Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 22. maí 2012

 

       Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð.

                                    43. fundur – fundargerð

Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.

Fundartími: Þriðjudagurinn 22. maí  kl. 10.00 – 12.00.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GSt), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Guðjón Sigurðsson(GS), Gyða Hjartardóttir (GH) og  Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

Forföll boðuðu: Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Hrefna Óskarsdóttir (HÓ), og Freyja Haraldsdóttir (FH).

1.      Fundargerðir síðustu funda.

 Fundargerðir síðustu funda voru samþykktar með áorðnum breytingum og eru þær nú komnar á heimasíðu velferðarráðuneytisins.  

2.      Umræða um leiðbeinandi reglur til sveitarfélaga um NPA.

Farið var yfir síðustu útgáfu reglnanna. Samþykkt að senda þær út til umsagnar. Umsagnarfrestur er 6. júní.

3.      Umræða um útdeilingu fjármuna til NPA.

Samþykkt var að eftirfarandi texti yrði sendur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélag sem tillaga verkefnisstjórnar NPA.

Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skiptir framlagi ríkisins vegna  NPA út til þjónustusvæða þar sem byggt er á almennri útgjaldaþörf sveitarfélaganna vegna reksturs málaflokksins.  Upphæðir fást  greiddar þegar NPA samningur liggur fyrir. Miðað er við að greiðsla ríkisins á hvern samþykktan samning sé allt að 20%.

Þjónustusvæði getur í sérstökum tilvikum sótt um undanþágu frá þessari reglu til verkefnisstjórnar NPA með skriflegum rökstuðningi og skipt fjárhæðum á NPA samninga með öðrum hætti að fengnu samþykki verkefnisstjórnar NPA.

Verklag:

Þjónustusvæði sendir NPA samning með ópersónugreinanlegum upplýsingum til verkefnisstjórnar NPA. 

Verkefnisstjórn metur  hvort samningur falli undir þau skilyrði að vera NPA samningur.

Verkefnisstjórn NPA sendir beiðni um fjármagn vegna samþykktra NPA samninga til Ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Tímarammi:

Þjónustusvæðin fá strax í næstu viku bréf frá Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem fjármagn vegna NPA til viðkomandi þjónustusvæðis fyrir árin 2012 og 2013 er tilgreint.

Fjármagnið stendur þjónustusvæðunum til boða til að fjármagna samninga sem gerðir eru á árinu 2012. Samningar geta verið til allt að 24 mánaða.  Noti þjónustusvæðið ekki  fjármuni sem þeim er útdeilt koma þeir til endurúthlutunar. 

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur er boðaður 5.júní  n.k. og verður hann haldinn á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.  

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira