Hoppa yfir valmynd

Um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

NPA er stytting á notendastýrð persónuleg aðstoð. Það þýðir að manneskjan sem fær aðstoð ræður hvernig aðstoðin hennar er.

Fatlað fólk á rétt á NPA ef það þarf mikla aðstoð við ýmislegt í sínu daglega lífi.

Það getur til dæmis verið aðstoð við heimilisstörf, að fara í búð, að stunda félagslíf og stunda nám eða vinnu.

Þegar aðstoðin er skipulögð á að gera það með notandanum þannig að aðstoðin verði sem best fyrir hann.

Notandinn á sjálfur að stýra aðstoðinni, til dæmis hvenær starfsmaðurinn vinnur og hvað hann á að gera í vinnunni.

Ef notandinn á erfitt með stýra þessu á hann rétt á að fá einhvern til að aðstoða sig við að skipuleggja þetta.

Þegar aðstoðin er skipulögð þarf að skoða hvort notandinn fær aðstoð eða þjónustu annars staðar. Til dæmis í skóla, sjúkraþjálfun eða á vinnustað. Ef svo er þá er mjög gott að hafa einhvern frá þessum stöðum með þegar aðstoðin er skipulögð.

Þegar fólk fær NPA er gerður skriflegur samningur um hversu mikla peninga notandinn fær til að borga þeim sem vinna hjá honum.

Notandinn þarf sjálfur að passa að fylgja öllum reglum um hvernig laun starfsmanna eiga að vera, um hvíld starfsmanna og ýmislegt fleira sem stendur í reglunum.

Gott er að hafa einhvern með sér sem maður þekkir og treystir til að lesa reglurnar með sér þannig að allt sé örugglega skilið rétt.

Ef notandi fer ekki eftir reglunum getur sveitarfélagið jafnvel ákveðið að hætta með samninginn og þá getur notandinn ekki lengur verið með NPA.

Sveitarfélagið verður samt fyrst að benda notandanum á hvað hann er að gera rangt og hvernig hann getur bætt sig. Ef notandinn lagar ekki það sem þarf að laga, þá getur sveitarfélagið hætt að borga fyrir NPA samninginn.

Félagsmálaráðherra hefur sett reglur um NPA. Hann hefur líka gefið út handbók þar sem hægt er að lesa betur um NPA.

Þar eru til dæmis upplýsingar um ábyrgð sem notandinn hefur og ábyrgð sem starfsmaður hefur. Þar er hægt að lesa hvað notandi á að gera þegar starfsmaður er í vinnu og hvað starfsmaður á að gera í vinnunni.

Félagsmálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins semja handbókina og reglurnar í samstarfi við sveitarfélög og hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Sveitarfélögin bera ábyrgð á að aðstoðin sé í góðu lagi og sem best fyrir notendur.

Síðast uppfært: 20.11.2020
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum