Hoppa yfir valmynd
10.10.2011 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 10. okt. 2011

  • 16. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður: Fundarsalur velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
  • Fundartími: Mánudagurinn 10. október 2011 kl. 9.30–11.00.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Gyða Hjartardóttir (GH), Guðmundur Magnússon (GM), Guðjón Sigurðsson (GS), Friðrik Sigurðsson (FS) og Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

1.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð frá 3. október var samþykkt.

2.      Samráð við fulltrúa Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Guðni Geir Einarsson (GGE) kom á fundinn og fór yfir starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hvað varðar þjónustu við fatlað fólk. Fram kom í máli hans að sjóðurinn vistar fjárframlag til verkefnisins um notendastýrða persónulega aðstoð. Verkefnið fær 300 m.kr. framlag á árunum 2011–2013. Rætt var um mismunandi útfærslur á því hvernig umræddir fjármunir gætu nýst í þágu verkefnisins. Verkefnisstjórnin mun í samvinnu við Jöfnunarsjóðinn móta fyrir 1. desember starfsreglur um hvernig staðið verður að framkvæmd úthlutana til þjónustusvæða/sveitarfélaga.

3.    Verkefni fyrir næsta fund.

  1. Áframhaldandi rýnivinna.

Næsti fundur ákveðinn 17. október í velferðarráðuneytinu.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira