Hoppa yfir valmynd

Fjárlög

Samkvæmt stjórnarskránni má ekki greiða neitt gjald úr ríkissjóði nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Með samþykkt fjárlaga hefur Alþingi staðfest tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjaldaheimilda á komandi ári.

Fjármála- og efnahagsráðherra leggur fram á Alþingi frumvarp til fjárlaga fyrir næsta almanaksár á fyrsta fundi haustþings, jafnan annan þriðjudag í september. Í frumvarpinu er leitað heimilda til útgjalda fyrir alls 35 málefnasvið, yfir 100 málaflokka og til hvers konar skuldbindinga A-hluta ríkissjóðs. Við mótun fjárlagafrumvarps er ríkisstjórnin bundin af þeim útgjaldarömmum sem Alþingi samþykkti með fjármálaáætlun fyrir málefnasviðin 35.

Í frumvarpinu skal setja fram áætlun um tekjur A-hluta ríkissjóðs byggt á opinberum þjóðhagsspám, gildandi lögum og eftir atvikum á tengdum frumvörpum sem lögð eru fram samhliða fjárlagfrumvarpinu. Eftir því sem kostur er skal ljúka afgreiðslu slíkra frumvarpa áður en gengið er til lokaatkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Þetta er mikilvægt svo ekki leiki vafi á forsendum fjárlagafrumvarpsins.

Alþingi fjallar um fjárlagafrumvarpið við þrjár umræður. Ræðir þingið forsendur fyrir útgjöldum málefnasviða, ráðstöfun fjárheimilda til málaflokka og þær áherslur sem koma fram í frumvarpinu um starfsemi hvers málaflokks. Á sama tíma ræðir þingið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun þess. Milli umræðna fer fjárlaganefnd yfir frumvarpið.

Fjárlagafrumvarpið er jafnan afgreitt í desember.

Fjárveitingar til stofnana og verkefna eru sýndar í sérstöku fylgiriti með frumvarpinu og með fjárlögunum eftir að þau hafa verið samþykkt.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum