Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 29. ágúst 2011

  • 10. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður: Fundarsalur velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
  • Fundartími: Mánudagurinn 29. ágúst 2011 kl. 9.30–10.30.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Gyða Hjartardóttir (GH), Jarþrúður Þórhallsdóttir (JÞ), fyrir Bryndísi Snæbjörnsdóttur (BS), Guðmundur Magnússon (GM) og Áslaug Friðriksdóttir (AF).

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð frá 22. ágúst var samþykkt.

2.      Umræða um meginstefnuþætti í NPA.

  1. Rætt um skipulag þjónustunnar. Sérstaklega var fjallað um sænsku leiðina og hvaða kosti og galla hún hefði. Mikilvægt er að þjónustuferillinn sé skýr og að notandinn hafi fastan aðgang að þjónustufulltrúa sem haldi utan um öll mál sem snerta hann. Þjónustufulltrúinn verkstýrir því öllum aðgerðum í þágu notandans. Fyrirkomulag verði þá með þeim hætti að notandinn sem fær NPA verði fær um að lifa sjálfstæðu lífi.
  2. Rætt um mikilvægi sveigjanlegs samningsumhverfis þegar starfsfólk á í hlut. Jafnframt þarf að skoða hver greiðir hvað þegar horft er til kostnaðar sem fellur til vegna aðstoðarmanna.

3.    Verkefni fyrir næsta fund.

Haldið áfram yfirferð um grunnatriðin.

Næsti fundur ákveðinn 5. september í velferðarráðuneytinu.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira