Hoppa yfir valmynd

Saga innleiðingar

Verkefnisstjórn um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð var skipuð árið 2009. Þá sátu í henni fulltrúar frá velferðarráðuneytinu, Jafnréttisstofu og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum ásamt sérfræðingi Stjórnarráðsins í jafnréttismálum. Með skipan verkefnisstjórnarinnar var í fyrsta sinn gerð tilraun til að innleiða kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð í heildstæðri mynd hér á landi.

Áður hafði Ísland unnið eitt verkefni á sviði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar sem hluta af norrænu samstarfi. Það var á árunum 2005–2006. Ekki varð framhald á því verkefni en málið tekið upp að nýju árið 2009.
Vorið 2010 hófst vinna við tilraunaverkefni í öllum ráðuneytum og samhliða því var ráðinn verkefnisstjóri til að halda utan um þá vinnu. Niðurstöður verkefnanna, eða áfangaskýrslur, voru kynntar í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012.

Í apríl árið 2011 samþykkti ríkisstjórnin þriggja ára áætlun verkefnisstjórnar um áframhaldandi innleiðingu. Í áætluninni er kveðið á um fjölmargar leiðir til að festa kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð í sessi á næstu misserum. Í kjölfarið unnu öll ráðuneyti með einn meginmálaflokk samkvæmt aðferðum kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar og tók sú vinna þrjú ár. Árlega voru birtar skýrslur um framvindu verkefnanna og niðurstöður þeirra voru kynntar í fjárlagafrumvarpinu 2015.

Kynjuð fjárlagagerð var lögfest hér á landi með lögum nr. 123/2015 um opinber fjármál og er í dag unnið eftir ákvæðum laganna og fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð sem samþykkt var árið 2015. Megináherslan er á samþættingu við umhverfi opinberra fjármála, verkefnavinnu, greiningu málefnasviða og málaflokka og samstarf.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira