Skattrannsóknarstjóri
Skattrannsóknarstjóri fer með rannsóknir skattsvika og annarra skattalagbrota. Hann getur að eigin frumkvæði eða eftir kæru hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skatta.
Skattrannsóknarstjóri skal við rannsókn hafa aðgang að öllum framtölum og skýrslum í vörslu ríkisskattstjóra og getur hann krafist allra upplýsinga og gagna sem hann telur þörf á. Lögreglu er skylt að veita skattrannsóknarstjóra nauðsynlega aðstoð í þágu rannsókna.
Þegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra gefa tilefni til endurákvörðunar á sköttum skal ríkisskattstjóri annast endurákvörðunina.
Skattrannsóknarstjóri fer með rannsóknir á brotum á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga.
Skattrannsóknarstjóri tekur ákvörðun um refsimeðferð í kjölfar skattrannsóknar.
Stjórnsýsla skattamála
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.