Hoppa yfir valmynd
15.11.2011 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 15.nóv. 2011

  • 20. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður: Fundarsalur velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 15. nóvember 2011 kl. 10.00–12.00.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Gyða Hjartardóttir (GH), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Ragnar Þórhallsson (RÞ), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF) og Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

1.        Hverjir eiga kost á NPA – aldursmörk.

Framhald umræðu frá síðasta fundi um hverjir ættu að eiga kost á NPA. Umræðan á síðasta fundi hafði afmarkað rétt á þjónustu við 18 ára og eldri og ætti það fyrirkomulag að gilda fyrir fyrsta áfanga verkefnisins. Skiptar skoðanir voru í nefndinni um þetta atriði þar sem kom vilji til að skilgreina þjónustuna sem notendastýrða en ekki foreldrastýrða. Fram komu sjónarmið um það að hér væri um að ræða þjónustu fyrir allan aldur og alla hópa fatlaðra.

Því til stuðnings var bent á mikilvægi þess að fatlaðir unglingar ættu að eiga rétt á þessari þjónustu og að oft væri ekki hægt að veita þessa þjónustu með öðrum hætti en með NPA. Hér væri því um að ræða eitt úrræði til viðbótar sem yki sveigjanleika þjónustunnar. Á móti var síðan bent á stöðu þeirra sem eldri eru, fjárhagsrammi þjónustunnar væri takmarkaður og hugsanlega gæti mikill fjöldi umsækjanda valdið því að þeir sem hefðu ríka þörf fyrir þessa þjónustu fengju hana ekki nema með takmörkuðum hætti. Eins þyrfti að ræða stöðu umönnunarbóta í þessu samhengi.

Niðurstaða umræðunnar varð sú að ekki skuli sett nein sérstök neðri aldurstakmörk til að fá NPA.

2.        Ráðningar ættingja til að veita NPA aðstoð.

Fyrir fundinum lá þýðing á framkvæmd NPA í Noregi þar sem ekki er gert ráð fyrir því að nánir ættingjar verði ráðnir sem aðstoðarfólk nema við sérstakar aðstæður.

Í umræðu verkefnisstjórnar var bent á ýmis rök með því að ættingjar gætu komið að framkvæmd, til dæmis að það væri vilji notandans, og varðandi börn og unglinga væri foreldri best til þess fallið.

Á móti var hins vegar bent á að erfitt gæti verið fyrir ættingja að vera í mismunandi hlutverkum og það gæti valdið vandræðum. Einnig var bent á að forsjárhugsun gæti orðið mjög sterk og einhver brögð gætu orðið á því að úrræði yrði ekki notað með réttum hætti.

Niðurstaða umræðunnar varð sú að ekki þótti ástæða til að banna ættingjum að vera aðstoðarmenn.

Næsti fundur ákveðinn 17. nóvember næstkomandi.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira