Hoppa yfir valmynd
01.11.2011 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 1.nóv. 2011

  • 18. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður: Fundarsalur velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 1. nóvember 2011 kl. 9.30–11.00.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Gyða Hjartardóttir (GH), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Guðmundur Magnússon (GM), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF) og Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

1. Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerð frá 17. október var samþykkt.

2. Umfjöllun um handbók/leiðbeiningar.

GS kynnti meginatriði í annarri útgáfu leiðbeininga um notendastýrða persónulega aðstoð. Verkefnisstjórnin leggur áherslu á að þessar tillögur eiga eftir að taka breytingum í samræmi við reynslu af framkvæmd.

Þessari handbók er skipt í sex kafla en þeir eru: Fimm skref við umsókn, tíu reglur um NPA, skýringar, drög að NPA samningi notenda og sveitarfélags, samningi notanda, sjálfstæðs aðila og sveitarfélags og drög að ráðningarsamningi og sveitarfélags.

Verkefnisstjórn mun í framhaldinu rýna handbókina ítarlega og leita eftir ábendingum.

3. Verkefni fyrir næsta fund.

     a. Verkefnisstjórn rýnir efnisatriði handbókar.

Næsti fundur ákveðinn 8. nóvember í velferðarráðuneytinu.

Fleira ekki rætt.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira