Hoppa yfir valmynd
11.09.2012 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 11. september 2012

 

  • 49. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 11. sept. 2012  kl. 10.00 – 11.30.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GSt),  Hrefna Óskarsdóttir (HÓ) , Guðjón Sigurðsson(GS), Gyða Hjartardóttir (GH),  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS) og  Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

Freyja Haraldsdóttir (FH) fulltrúi NPA miðstöðvarinnar mætti á fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.      Fundargerð síðasta fundar.

 Fundargerð síðasta  fundar  var samþykkt með áorðnum breytingum.

2.      Staða mála varðandi NPA á landinu.

Fram kom að þjónustusvæði eru víða komin af stað. GSG gerði grein fyrir stöðu mála hjá Byggðasamlagi Norðurlands vestra gagnvart NPA. Fram kom í máli hennar að reikna mætti með 7 til 8 umsóknum á svæðinu. GSG upplýsti að tekin hefði verið sú ákvörðun að standa myndalega að framkvæmd í þessum málum á svæðinu.

Fram kom einnig að Akureyringar eru komnir af stað með þróun sinna reglna um NPA. Kópavogsbúar hafa lokið við gerð reglna og bjóða nú upp á NPA í samræmi við þær. Einnig hafa Hafnfirðingar unnið að gerð reglna.

3.      Umræða um fræðsluáætlun NPA miðstöðvarinnar.

FH upplýsti um framvindu verkefnisins og fyrsti fundir með notendum og þjónustuaðilum yrði haldinn 13. september á Selfossi. Nokkur umræða varð um ýmiss framkvæmdaatriði er snúa að skipan fræðslu um NPA.

4.      Önnur mál.

Engin umræða undir þessum lið.

Fleira ekki gert.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira