Lánshæfismat
Lánshæfi endurspeglar mat á getu lántakenda til að standa við skuldbindingar sínar að fullu og á réttum tíma. Lánshæfismat skiptir því verulegu máli á fjármálamörkuðum og hefur áhrif á þau kjör sem lántakendum bjóðast hverju sinni.
Lánshæfi ríkissjóða eru metnir út frá ýmsum þáttum ríkisfjármála og efnahagsmála s.s. skuldastöðu hins opinbera, ytri stöðu þjóðarbúsins, hagvaxtarhorfum, samsetningu hagkerfis, stjórnmálalegri áhættu ofl. Einkunnir matsfyrirtækja greinast í tvo meginflokka; fjárfestingarflokk og spákaupmennskuflokk. Fyrirtækin meta einnig horfur á breytingum á lánshæfismati samhliða einkunnagjöf og geta þær verið stöðugar, jákvæðar eða neikvæðar.
Þrjú alþjóðleg matsfyrirtæki meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands; Moody´s Investors Service, Standard & Poor´s og Fitch ratings. Matsfyrirtækin birta reglulega skýrslur og uppfærslu á lánshæfi og mati þeirra fylgir ítarlegur rökstuðningur.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið ber ábyrgð á og fer með reglubundin samskipti við matsfyrirtækin.
Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs
Moody‘s Investors Service
- Skýrsla Moody's - júlí 2020 31.07.2020
Standard og Poor's
Fitch Ratings
- Skýrsla Fitch - nóvember 202012.11.2020
- Skýrsla Fitch frá í júní 202030.06.2020
Lánsfjármál ríkissjóðs
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.