Hoppa yfir valmynd
03.04.2012 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 3. apríl 2012

  • 37. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 3. apríl 2012 kl.10.00 – 12.00.
  • Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GSt), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF),  Gyða Hjartardóttir (GH) Hrefna Óskarsdóttir (HÓ), Guðjón Sigurðsson(GS) Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG) og Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS) boðaði forföll.

Freyja Haraldsdóttir (FH) fulltrúi NPA miðstöðvarinnar mætti á fundinn sem áheyrnarfulltrúi undir liðum 1 og 3.

Bókað:

  1. Fundargerð síðasta fundar.

Farið var yfir drög að fundargerð síðast og var hún samþykkt með breytingum.

  1. Umræða um drög að fræðsluáætlun fyrir notendur og starfsfólk sveitarfélaga.

Undir þessum lið hófst umræðan um hvernig ætti að standa að fræðslu og kynningu fyrir notendur, starfsfólks og sveitarstjórnarmenn. Fram komu skiptar skoðanir um þetta efni þar sem m.a. var rætt um verklag þegar samið er um verkefni af þessu tagi.

  1. Skipan fræðslumála á vegum verkefnisstjórnar.

Farið var yfir hver ættu að vera almenn viðmið/verklag við framkvæmd fræðslu á vegum verkefnisstjórnar. Athugasemdir komu fram hjá nokkrum nefndarmönnum um að eðlilegt hefði verið að bjóða út þetta verkefni til þess að allir sætu við sama borði. Á móti var rætt um mikilvægi þess að NPA miðstöðin sem hefði sérþekkingu á viðfangsefninu stæði fyrir þessari fræðslu.

Niðurstaða umræðunnar var að verkefnisstjórnin óskar eftir því að unnin sé frekari verkefnislýsing og kostnaðaráætlun á þeirri tillögu að fræðslu um hugmyndafræðina að baki sjálfstæðu lífi (IL) og framkvæmd NPA. Áréttað var að í  verkefnislýsingunni skyldi einkum horft til fjögurra þátta, þ.e. að fyrirsögn verkefnisins sé fræðsla og kynning á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og á notendastýrðri persónulegri aðstoð, að í kostnaðaráætlun verði skilgreindur grunnkostnaður við hvern fund, að bæklingar sem búnir verða til af NPA miðstöðinni verði samþykktir af verkefnisstjórn og að haldnir verði sameiginlegir fundir starfsmanna, sveitarstjórnarmanna, fagaðila og notenda á hverjum stað.  

Gert er ráð fyrir því að endanleg verkefnislýsing vegna fræðslu og kynningar á vegum NPA verði kynnt á næsta fundi til endanlegrar afgreiðslu. Fundarmenn óskuð eftir því að ný verkefnislýsing væri komin í hendur verkefnisstjórnar með góðum fyrirvara fyrir fundinn.

  1. Hæfisreglur stjórnsýslulaga og verkefnastjórn um NPA.

GH og GS  höfðu lagt fram bókun á síðasta fundi verkefnisstjórnarinnar þ. 27. mars  um hæfisreglur stjórnsýslulaga og verkefnastjórn um NPA þar sem farið er yfir lagagrundvöll verkefnisstjórnarinnar og hlutverk hennar skv. lögum og heildarsamkomulagi ríkis og sveitarfélaga. Í bókuninni kemur fram sú afstaða að „gengið hafi verið út frá því að samstarf við NPA miðstöðina yrði með hefðbundnum hætti, þ.e. að umsagna og viðbragða miðstöðvarinnar yrði aflað þegar verkefnisstjórnin fjallaði almennt um ramma fyrirkomulagsins. Nú er gerð handbókarinnar lokið og starf nefndarinnar komið á framkvæmdarstig er þessi afstaða ítrekuð. NPA miðstöðin mun væntanlega verða aðili mála sem varða einstaklingsbundna NPA-samninga og verður að telja ljóst að vanhæfisástæður stjórnsýslulaga koma til með að eiga við í slíkum tilvikum.“ Þessi bókun var tekin til efnislegrar umræðu á fundinum en ekki var einhugur í nefndinni GSt. og HÓ og áheyrnafulltrúi NPA miðstöðvarinnar töldu ákvæði stjórnsýslulaga ekki eiga við. Þau sjónarmið komu einnig fram að gæta þurfi jafnræðis þar sem fleiri fyrirtæki sem hafa hug á því að bjóða fötluðu fólki upp á NPA þyrftu einnig að eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni. Þar sem ekki var einhugur um málið var ákveðið að kalla eftir lögfræðilegri álitsgerð frá velferðarráðuneytinu um efnið.  Jafnframt kom fram að NPA miðstöðin væri að leita lögfræðilegrar álitsgerðar.

  1. Leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins til sveitarfélaga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Kynntar voru lauslega fyrstu drög að leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytisins til sveitarfélaga um NPA. Drögin eru unnin í samvinnu velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Nokkrar umræður urðu um verklag við gerð þessara draga og hvert yrði framhald vinnunnar við þau. ÞGÞ og GH upplýstu að gert væri ráð fyrir því að þessi drög færu til umsagnar sveitarfélaga og hagsmunaaðila líkt og gert hefur verið með fyrri drög að leiðbeinandi reglum ráðuneytisins til sveitarfélaga. GSt óskaði eftir því að fá að eiga samtal við Sambandið um efni draganna.

Næsti fundur er boðaður 17. apríl n.k. og verður hann haldinn á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.  

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira