Hoppa yfir valmynd
06.12.2011 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 6. des. 2011

  • 24. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður: Fundarsalur velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
  • Fundartími: Fimmtudagurinn 6. desember 2011 kl.10.00–12.00.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GS), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Gyða Hjartardóttir (GH), Hrefna Óskarsdóttir (HÓ) og Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

Freyja Haraldsdóttir (FH), fulltrúi NPA miðstöðvarinnar, mætti á fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Forföll: Guðjón Sigurðsson (GS).

1.      Umfjöllun um handbók.

Rætt var ítarlega um efnisatriði handbókar. Farið var liði sex til tíu í handbók NPA (sjá breytingar í fylgiskjali).

2.      Umfjöllun um rýnifund 9. desember nk.

Farið yfir dagskrá fundarins. Fulltrúar í verkefnisstjórn munu senda upplýsingar um hverjum þeir ætla að bjóða til fundarins. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að GS muni hefja fundinn með kynningu á handbókinni og síðan er gert ráð fyrir vinnu í hópum þar sem rýnt verður í efnisatriði handbókarinnar.

3.      Verkefni fyrir næsta fund.

Kynntar þær athugasemdir sem komið hafa frá rýnihópavinnunni.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira