Hoppa yfir valmynd

Tölulegar upplýsingar um tekjur ríkissjóðs

Upplýsingar um tekjur ríkissjóðs er að finna á vef Fjársýslu ríkisins sem hefur umsjón með ríkisreikningi, þar sem finna má endanlegt uppgjör ríkisfjármála hvers árs. Nýjustu upplýsingar um tekjur eru fyrir árið 2015 og þá námu heildartekjur ríkissjóðs 686,6 milljarða króna. Þar af námu skatttekjur og tryggingagjöld 622,4 milljörðum króna sem jafngildir rúmlega 90% af heildartekjum ríkissjóðs. Aðrar tekjur ríkissjóðs námu 64,2 milljörðum króna. Upplýsingar um áætlaðar tekjur ríkissjóðs er að finna á fjárlagavefnum fyrir árið 2017 og í fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022.

Hægt er að fylgjast með þróun innheimtu og frávika frá áætlun yfirstandandi árs í greiðsluafkomu ríkissjóðs sem er birt mánaðarlega.

 

Stærsti einstaki tekjustofn ríkissjóðs er virðisaukaskattur sem hefur verið að meðaltali 26% af heildartekjum ríkissjóðs síðastliðna tvo áratugi. Þar á eftir koma skattar á tekjur og hagnað einstaklinga sem hefur verið að meðaltali 19% af heildartekjum ríkissjóðs. Stærð tekjustofns segir þó ekki alla söguna. Þótt megin markmið skattlagningar sé að afla tekna fyrir ríkissjóðs þá gegna þeir einnig öðrum hlutverkum s.s. til tekjujöfnunar og/eða til að hvetja eða draga úr ákveðnum efnahagslegum ákvörðunum eða neyslu.

 

Sögulegar tölur um tekjur ríkissjóðs

Fjársýsla ríkisins annast bókhald ríkisins. Ársreikningur ríkisins (ríkisreikningur) er birtur á fyrri hluta næsta árs. Hann inniheldur sundurliðuð yfirlit um tekjur ársins og skýringar á einstökum liðum. Fjársýslan birtir einnig tölur á gagnvirkum vef, rikisreikningur.is þar sem Séryfirlit 1 inniheldur sundurliðaðar tölur um tekjur ríkisins aftur til ársins 1998. 

Hagstofa Íslands birtir árleg og ársfjórðungsleg uppgjör hins opinbera, þ. á m. ríkissjóðs, samkvæmt þjóðhagsreikningastaðli. Þau eru birt um 11 vikum eftir lok ársfjórðungs, bæði í ritinu Hagtíðindi og sem gagnvirkt talnaefni.

Nýjustu mánaðarlegar tölur um þróun tekna ríkissjóðs

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir mánaðarlega greinargerð um greiðsluafkomu ríkissjóðs. Hún er birt um 4 vikum eftir lok hvers mánaðar og inniheldur m.a. greiningu á tekjuþróun yfirstandandi árs og frávikum frá áætlun.

Áætlanir um tekjur ríkissjóðs

Áætlanir um tekjur ríkissjóðs til næstu fimm ára eru birtar opinberlega í formi þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun sem leggja skal fram fyrir 1. apríl ár hvert. Að hausti birtast áætlanir um tekjur yfirstandandi árs og næsta árs í frumvörpum til fjáraukalaga og fjárlaga.

Álagning og innheimta skatta

Allar upplýsingar um álagningu og innheimtu skatta og gjalda á einstaklinga og fyrirtæki er að finna á vefsíðu ríkisskattstjóra.

Alþjóðlegur samanburður

Á vefsíðum alþjóðastofnana má finna samanburð á sköttum og öðrum tekjum ríkissjóðs og hins opinbera í heild í ríkjum heims. Mestar upplýsingar er að finna á vef OECD, bæði í útgáfuritum og á sérstöku gagnvirku svæði um skattatölfræði.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira