Hoppa yfir valmynd
27.01.2012 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 27. janúar 2012

  • 30. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður: Fundarsalur velferðarráðuneytisins á 4. hæð í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
  • Fundartími: Fimmtudagurinn 27. janúar 2012 kl. 10.00–12.00.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GS), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Gyða Hjartardóttir (GH), Hrefna Óskarsdóttir (HÓ), Guðjón Sigurðsson (GS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG) og Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

Embla Ágústsdóttir (EÁ), fulltrúi NPA miðstöðvarinnar, mætti á fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Umfjöllun um stöðu handbókar.

Fjallað var um stöðu handbókar og kynnti GS nýja útgáfu, dags. 27. janúar 2012.

Rætt var um stöðu handbókarinnar þar sem enn og aftur var ítrekað að hér væri um tilraunaverkefni að ræða en gert er ráð fyrir því að afrakstur verkefnisins verði efni í lagasmíð sem geti tekið gildi á árinu 2014.

Gerðar voru minniháttar breytingar á greinum 1–6 í leiðbeiningunum. Gert er ráð fyrir því að vinnu við greinar 6–10 verði lokið fyrir næstkomandi þriðjudag og verði þá teknar til umfjöllunar í verkefnisstjórninni.

Verkefni næstu funda.

  1. Farið yfir helstu verkefni sem lúta að undirbúningi fyrir ráðstefnuna. Gert er ráð fyrir fjórum fundum á næstu tveimur vikum, þ.e. 31. janúar, 1. febrúar, 8. febrúar og 9. febrúar. Frekari tímasetningar verða sendar í tölvupósti þann 27. janúar.
  2. Yfirferð leiðbeininga á næsta fundi og útreikningar vegna launamála.
  3. Guðni Geir Einarsson frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga kemur og gerir grein fyrir fjármálum verkefnisins.
  4. Fulltrúi RSK í Reykjavík.
  5. Umræða um fræðslumál.
  6. Hvernig verður hægt að meta árangur verkefnisins.

Næsti fundur verður haldinn 31. janúar næstkomandi.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira