Rannsókn á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi, Háskólinn á Akureyri og fleiri aðilar 2010

www.rha.is/static/files/Rannsoknir/2010/Samfelagsahrif_alvers_og_virkjunar_A-landi_lokaskyrsla_2010.pdf

Áhrif stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf, Hagfræðistofnun HÍ 2009

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Rafraen_afgreidsla/2009-07-ahrif-storidjuframkvaemda-isl-efnahagslif.pdf

Í skýrslunni er fjallað um tímasetningar stóriðjuframkvæmda og bent á leiðir til hagstjórnar þegar ákvarðanir eru teknar um slíkar framkvæmdir. Skoðaður er þáttur áls í útflutningi, ávinningur og hugsanleg áhætta af starfseminni og metin sveifluáhrif í hagkerfinu. Þá er gerð kostnaðar- og ábatagreining af aukinni álframleiðslu fyrir hagkerfið í heild. Fjallað er um arðsemi orkuverkefna og áhættu íslenskra orkufyrirtækja af auknum virkjunarframkvæmdum og hugsanlegt erlent eignahald í orkufyrirtækjum og virkjunum. Þá er í skýrslunni kafli sem fjallar um lagaumhverfi og stjórn auðlindanýtingar.

Olíuleit á Drekasvæði við Jan Mayen-hrygg. Iðnaðarráðuneyti 2007

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/frettir/Skyrsla_nytt.pdf

„Iðnaðarráðuneytið leggur hér fram til umsagnar tillögu að áætlun um útgáfu sérleyfa til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á norðanverðu Drekasvæði við Jan Mayen-hrygginn ásamt drögum að umhverfismati þeirrar áætlunar. Skýrsla þessi, með tillögu að áætlun um olíuleit á Drekasvæði ásamt drögum að umhverfisskýrslu, verður send til lögbundinna umsagnaraðila auk þess sem hún verður kynnt fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.”

Þingsályktunartillaga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010-2013

www.byggdastofnun.is/static/files/Byggdaaetlun1013/Thingalyktunartillaga_um_byggdaaaetlun_2010-2013_-_m_athugasemdum_og_fylgiriti.pdf

Áætlunin byggist á aðgerðum í nýsköpun og atvinnuþróun í samræmi við aðra stefnumótun við gerð Sóknaráætlunar 2020. Meginmarkmið byggðaáætlunarinnar verði að bæta skilyrði til búsetu, nýsköpunar og sjálfbærrar þróunar í öllum landshlutum og efla menntun, menningu, samfélög og samkeppnishæfni byggða og bæja landsins með margvíslegum aðgerðum.

Ferðamál

Tillögur nefndar iðnaðarráðherra um aðkomu ríkisins að skipulagi og fjármögnun ferðaþjónustu, iðnaðarráðuneytið 2008

www.ferdamalastofa.is/upload/files/2008625144433skyrsla_LowRes.pdf

Stjórnvöld hafa frá upphafi gegnt afar mikilvægu hlutverki við uppbyggingu, þróun og markaðssetningu á íslenskri ferðaþjónustu og má meðal verkefna opinberra aðila nefna stefnumótun, umsjón með leyfisveitingum og gæðaeftirliti, verndun og uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða, stuðning við nýsköpun og atvinnuþróun, móttöku og upplýsingamiðlun til ferðamanna svo og landkynningu og markaðsmál. Iðnaðarráðherra skipaði um miðjan febrúar 2008 nefnd til að gera tillögur um skipan ferðamála í tengslum við endurskoðun á ferðamálaáætlun til 2015 og rammafjárlaga til næstu fjögurra ára.

Ímynd Íslands – styrkur, staða, stefna. Forsætisráðuneytið 2008

www.ferdamalastofa.is/upload/files/200848103017Imynd_Islands.pdf

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði um ímynd Íslands í nóvember 2007 skilaði skýrslu sinni 2008. Verkefni nefndarinnar var að gera úttekt á skipan ímyndarmála Íslands, móta stefnu Íslands í þessum málaflokki og leggja fram tillögur að skipulagi ímyndarmála og aðgerðum til að styrkja ímynd Íslands. Helstu niðurstöður nefndarinnar er þær að ímynd Íslands er almennt jákvæð en veikburða og smá erlendis og byggir fyrst og fremst á upplifun af náttúru en ekki af þjóð, menningu eða atvinnustarfsemi. Nefndin leggur því til að ímyndaruppbygging Íslands miði að því að skapa jákvæða og sterka ímynd ekki bara af náttúru landsins heldur einnig af fólki, atvinnulífi og menningu.

Ferðaþjónusta á íslandi í tölum, apríl 2012. Ferðamálastofna

www.ferdamalastofa.is/upload/files/ferdatjon_i_tolum_apr_2012.pdf

Í þessari talnasamantekt Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2011, má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu. Meðal efnis má nefna niðurstöður úr nýlegum könnunum Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna og Íslendinga, auk samantekta byggða á  ferðamannatalningum, gistináttatalningum og ferðaþjónustureikning Hagstofunnar.

Hagvísar í ferðaþjónustu, Rannsóknarmiðstöð ferðamála, 2011

www.ferdamalastofa.is/upload/files/2011825133656hagvisar_rf_2011.pdf

Hér er að finna greiningu á helstu hagvísun ferðaþjónustu á landsvísu. Byggir greiningin á fyrirliggjandi gögnum sem afl að hefur verið af metnaði í hliðarreikningum Hagstofu Íslands, hjá Seðlabanka Íslands og hjá Ferðamálastofu. Hinsvegar er frekari greining á þessum gagnasöfnum orðin afar aðkallandi og það sem hér er tekið saman er aðeins upphafi ð og mjög takmarkað. Tilgangur slíkrar greiningar snýr t.d. að mati á framleiðni tekna af ferðafólki og leiðsögn um hvar beri að herða róðurinn í því tilliti, bæði á landsvísu og einstökum svæðum. Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur lagt fram ítarlega rannsóknaráætlun um það sem greina þarf er kemur að hagrænum áhrifum ferðaþjónustu, en ekki hefur fengist fj árhagslegur stuðningur við þá vinnu.

Ísland allt árið – Landaskýrslur – Samanburður; Ísland, Noregur, Finnland, Nýja Sjáland, Kanada. Íslandsstofa 2011

www.islandsstofa.is/files/island_og_hin_londin.pdf

„Þessi skýrsla, er samantekt úr landaskýrslum um Finnland, Noreg, Nýja Sjáland og Kanada, sem unnar voru sem undirbúningur fyrir verkefnið Ísland allt árið. Hér eru helstu niðurstöður bornar saman við Ísland. Jafnframt er í hverjum kafla farið yfir samsvarandi mál á Íslandi og skoðað hvað má læra af viðmiðunarlöndunum, en eins og kemur fram í skýrslunni telja undirritaðir að fjölmargt megi af þeim læra til þess að efla og bæta íslenska ferðaþjónustu og stuðningsumhverfi hennar. Landaskýrslurnar sjálfar fjalla mun ítarlegar um hvað samanburðarlöndin hafa verið að gera til þess að efla heilsársferðaþjónustu og í þeim er jafnframt að finna ítarlega heimildaskrár fyrir þá sem vilja kafa enn dýpra í viðfangsefnið.”

Áhrif tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á komur erlendra ferðamanna. Hagfræðistofnun HÍ 2011

www.hhi.hi.is/sites/default/files/C-Series/C11_02.pdf

„Á undanförnum 20 árum hefur útlendum ferðamönnum fjölgað um 7% árlega. Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu mun styðja við þessa þróun, auk þess sem líkur eru á að þær ráðstefnur og tónleikar sem þar verða haldnir muni draga að enn fleiri útlendinga. Í þessari skýrslu er reynt að meta hversu margir þeir ferðamenn gætu orðið og hversu miklum viðbótargjaldeyristekjum þeir gætu skilað. Tekið skal fram að hér er ekki um að ræða heildarúttekt á þjóðhagslegum áhrifum Hörpu, heldur er eingöngu horft til þeirra áhrifa sem gera má ráð fyrir að starfsemi hússins hafi á komur erlendra ferðamanna til landsins og þar með gjaldeyristekjur.”

Í skýrslunni er að finna mikið af upplýsingum og tölum um ferðaþjónustu með sérstakri áherslu á ráðstefnuhald.

Ferðamálaáætlun 2011 – 2020. Þingsályktunartillaga frá Alþingi, 2011

ferdamalastofa.is/upload/files/ferdamalaaetlun_2011-2020.pdf

„Við vinnuna var horft til þess hlutverks opinberrar stefnumörkunar að móta atvinnugrein-inni ramma sem væri hvetjandi til vöruþróunar og sóknar í markaðsmálum en setti jafnframtkröfur á þá sem í ferðaþjónustu starfa um gæði, fagmennsku og ábyrgð í starfsemi sinni.Ferðaþjónusta er umfangsmikil og fjölbreytt atvinnugrein og er mikilvægt að opinberstefna hvetji til þess að við þróun áfangastaða og aðdráttarafls landshluta, svæða, sveitar-félaga og einstakra staða sé sérstaða þeirra dregin fram, ekki aðeins hvað varðar náttúru ogumhverfi heldur ekki síður menningu, mannlíf og sögu.”

Skýrslur um ferðamál

ferdamalastofa.is/Research.mvc
Til eru um 300 skýrslur um ferðamál á vef Ferðamálastofu þar sem búið er að flokka þær eftir málaflokkum, svæðum o.fl. Þær má nálgast á slóðinni hér fyrir ofan.

www.rmf.is
Á vef Rannsóknamiðstöðvar um ferðamál er að finna um 200 greinar og skýrslur um ferðamál.

The Travel Gold Rush 2020. Oxford Economics, 2009

http://www.amadeus.com/amadeus/x189820.html

The report examines a number of different issues, including:

  • Current and future trends within the airline and travel agent segment as they emerge from the recent global recession
  • Macroeconomic forecasts of how the travel industry is likely to appear in 2020
  • Analysis of how airlines and agents will develop new revenue sources in the future including the role of ancillary revenues and value chain extensions
  • The potential for changes in future tastes

Sjávarútvegur

Responsible fiseries.org

www.responsiblefisheries.is

Bætt nýting sjávarafla, MATÍS 2010

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Skyrslur/Batt_nyting_sjavarafla_skyrsla_Matis.pdf

“Skipta má efni skýrslunnar upp í tvo meginþætti þ.s. í fyrri hlutanum er tekið stöðumat á nýtingu og verðmætasköpun þorskafla m.t.t. sjófrystingar, landvinnslu og gámaútflutnings; en í seinni hlutanum er reynt að bera kennsl á hvar helstu sóknarfæri eru til bættrar nýtingar og aukinnar verðmætasköpunar á bolfisksafla landsmanna. Við gagnaöflun var aðallega leitað í afla- og ráðstöfunarskýrslur Fiskistofu og útflutningsgögn Hagstofunnar fyrir árin 2007 og 2008. Þar sem Fiskistofa og Hagstofan eru enn að safna gögnum fyrir árið 2009 þótti ekki tímabært að kanna nýtingu og verðmætasköpun eftir vinnsluleiðum fyrir 2009; skýrsluhöfundar mælast þó til að það verði gert um leið og öll gögn liggja fyrir.”

Sjávarútvegurinn í tölum 2008, Sjávarútvegsráðuneytið 2009

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/sjavarutvegur_i_tolum/Sjavarutvegur_i_tolum_2008_allur.pdf
Y
firlit yfir þróun fiskveiða og sjávarútvegs, alþjóðlegur samanburður, mannafli í greininni, svæði og afkoma greinarinnar. Bæði á íslensku og ensku.

Creative destinations in a changing world. Samantektir erinda frá ráðstefnu á Akureyri 2011

www.rmf.is/19thnordicsymposium/data/19th_Nordic_symposium_Book_of_abstracts.pdf
Hugmyndir um nýsköpun og nýungar í ferðaþjónustu í ljósi alþjóðavæðingar og breytinga í heiminum.

Skapandi greinar – menning

Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina. Margrét Sigrún Sigurðardóttir og Tómas Young 2011

www.islandsstofa.is/files/kortlagning_2011.pdf

“Helstu niðurstöður eru að skapandi greinar hér á landi veltu 1891 milljörðum árið 2009. Hlutur hins opinbera er um 12,5% af heildarveltu greinanna. Ársverk sama ár voru 9371. Útflutningstekjur skapandi greina voru um 24 milljarðar árið 2009 eða um 3% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Velta skapandi greina hefur haldist nokkuð stöðug þrátt fyrir efnahagslega lægð í öðrum atvinnugreinum og ársverkum hefur fjölgað. Skapandi greinar hafa ótvírætt hagrænt gildi, en einnig er vert að minna á að þær hafa jafnframt menningarlegt gildi, auka áhuga á ferðamennsku og bæta lífsgæði landsmanna.”

Sæborgin. Úlfhildur Dagsdóttir HÍ, 2011

Bókin er einungis til í prentuðu formi

“Sæborgin er aðgengilegt fræðirit sem er meðal annars ætlað að kynna erlenda umræðu um líftækni fyrir íslenskum lesendum. Bókin skiptist í þrjá hluta, “Skáldskap”, “Fræði” og “Ísland” og greinast þeir í styttri kafla. Ritið er fyrst og fremst hugsað sem inngangur og yfirlit auk þess að gefa innsýn í stöðu íslenskrar umræðu um líftækni í alþjóðlegu samhengi. Markmiðið er ennfremur að kanna hvernig þekking getur búið í ólíkum tegundum skáldskapar ekki síður en fræðum. Tengsl tækni og menningar eru könnuð og þá sérstaklega birtingarmyndir þeirra í skáldskap. Hvaða áhrif hefur tæknin á einstakling og samfélag? Hvaða áhrif hefur tæknin á hugmyndir um mennsku? Hver er framtíð mannkyns í tæknivæddu samfélagi?”

The economic impact of public cultural expenditures on creative industries under increasing globalization. Ágúst Einarsson, Háskólinn á Bifröst 2008

bjss.bifrost.is/index.php/bjss/article/viewFile/18/41

“Í greininni er fjallað um stjórnvöld innan menningargeirans. Opinber útgjöld til menningarmála eru ákveðin í fjárlögum ríkisvaldsins og í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga. Það eru að verulegu leyti stjórnmálamenn sem ákveða forgang í opinberum útgjöldum til menningarmála. Til að meta forgangsröðun stjórnmálamanna er skoðuð hlutdeild útgjalda til einstakra málaflokka af heildarútgjöldum. Ein niðurstaða greinarinnar er að það er tölfræðilega marktækt samband milli hlutdeildar af opinberum útgjöldum og íbúafjölda einstakra landa. Fjallað er um menningaratburði sem alþjóðleg almannagæði og um mikilvægi opinberra stjórnvalda.”

Varnarmál og iðnaður

Evrópska varnarmálastofnunin (EDA) og iðnaðarsamstarf á sviði varnarmála: Áhrif á og möguleikar fyrir Ísland. Rannsókn Alyson JK Bailes og Jón Ágústs Guðmundssonar. Alþjóðamálastofnun og Rannsóknasetri um smáríki 2009

stofnanir.hi.is/ams/sites/files/ams/EDA%20Report.pdf
Samkvæmt höfundum þessarar skýrslu er Evrópska varnarmálastofnunin eina stofnunin sem gerir raunverulega tilraun til að stjórna og hagræða þróun iðnaðar á sviði varnarmála í Evrópu. Skýrslan útskýrir hlutverk EDA og leitast við að svara því hvort starfsemi stofnunarinnar geti átt við fyrir Ísland, sem þrátt fyrir að vera smáríki án hers gæti uppfyllt ýmis hlutverk og stutt við evrópsk öryggisverkefni. Ýmis konar möguleikar eru greindir, bæði fyrir opinber samskipti Íslands við EDA, og fyrir íslenska framleiðendur hvað varðar tækifæri á evrópska markaðnum.

Heilbrigðistækni

Emerging mHealth: Paths for Growth, PwC 2012

www.pwc.com/en_GX/gx/healthcare/mhealth/assets/pwc-emerging-mhealth-full.pdf
Skýrsla um tækifærin í heilbrigðistækni með notkun upplýsingatækni og fjarskipta.

Technology Outlook 2020 Healthcare. Det Norske Veritas (DNV), 2012 (rafbók)

http://issuu.com/dnv.com/docs/technology_outlook_2020_health

“Healthcare is facing serious challenges in many countries as it needs to improve and demonstrate quality and safety while being faced with ever increasing expectations of the general public in a climate where investment is limited. We firmly believe that technology is a key part of the solution to meet many of the challenges and believe that the best way to be prepared for the future is to have a broad view over which technologies may be available.”

Trading myths: Addressing misconceptions about trade, jobs, and competitiveness. Kackinsey 2012

http://www.mckinsey.com/Insights/MGI/Research/Productivity_Competitiveness_and_Growth/Six_myths_about_trade

Reality: The trade balance of mature economies has remained largely stable in the aggregate and even begun to improve. There are wide variations between individual countries, but no evidence supports claims of a wholesale deterioration of the trade balance between the mature and emerging economies over the past decade.

Upplýsingatækni

Internet matters: The Net's sweeping impact on growth, jobs, and prosperity. KcKinsey 2012

www.mckinsey.com/Insights/MGI/Research/Technology_and_Innovation/Internet_matters

“New McKinsey research into the Internet economies of the G-8 nations as well as Brazil, China, India, South Korea, and Sweden finds that the web accounts for a significant and growing portion of global GDP. Indeed, if measured as a sector, Internet-related consumption and expenditure is now bigger than agriculture or energy. On average, the Internet contributes 3.4 percent to GDP in the 13 countries covered by the research—an amount the size of Spain or Canada in terms of GDP, and growing at a faster rate than that of Brazil.”

Big data: The next frontier for innovation, competition, and productivity. KcKinsey 2012

www.mckinsey.com/Insights/MGI/Research/Technology_and_Innovation/Big_data_The_next_frontier_for_innovation

“MGI studied big data in five domains—healthcare in the United States, the public sector in Europe, retail in the United States, and manufacturing and personal-location data globally. Big data can generate value in each. For example, a retailer using big data to the full could increase its operating margin by more than 60 percent. Harnessing big data in the public sector has enormous potential, too. If US healthcare were to use big data creatively and effectively to drive efficiency and quality, the sector could create more than $300 billion in value every year.”

The great transformer: The impact of the Internet on economic growth and prosperity. KcKinsey 2011

www.mckinsey.com/Insights/MGI/Research/Technology_and_Innovation/The_great_transformer

“The Internet is changing the way we work, socialize, create and share information, and organize the flow of people, ideas, and things around the globe. Yet the magnitude of this transformation is still underappreciated. The Internet accounted for 21 percent of the GDP growth in mature economies over the past 5 years. In that time, we went from a few thousand students accessing Facebook to more than 800 million users around the world, including many leading firms, who regularly update their pages and share content. While large enterprises and national economies have reaped major benefits from this technological revolution, individual consumers and small, upstart entrepreneurs have been some of the greatest beneficiaries from the Internet's empowering influence. If Internet were a sector, it would have a greater weight in GDP than agriculture or utilities.”

Information Technology – Trends, Challenges, and Opportunities in the Maritime and Energy Industries. Det Norske Veritas (DNV), 2009

www.dnv.com/binaries/IPT_E%26M_TO_2008_small_tcm4-361770.pdf

“With this document, DNV Research & Innovation provides an overview of important current and future trends in IT, together with examples of industrial applications in the maritime and energy sectors.”

Vinnumarkaður – þróun vinnuafls

Help wanted: The future of work in advanced economies. McKinsey, 2012

www.mckinsey.com/Insights/MGI/Research/Labor_Markets/Future_of_work_in_advanced_economies

“Some 40 million workers across advanced economies are unemployed. With many nations still facing weak demand—and the risk of renewed recession—hiring has been restrained. Yet there are also long-range forces at play that will make it more difficult for advanced economies to return to pre-recession levels of employment in the years to come. As a result, we see that the current disequilibrium in many national labor markets will not be solved solely with measures that worked well in decades past. To help develop appropriate new responses, MGI examines five trends that are influencing employment levels and shaping how work is done and jobs are created.”

Þróun atvinnugreina og atvinnustefna stjórnvalda

How to compete and grow: A sector guide to policy. McKinsey 2012

www.mckinsey.com/Insights/MGI/Research/Productivity_Competitiveness_and_Growth/How_to_compete_and_grow

“MGI's analysis offers policymakers a pragmatic guide to help them make the right decisions and trade-offs, drawing on a bottom-up, sector-based approach. The research is based not only on McKinsey's industry expertise but on nearly two decades of MGI sector-level analysis in more than 20 countries and 28 industrial sectors. In the latest research, MGI studied competitiveness and growth in six industries (retail, software and IT services, tourism, semiconductors, automotive, and steel) across eight or more countries in each case, including both emerging and high-income economies. The lessons that emerge from our case studies are applicable to other sectors, both existing and emerging, and across countries at different income levels.”

Hugsum smátt – Lítil og meðalstór fyrirtæki, Viðskiptaráð 2009

www.vi.is/files/SMEweb_1749858511.pdf

“Skýrslunni er skipt í tvo meginhluta. Í þeim fyrri er að finna tölfræðilegt yfirlit og stutta umfjöllun um þjóðhagslegt vægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku efnahagslífi. Í seinni hlutanum er stiklað á stóru um þætti í rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi.”

Efnahagsmál og viðskipti

Framtíðarskipan fjármálakerfisins: Skýrsla efnahags- og viðskiptaráðherra til Alþingis, mars 2012

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Acrobat/Framtidarskipan-fjarmalakerfisins.pdf

Skýrsla um þróun efnahagsmála – Iceland pre-accession economic programme 2012

/media/atvinnuvegaraduneyti-media/media/Acrobat/Pre-AccessionEconomicProgramme2012_FINAL.pdf

Ríkisbúskapurinn 2012-2015 – Skýrsla um áætlun í ríkisfjármálum. Fjármálaráðuneytið 2011

/media/fjarmalaraduneyti-media/media/utgafa/Rikisbuskapurinn_2012_2015.pdf

“Í þessari skýrslu er fjallað um stefnu og horfur í ríkisfjármálum á komandi fjárlagaári auk umfjöllunar um áætlun um ríkisfjármálin til fjögurra ára, svokallaða langtímaáætlun. Fjármálaráðherra lagði áður fram skýrslu um stefnumörkun í ríkisfjármálum fyrir árin 2009–2013 í júní árið 2009. Hér kemur nú fram heildarendurskoðun á þeirri áætlun þar sem markmið hafa verið aðlöguð með hliðsjón af framgangi ríkisfjármálanna undanfarin tvö ár og breyttum efnahagshorfum.”

Endurreisn fyrirtækja – aflaklær eða uppvakningar – Samkeppniseftirlitið 2012

www.samkeppni.is/media/skyrslur-2012/Skyrsla_3_2012_Endurreisn_fyrirtaekja_Aflaklaer_eda_uppvakningar.pdf

Skýrslan er framhald af fyrri skýrslu eftirlitsins nr. 2/2011, Samkeppnin eftir hrun, þar sem birtar voru niðurstöður rannsóknar á stöðu 120 fyrirtækja á mikilvægum samkeppnismörkuðum. Meginniðurstaða skýrslunnar er að mjög hefur dregið úr yfirráðum bankanna á fyrirtækjum, en mikil skuldsetning fyrirtækja er áhyggjuefni. Á það bæði við um fyrirtæki sem gengið hafa í gegnum endurskipulagningu og þau sem eiga henni ólokið.

Áhrif fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar: Umfang kreppunnar og afkoma ólíkra tekjuhópa. Skýrsla eftir Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson, 2012

thjodmalastofnun.hi.is/sites/default/files/skrar/skyrsla_i-umfang_kreppunnar_og-afkoma_olikra_tekjuhopa–lokautgafa.pdf

“Þetta er fyrri skýrslan af tveimur sem unnin er á Þjóðmálastofnun HÍ fyrir velferðarráðuneytið og fjallar um áhrif hrunsins á lífskjör þjóðarinnar, með samanburði við aðrar vestrænar þjóðir. Þessi skýrsla fjallar um einkenni og umfang hrunsins, tekjuskiptingu og megináhrif kreppunnar á ólíka tekjuhópa.“

Gagnabankar um viðskipti og útflutning í gegnum Íslandsstofu

www.islandsstofa.is/utflutningsadstod/upplysingar/gagnabankar/

Peningastefnan eftir höft. Seðlabankinn 2010

sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8493

“Meginviðfangsefni þessarar skýrslu er að gera grein fyrir helstu sjónarmiðum er koma til álita þegar tekin er ákvörðun um fyrirkomulag gengis- og peningamála á Íslandi eftir að efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lýkur og gjaldeyrishöft hafa verið afnumin.”

Survey of market expectations. Seðlabankinn 2012

sedlabanki.is/?PageID=1227

“The Central Bank of Iceland began conducting quarterly surveys of market agents' expectations at the beginning of this year concerning a variety of economic variables such as inflation and interest rates. The survey is modelled on comparable surveys carried out by central banks around the world. During the period 7-11 May the Central Bank's second survey was carried out. A total of 35 agents in the bond market, including banks, pension funds, mutual and investment funds, securities brokers, and licensed asset management firms were invited to participate.”

Vefur Seðlabankans

sedlabanki.is
Á vef Seðlabankans er að finna mikið af skýrslum og ritum um efnahagsmál og peningamál.

Financial crises in Iceland and Ireland: Does EU and Euro membership matter? Alþjóðamálastofnun HÍ, 2011

stofnanir.hi.is/ams/sites/files/ams/Iceland-Ireland-Report%20final%20version_Kirby_Baldur.pdf
Í skýrslunni er fjallað um stöðu Írlands og Íslands í efnahagskreppunni. Löndin tvö eru borin saman með hliðsjón af því að Írland er aðili að Evrópusambandinu með Evru sem gjaldmiðil en Ísland er utan sambandsins með eigin gjaldmiðil. Greint er hvaða áhrif þetta hefur haft á umfang efnahagskreppunnar í löndunum og getu ríkjanna til að bregðast við afleiðingum hennar.

Fjármálaþjónusta á krossgötum. Samkeppniseftirlitið 2013

www.samkeppni.is/utgafa/frettir/nr/2090

„Í skýrslunni eru reifuð sjónarmið Samkeppniseftirlitsins um fjármálamarkaðinn og verkefni eftirlitsins á því sviði. Í skýrslunni er sjónum beint að þrennu: Í fyrsta lagi er fjallað um stærð og umgjörð banka og fyrirtækja síðastliðinn aldarfjórðung, samþjöppun, rekstrarkostnað, samruna og samstarf. Í öðru lagi er gerð grein fyrir samkeppnisaðhaldi, þ.e. möguleikum bæði minni og óstofnaðra fjármálafyrirtækja til að keppa við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Í þriðja lagi er fjallað sérstaklega um verðbréfaþjónustu og einstaka markaði hennar, svo sem fyrirtækjaráðgjöf, eignastýringu og miðlun. Í því efni er einnig hugað að aðskilnaði viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi.“

Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum. Seðlabanki Íslands, 2012

www.sedlabanki.is/utgafa-og-raedur/rit-og-skyrslur/serrit/serrit-7/

„… fjallað ítarlega um  ýmsa þætti sem þarf að hafa í huga  þegar lagt er  mat á heppilegasta  fyrirkomulag  þessara  mála á Íslandi. Þótt megináherslan sé á að skoða kosti og galla þess að leggja af krónuna og taka upp evru með aðild að EMU, spannar umfjöllunin einnig kosti og galla aðildar að öðrum myntsvæðum, upptöku annars gjaldmiðils auk  annars konar gengistenginga. Í  ritinu er einnig fjallað um reynslu Íslendinga af núverandi fyrirkomulagi peninga- og gengismála og hún borin saman við  reynslu  evruríkja eftir aðild, í aðdraganda fjármálakreppunnar og í kjölfar hennar. Að síðustu fjallar  ritið um stofnanauppbyggingu  evrusvæðisins  og  þá stofnanaþætti sem þyrfti að breyta hér gerðist Ísland aðili að myntbandalaginu.“

Viðskiptaþing 2013, 13 tillögur að aukinni hagkvæmni. Hugmyndahandbók. Viðskiptaráð Íslands, 2013

www.vi.is/files/2013.02.11-VTH-skyrsla-net_293751509.pdf

“Hugmyndahandbók Viðskiptaráðs, sem gefin var út á Viðskiptaþingi 2013, hefur að geyma 13 tillögur að aukinni hagkvæmni. Farið er ofan í þrjár megin greinar atvinnulífsins þ.e. auðlindatengda starfsemi, alþjóðlega starfsemi og innlenda þjónustu. Lagðar eru fram hugmyndir, sem m.a. byggja á nýlegri skýrslu McKinsey & Company, fyrir hverja grein um hvernig megi nýta framleiðsluþættina betur með aukinni hagkvæmni og ýta þannig undir aukna framleiðni sem aftur styður við hagvöxt.”

 

Samfélag og lífsgæði

Iceland's 2020 Goals Compared to EU's 2020 Goals, Rannsóknarritgerð nr. 1:2011, eftir Stefán Ólafsson, 2011

thjodmalastofnun.hi.is/sites/default/files/skrar/icelands_challenges_2011.pdf

„This paper surveys Iceland's challenges, in the short-term and more so the longer-term towards 2020, in the context of EU's 2020 reform program. We also approach the task from the framework of EU's Annual Growth Survey and the Joint Assessment Framework. Iceland is shown to share many of the EU2020 goals and some of the benchmarking indicators. Despite the present crisis Iceland is today ahead of some of the EU2020 social inclusion goals, especially as regards employment and poverty reduction. Still there are other goals where Iceland is lacking behind, the most decisive example being the high dropout rate of students from secondary education.”

Mikilvægi velferðarríkisins. Er velferðarríkið að drepa okkur? (glærur) Stefán Ólafsson, 2010

thjodmalastofnun.hi.is/sites/default/files/skrar/mikilvaegi.pdf
Glærur frá erindi sem Stefán flutti á aðalfundi BSRB 2010. Áhugaverðar tölur og myndir um þróun velferðarkerfisins, lífeyriskerfisins, skattbyrði tekjuhópa o.fl.

Af eldra fólki í lífi og starfi. Bernharður Guðmundsson 2010

www.frae.is/files/G%C3%A1tt%202009_BG_033-039_1177194750.pdf
Grein um heilsufar, búsetu, atvinnuþátttöku aldraðra og auknar lífslíkur Íslendinga.

Þjónusta sveitarfélaga við börn og barnafjölskyldur. Velferðarvaktin 2009

/media/velferdarraduneyti-media/media/utgafa2010/29102010_Skyrsla_um_thjonustu_sveitarfelaga.pdf
Verkefni þetta er unnið á vegum velferðarvaktarinnar sem var skipuð af félags‐ og tryggingamálaráðherra í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar í byrjun árs 2009. Verkefni velferðarvaktarinnar er að fylgjast markvisst með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum efnahagsástandsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga með það fyrir augum að leggja til aðgerðir í þágu heimilanna.

Skipulag heilbrigðisþjónustu og ráðstöfun fjármuna. Ráðgjafahópur velferðarráðherra 2011

/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2011/28102011_Skipulag_heilb_Radgjafahopur_velradherra.pdf

„Til grundvallar vinnu hópsins liggja fjölmargar skýrslur, upplýsingar og niðurstöður verkefna sem unnin hafa verið að undanförnu fyrir ráðuneytið og má þar nefna „Heildarskipulag sérfræðiþjónustu lækna“, „Áfangar í eflingu heilsugæslunnar“, „Heilsuvakt á höfuðborgarsvæðinu“ og fleiri birtar og óbirtar greinagerðir og skýrslur. Rágjafahópnum til sérstaks fulltyngis óskaði velferðarráðuneytið eftir aðstoð eins fremsta ráðgjafafyrirtækis heims, Boston Consulting Group (BCG), til að greina skipulag og stöðu heilbrigðiskerfisins og hvernig fjármunum er nú ráðstafað. Að verkinu komu ráðgjafar frá útibúi BCG í Stokkhólmi sem hafa meðal annars unnið sambærileg verkefni á öðrum Norðurlöndum. Verkefnið var stutt af Michael Porter, prófessor í stefnumótun frá Harvard-háskóla. Ráðgjafarnir unnu að greiningunni í fimm vikur og unnu náið bæði með ráðgjafahópi ráðherra og sérstökum greiningarhópi verkefnisins. Einnig heimsóttu þeir nokkrar af stofnunum heilbrigðisþjónustunnar og ræddu við ýmsa aðila innan kerfisins.”

Áhrif fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar: Umfang kreppunnar og afkoma ólíkra tekjuhópa. Skýrsla eftir Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson, 2012

/media/velferdarraduneyti-media/media/rit-og-skyrslur2012/Skyrsla_I-Umfang_kreppunnar_og-afkoma_olikra_tekjuhopa--Lokautgafa.pdf
Þessi skýrsla fjallar um einkenni og umfang hrunsins, tekjuskiptingu og megináhrif kreppunnar á ólíka tekjuhópa

Health Care System reform and short term savings opportunities Iceland Health Care System project. The Boston Consulting Group, 2011

/media/velferdarraduneyti-media/media/ritogskyrslur2011/IIceland_HCS-Final_report-short_version.pdf

“Iceland has very good quality of care results compared to other European countries especially in areas such as AMI, stroke and breast cancer but dental and diabetes care stands out as exceptions. Access to specialist care is good although access to GPs is viewed as a concern. Overall Iceland spends 9.3% of GDP on health care which is average compared to other European countries but the financial crisis has strained the budged. The current plan is to increase the budget by 0.3 BISK 2012. This increase is the result of reallocation of funding consisting of a 2.5 BISK increase (in private specialist care, drug spend and care for patients treated abroad) and a cut of cost by 2.2 MISK in other areas (primarily public hospital care).”

Árangur heilbrigðisáætlunar til 2010 – lokaskýrsla. Velferðarráðuneytið 2011

/media/velferdarraduneyti-media/media/ritogskyrslur2011/Arangur-heilbrigdisaaetlunar-Lokaskyrsla_2001-2010_03_05.pdf

„Heilbrigðisáætlunin til ársins 2010 grundvallaðist á heilbrigðisyfirlýsingu alþjóða-heilbrigðisþingsins vorið 1998, Evrópuáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Heilsu 21 (e. Health21) og annarri veigamikilli stefnumótun stofnunarinnar. Sömuleiðis var stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda á fjölmörgum sviðum heilbrigðis-mála fléttuð inn í áætlunina. Með samþykkt heilbrigðisáætlunarinnar markaði Alþingi þá stefnu að hún skyldi lögð til grundvallar ákvörðunum varðandi stefnumörkun og skipulagningu heilbrigðismála til lengri tíma.”

Lækningar yfir landamæri. Velferðarráðuneytið 2011

/media/velferdarraduneyti-media/media/ritogskyrslur2011/Laekningar_yfir_landamaeri.pdf

„Heilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa þegar hafið innreið sína á alþjóðlegan heilbrigðismarkað þó í litlum mæli sé. Nokkrir tugir sjúklinga frá Grænlandi og Færeyjum njóta þjónustu Landspítalans á ári hverju. Innan við 10% af viðskiptavinum augnlæknastöðvanna LaserSjónar og Sjónlags koma erlendis frá. Rúmlega tuttugu erlend pör gengust undir aðgerð hjá ART Medica á árinu 2010 og sjúkratryggingar í Danmörku og Færeyjum greiða fyrir psoriasismeðferð 35-40 þarlendra sjúklinga í Bláa Lóninu á ári. Stærri áform eru í undirbúningi eða komin á framkvæmdastig og beinast þau aðallega að því að bjóða erlendum borgurum upp á tiltekna heilbrigðisþjónustu. Unnið er að því að koma á laggirnar einkasjúkrahúsum sem ætla að bjóða útlendingum upp á liðskiptaaðgerðir, offituaðgerðir og e.t.v. fleiri tegundir aðgerða. Þetta eru Lava Clinic í gamla hersjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli og PrimaCare ehf. sem á heimilisfesti í Mosfellsbæ. Í Reykjavík hefur tannlæknastofan Nordic Smile hafið starfsemi sína. Bandarískir ráðgjafar telja að íslensk heilbrigðisþjónusta eigi helst möguleika á því að hasla sér völl á sviði hjartalækninga og bæklunarlækninga. Ein meginforsenda þess er að sú þjónusta verði byggð á grunni þeirrar starfsemi sem þegar er fyrir í landinu og hefur náð góðum árangri í alþjóðlegum samanburði.”

Húsnæðisstefna – skýrsla starfshóps um húsnæðisstefnu. Velferðarráðuneytið 2011

/media/velferdarraduneyti-media/media/frettir2011/19042011_Skyrsla_samradshops_um_husnaedisstefnu.pdf

“Í inngangi er fjallað um uppbyggingu skýrslunnar, gefið stutt sögulegt yfirlit um húsnæðismál á Íslandi, fjallað um vegvísi Evrópuráðsins um húsnæðisöryggi og skýrslu OECD um húsnæðis- og efnahagsstefnu. Í öðrum kafla skýrslunnar eru markmið húsnæðisstefnu sett fram. Í köflunum þar á eftir eru kynntar aðgerðir sem eru mikilvægar til að ná markmiðum húsnæðisstefnunnar. Skilgreint er hvaða aðilar bera ábyrgð á að unnið verði í samræmi við húsnæðisstefnuna og sett er fram tímasett aðgerðaáætlun. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er yfirlit yfir þær aðgerðir sem lagt er til að ráðist verði í. Sérstaklega er fjallað um þær tillögur um aðgerðir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og um ólíkt hlutverk ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að því að ná markmiðum húsnæðisstefnunnar.”

Áætlun í jafnréttismálum 2011-2014. Alþingi, 2011

www.althingi.is/altext/139/s/1480.html
Þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum.

Skýrsla um samfélagsábyrgð. Landsvirkjun 2009

www.landsvirkjun.is/media/um-landsvirkjun/Samfelagsabyrgd7.pdf

“Skýrsla þessi er hin fyrsta sem gefin er út um samfélagsábyrgð Landsvirkjunar og er ætlað að lýsa hvernig fyrirtækið hefur starfað með tilliti til samfélagsábyrgðar, greina þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið og vísa veginn til betri árangurs í framtíðinni. Skýrslan er unnin á grundvelli draga að alþjóðlegum staðli fyrir samfélagsábyrgð fyrirtækja, ISO 26000.”

Stefna, framtíðarsýn og aðgerðaráætlun. Lýðheilsustöð 2006

www2.lydheilsustod.is/media/lydheilsa/Adgerdaraatlunin.pdf

„Lýðheilsustöð var stofnuð árið 2003 samkvæmt lögum nr. 18/2003 og frá þeim tíma hefur verið unnið að stefnu og framtíðarsýn með aðgerðaáætlun. Hér birtist samantekt á þeirri vinnu. Í skjali þessu eru fyrst rakin nokkur hugtök tengd lýðheilsu auk þess sem fjallað er stuttlega um heilbrigði Íslendinga og áhrifaþætti heilsu. Þá er greint frá hlutverki Lýðheilsustöðvar, stefnu, framtíðarsýn og uppbyggingu stefnumiðaðs árangursmats sem unnið hefur verið á Lýðheilsustöð. Loks er farið yfir markmið og leiðir lýðheilsustarfs sem byggist á hinu stefnumiðaða árangursmati. Markmiðasetningin snýr að innra starfi en þó ekki síður ytra starfi og hugsanlegum ávinningi af forvarna- og heilsueflingarstarfi fyrir þjóðina.”

Vefur Embættis Landlæknis

www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/
Lýðheilsustöð var sameinuð Landlæknisembættinu 1. maí 2011. Á vef embættisins má finna margar skýrslur og greinar um lýðheilsu, forvarnir og lífshætti þjóðarinnar.

Vefur Jafnréttisstofu

http://www.jafnretti.is/jafnretti/?D10cID=Page3&ID=16
Á vef Jafnréttisstofu eru til fjölmargar skýrslur um jafnréttismál, sem tengjast m.a. vinnumarkaði, stjórnmálum, fjölskyldumálum og kynbundnu ofbeldi.

Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum. Menntamálaráðuneytið 2011

/media/menntamalaraduneyti-media/media/MRN-pdf/Stefnumotun_mrn_ithrottir_low.pdf

“Stefna ríkisins í íþróttamálum kemur fram m.a. í íþróttalögum, framlögum á fjárlögum til íþróttamála og áherslum mennta- og menningarmálaráðherra hverju sinni. Stefna í íþróttamálum er sameiginleg stefnumótun þeirra aðila sem bera ábyrgð á málaflokknum sem eru ríkið, sveitarfélögin og íþróttahreyfingin. Stefna ríkisins í íþróttamálum byggist á því grundvallarsjónarmiði að almennt íþróttastarf á Íslandi skuli skipulagt af frjálsum félagasamtökum. Stór hluti landsmanna tekur þátt í þessu starfi á einn eða annan hátt. Hún tekur jafnframt á öllum helstu þáttum íþrótta í félagastarfi og hvernig opinberir aðilar og atvinnulíf geti stutt við það starf. Þá er lögð sérstök áhersla á að auka hreyfingu barna og unglinga á öllum skólastigum.”

Lífskjör á Norðurlöndum. Alþýðusamband Íslands, febrúar 2013

asi.is/Portaldata/1/Resources/utgafa/Lifskjor-LokaLoka.pdf

“Í nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ þar sem borin eru saman lífskjör á Norðurlöndunum kemur fram að breytingar á skattkerfinu hér á landi og auknar tilfærslur hafa orðið til þess að hlífa þeim tekjulægstu á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Aftur á móti hefur staða hjóna og sambýlisfólks með börn versnað miðað við samanburðarlöndin frá 2006.“

 

Áhættuþættir og öryggi

Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland – hnattrænir, samfélagslegir og hernaðarlegir þættir. Utanríkisráðuneytið 2009:

/media/utanrikisraduneyti-media/media/Skyrslur/Skyrsla_um_ahattumat_fyrir_Island_a.pdf

“Skilningur á öryggi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum tveimur áratugum. Í stað þess að miðast eingöngu við ríkisvaldið, hervarnir eða ógnir frá ríkjum eða ríkjabandalögum, eins og í kalda stríðinu, hefur öryggishugtakið verið víkkað út með það fyrir augum að ná yfir „nýjar ógnir“ (new threats), þ.e. hnattræna (global) eða þverþjóðlega (transnational), samfélagslega og mannlega áhættuþætti (risks), eins og skipulagða glæpastarfsemi, hryðjuverk, efnahagskreppu, ólöglega fólksflutninga, mansal, matvælaöryggi, náttúruhamfarir, farsóttir, umhverfisslys og fjarskipta-, net- og orkuöryggi. Hefðbundin mörk milli innra og ytra öryggis ríkja hafa þannig orðið æ óljósari, enda ókleift að meta þverþjóðlegar hættur og bregðast við þeim með slíkri aðgreiningu. Loks hefur hugtakið mannöryggi (human security) rutt sér til rúms. Það vísar til öryggis einstaklinga fremur en ríkja, en deilt er um hvort það eigi einungis að ná yfir ofbeldi af pólitískum toga eða einnig að taka til efnahagslegra og félagslegra þátta.”

 Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis 2012

www.althingi.is/altext/140/s/pdf/1229.pdf
Skýrslan tekur á áherslum Íslands í málaflokkum eins og Norðurslóðum, ESB, EES, þróunarmálum, öryggis- og varnarmálum, mannréttindamálum o.fl.

Through European Eyes, An Anthology of Speeches by Alyson J.K. Bailes, Háskóli Íslands, 2009:

stofnanir.hi.is/ams/sites/files/ams/THROUGH%20EUROPEAN%20EYES_inside.pdf

“Bókin inniheldur samantekt á nýlegum ræðum Alyson Bailes, heimsþekkts fræðimanns á sviði öryggismála og núverandi gestakennara við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um alþjóðleg, evrópsk og norræn öryggismál. Í bókinni er einnig að finna valdar greinar eftir unga fræðimenn sem Alyson hefur unnið með.”

Afbrotatölfræði 2010. Ríkislögreglustjóri 2011

www.logreglan.is/upload/files/AFBROTAT%D6LFR2010_ENDANLEG.pdf__.pdf
Tölur um afbrot og þróun glæpa á Íslandi undanfarin ár.

Ísland friðsælasta land í heimi – Fréttablaðið um útkomna skýrslu, 2012:

www.visionofhumanity.org/globalpeaceindex/2012-gpi-findings/

 

“Ísland er friðsælasta land í heimi samkvæmt nýjum lista sem Global Peace Index birti í dag. Samkvæmt úttektinni eru Norðurlöndin friðsælli flest þau 158 sem úttektin tekur til. Fast á hæla Íslands fylgir Danmörk í öðru sæti listan, Finnland varð í níunda sæti, Svíþjóð í fjórtánda og Noregur í átjánda sæti. Aðrar helstu niðurstöður GPI er að heimurinn er orðinn örlítið friðsælli í ár en hann var árið áður.”

Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland – hnattrænir, samfélagslegir og hernaðarlegir þættir. Utanríkisráðuneytið 2009

/media/utanrikisraduneyti-media/media/Skyrslur/Skyrsla_um_ahattumat_fyrir_Island_a.pdf

“Skilningur á öryggi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum tveimur áratugum. Í stað þess að miðast eingöngu við ríkisvaldið, hervarnir eða ógnir frá ríkjum eða ríkjabandalögum, eins og í kalda stríðinu, hefur öryggishugtakið verið víkkað út með það fyrir augum að ná yfir „nýjar ógnir“ (new threats), þ.e. hnattræna (global) eða þverþjóðlega (transnational), samfélagslega og mannlega áhættuþætti (risks), eins og skipulagða glæpastarfsemi, hryðjuverk, efnahagskreppu, ólöglega fólksflutninga, mansal, matvælaöryggi, náttúruhamfarir, farsóttir, umhverfisslys og fjarskipta-, net- og orkuöryggi. Hefðbundin mörk milli innra og ytra öryggis ríkja hafa þannig orðið æ óljósari, enda ókleift að meta þverþjóðlegar hættur og bregðast við þeim með slíkri aðgreiningu. Loks hefur hugtakið mannöryggi (human security) rutt sér til rúms. Það vísar til öryggis einstaklinga fremur en ríkja, en deilt er um hvort það eigi einungis að ná yfir ofbeldi af pólitískum toga eða einnig að taka til efnahagslegra og félagslegra þátta.”

 Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis 2012

www.althingi.is/altext/140/s/pdf/1229.pdf
Skýrslan tekur á áherslum Íslands í málaflokkum eins og Norðurslóðum, ESB, EES, þróunarmálum, öryggis- og varnarmálum, mannréttindamálum o.fl.

Through European Eyes, An Anthology of Speeches by Alyson J.K. Bailes, Háskóli Íslands, 2009:

stofnanir.hi.is/ams/sites/files/ams/THROUGH%20EUROPEAN%20EYES_inside.pdf

“Bókin inniheldur samantekt á nýlegum ræðum Alyson Bailes, heimsþekkts fræðimanns á sviði öryggismála og núverandi gestakennara við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um alþjóðleg, evrópsk og norræn öryggismál. Í bókinni er einnig að finna valdar greinar eftir unga fræðimenn sem Alyson hefur unnið með.”

Afbrotatölfræði 2010. Ríkislögreglustjóri 2011

http://www.logreglan.is/upload/files/AFBROTAT%D6LFR2010_ENDANLEG.pdf__.pdf
Tölur um afbrot og þróun glæpa á Íslandi undanfarin ár.

Ísland friðsælasta land í heimi – Fréttablaðið um útkomna skýrslu, 2012

www.visionofhumanity.org/globalpeaceindex/2012-gpi-findings/

“Ísland er friðsælasta land í heimi samkvæmt nýjum lista sem Global Peace Index birti í dag. Samkvæmt úttektinni eru Norðurlöndin friðsælli flest þau 158 sem úttektin tekur til. Fast á hæla Íslands fylgir Danmörk í öðru sæti listan, Finnland varð í níunda sæti, Svíþjóð í fjórtánda og Noregur í átjánda sæti. Aðrar helstu niðurstöður GPI er að heimurinn er orðinn örlítið friðsælli í ár en hann var árið áður.”

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn