Hoppa yfir valmynd

Verkefnisstjórn kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar

Hlutverk verkefnisstjórnar kynjaðrar fjárlagagerðar er að fylgja eftir fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð auk þess sem hún fylgir eftir vinnu við jafnréttismat á stjórnarfrumvörpum í samstarfi við forsætisráðuneytið. Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum allra ráðuneyta og leidd af fjármála- og efnahagsráðuneyti. Fulltrúar í verkefnisstjórninni eru lykilaðilar við framkvæmd kynjaðrar fjárlagagerðar í hverju ráðuneyti.

Verkefnisstjórn skipuð 14. maí 2020 til loka ársins 2023:

 • Marta Birna Baldursdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður
 • Guðmundur V. Friðjónsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
 • Marsilía Dröfn Sigurðardóttir, dómsmálaráðuneyti
 • Jóhanna Lind Elíasdóttir, félagsmálaráðuneyti
 • Þórdís Steinsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti
 • Heiður M. Björnsdóttir, forsætisráðuneyti
 • Unnur Ágústsdóttir, heilbrigðisráðuneyti
 • Sigurlaug Ýr Gísladóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti
 • Dröfn Gunnarsdóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
 • Reynir Jónsson, umhverfis- og auðlindaráðuneyti
 • Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir, utanríkisráðuneyti

Hlutverk og skipan verkefnisstjórnarinnar hefur tekið breytingum og þróast töluvert á undanförnum árum. Verkefnisstjórn um stefnumótun og undirbúning að kynjaðri hagstjórn var fyrst skipuð árið 2009. Þá sátu í henni fulltrúar frá velferðarráðuneytinu, Jafnréttisstofu og RIKK - Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum auk fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis sem jafnframt fór með formennsku. Með skipan verkefnisstjórnarinnar var í fyrsta sinn gerð tilraun til að innleiða kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð með heildstæðum hætti hér á landi.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira