Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 23. maí 2011

 • 3. fundur – fundargerð
 • Fundarstaður: Fundarsalur velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
 • Fundartími: Mánudagurinn 23. maí 2011 kl. 9.30–11.00.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GS), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Gyða Hjartardóttir (GH), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Guðjón Sigurðsson (GS) og Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

Fjarverandi: Guðmundur Magnússon (GS).

1.        Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð frá 16. maí var samþykkt.

2.        Um starf verkefnisstjórnar.

 1. GS kynnti bréf NPA miðstöðvarinnar þar sem fram kemur að miðstöðin óskar eftir að fá áheyrnarfulltrúa í verkefnisstjórn NPA. Erindi NPA miðstöðvarinnar var samþykkt. GH upplýsti að hún myndi leggja fram bókun um erindið (sjá minnisblað TÞ).
 2. Eftir afgreiðslu verkefnisstjórnarinnar bauð GS Emblu Ágústsdóttur (EÁ), formann stjórnar NPA miðstöðvarinnar, velkomna sem áheyrnarfulltrúa á fundum verkefnisstjórnar NPA.

3.        Heimsóknir gesta – viðræður/kynningar.

Undir þessum lið kynntu tveir fulltrúar afstöðu sína til NPA.

 1. EA kynnti áherslur stöðvarinnar.
 2. Rannveig Traustadóttir prófessor kynnti meginhugmyndir sem liggja að baki NPA.

4.        Verkefni fyrir næsta fund.

 1. Yfirferð þjónustusamninga (BS o.fl).
 2. Þjónustusamningar í Noregi.
 3. María Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, kemur á fundinn (ekki staðfest).
 4. Fundur með Adolf Ratzka á Grand Hótel kl. 12.00.

Næsti fundur ákveðinn 30. maí kl. 10.00 í velferðarráðuneytinu.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira