Hoppa yfir valmynd
27.06.2011 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 27. júní 2011

  • 7. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður: Fundarsalur velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
  • Fundartími: Mánudagurinn 27. júní 2011 kl. 9.30–11.00.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Gyða Hjartardóttir (GH), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Guðmundur Magnússon (GM) og Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

Fjarverandi: Áslaug Friðriksdóttir (ÁF).

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð frá 20. júní var samþykkt.

2.      Heimsóknir gesta – viðræður/kynningar.

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, kom á fundinn og gerði grein fyrir því starfi sem unnið er á kjarasviði sambandsins. Á sviðinu á sér stað samræming á grunnþáttum allra kjarasamninga sveitarfélaga, jafnframt sem því er fylgt eftir að jafnræði ríki á milli launaákvarðana ríkis og sveitarfélaga. Inga Rún vinnur fyrir framkvæmdastjórn Launanefndar sveitarfélaga og hefur yfirumsjón með gerð kjarasamninga á hennar vegum. Í máli Ingu Rúnar kom fram að nauðsynlegt væri að skapa nýrri starfsstétt brautargengi, sem ynni á grundvelli hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf með því að því að veita notendastýrða persónulega aðstoð. Inga taldi slíkt vera mögulegt innan núgildandi kjarasamninga. Rætt var almenn um launakjör starfsstétta innan félagsþjónustunnar, viðveruáætlanir, hlutverk notanda sem verkstjóra eða sem atvinnurekanda.

Ákveðið var að mynda vinnuhóp sem í væru fulltrúi sambandsins (Inga Rún), fulltrúi ÖBÍ (Theodór Karlsson) og fulltrúi Landssamtakanna Þroskahjálpar (Bryndís Snæbjörnsdóttir) sem færu yfir kjaramálin og kæmu með tillögur á næsta fund NPA verkefnisstjórnarinnar sem haldinn verður í ágúst.

3.      Fyrstu drög að fyrirkomulagi skýrslu um NPA.

ÞGÞ gerði grein fyrir yfirliti yfir helstu verkþætti í skýrslu um NPA. ÞGÞ hafði tekið saman þær grundvallarspurningar sem komið höfðu upp á fundum verkefnisstjórnarinnar um þau atriði sem hún þyrfti að taka afstöðu til.

Ákveðið var að taka þessi atriði til frekari skoðunar á næsta fundi.

4.      Þjónustusamningar.

Rætt um þjónustusamninga og ráðningarsamninga vegna NPA.

Ákveðið að Embla, formaður NPA miðstöðvarinnar, legði fram drög að ráðningarsamningum og þjónustusamningum á næsta fundi.

5.      Upplýsingamiðlun um starf verkefnisstjórnar NPA.

ÞGÞ kynnti hugmyndir um hvernig best verði að koma upplýsingum til almennings. Gert er ráð fyrir því að opnað verði vefsvæði þar sem almenningur getur komið athugasemdum á framfæri. Slík síða verður væntanlega tilbúin í lok ágúst.

6.      Verkefni fyrir næsta fund.

  1. Umræða um launamál starfsmanna NPA.
  2. Umræða um grundvallarþætti í skipan NPA á Íslandi.

Næsti fundur ákveðinn 15. ágúst í velferðarráðuneytinu.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira