Hoppa yfir valmynd

Staða innleiðingar

Með lögum um opinber fjármál sem tóku gildi árið 2016 hefur kynjuð fjárlagagerð verið lögfest á Íslandi. Í 18. gr. laganna er kveðið á um að ráðherra fjármála, í samráði við ráðherra jafnréttismála, hafi forystu um að gerð sé áætlun um kynjaða fjárlagagerð sem höfð skuli til hliðsjónar við gerð frumvarps til fjárlaga. Jafnframt skuli gerð grein fyrir áhrifum frumvarpsins á markmið um jafna stöðu karla og kvenna.

Í samræmi við fyrrgreint ákvæði laga um opinber fjármál hefur verið mótuð fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð 2019-2023. Meginmarkmiðið með áætluninni er að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við gerð fjármálaáætlunar og fjárlaga. Lögð er áhersla á að vinna með þau kynjaáhrif sem þegar hefur verið varpað ljósi á og dýpka samhliða greiningar til þess að ná fram gleggri mynd af stöðu mála innan málefnasviða og málaflokka ríkisins. Til að vinna að meginmarkmiði áætlunarinnar er m.a. lögð áhersla á kyngreind tölfræðigögn, greiningu á málefnasviðum og málaflokkum, samstarf, kynningu og fræðslu. Verkefnisstjórn um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð fylgir áætluninni eftir undir forystu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Útgjöld ríkissjóðs eru flokkuð eftir málefnasviðum og svo málaflokkum. Málefnasviðin eru 35 talsins og málaflokkarnir ríflega hundrað. Mikilvægt er að greina stöðu kynjanna og jaðarsettra hópa á ólíkum málefnasviðum og málaflokkum. Greining á stöðunni á flestum málefnasviðum birtist í grunnskýrslu kynjaðrar fjárlagagerðar. Skýrslunni er þannig ætlað að varpa ljósi á þær áskoranir sem til staðar eru í jafnréttismálum og ávarpa má með markmiðssetningu í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi.


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira