Hoppa yfir valmynd
22.01.2013 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 22. janúar 2013

56. fundur – fundargerð

Fundarstaður: Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.

Fundartími: Þriðjudagurinn 22. janúar kl. 10.00 – 11.30.

Mætt: Guðmundur Steingrímsson (GSt), Hrefna Óskarsdóttir (HÓ) , Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Gyða Hjartardóttir (GH), Guðjón Sigurðsson (GS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG) og Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ).

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar samþykkt með áorðnum breytingum.

2. Umræða um framvindu NPA vinnunnar

ÞGÞ upplýsti um stöðu umsókna um NPA. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Jöfnunarsjóði kom fram að það stefnir í að umsóknir gæti orðið 75 talsins á árinu 2013. Sveitarfélög sem munu senda inn umsóknir eru: Reykjavíkurborg, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær,Vesturland, og Norðurland vestra. Þó gætu komið fleiri.

Fram kom að þær umsóknir sem væru komnar inn væru mismunandi. Farið var yfir það hversu mikilvægt það væri að öllum formkröfum væri fylgt, bæði varðandi frágang umsýslusamninga, samkomulag um vinnustundir og einstaklingssamninga. ÞGÞ var falið að hafa sambandi við fulltrúa Jöfnunarsjóðs til að tryggja að rétt væri að verki staðið. Í þessu sambandi var vakin athygli á bréfi sem Ríkisendurskoðun hefur sent velferðarráðuneytinu vegna málefna fatlaðs fólks þar sem fram kemur skýr áhersla á samræmda upplýsingagjöf og rekjanleika fjármuna.

Rætt var um það hvernig farið yrði með umsóknir þar sem borist höfðu ábendingar að um að nauðsynlegt yrði að tryggja vernd persónuupplýsinga. Fram kom sú afstaða verkefnisstjórnar að gæta að öllum verklagsreglum hvað vernd persónuupplýsinga varðar. Ákveðið var að ÞGÞ ynni í samvinnu við Jöfnunarsjóðinn samantektir sem tryggðu að ekki væri gengið gegn persónuvernd við úrvinnslu umsókna.

Rætt var um mikilvægi þess að fá greinargóðar upplýsingar eins fljótt og unnt er um hversu margir sæktu um fyrir árið 2012 og hvaða fjármunir yrðu til endurúthlutunar frá árinu 2012 til að leggja fram til viðbótar við framlagið fyrir árið 2013. Mikil áhersla verður lögð á það að þessar upplýsingar liggi fyrir hið fyrsta.

3. Gildistími tilraunaverkefnisins um NPA

Farið var yfir það að líklega hefðu átt sér stað mistök í lagasmíð þar sem gert er ráð fyrir því í bráðabirgðaákvæðinu um NPA í lögum í málefnum fatlaðs að tilraunaverkefninu lyki 2013. Gert er ráð fyrir því að endurskoðun yfirfærslu málefni fatlaðra ljúki ekki fyrr en í árslok 2014.

Ekki liggur fyrir hvernig við þessu verði brugðist.

4. Mat á framvindu verkefnisins

Félagsvísindastofnun mun verða verkefnisstjórn innan handar varðandi gerð kröfulýsingar varðandi það að meta tilraunverkefnið um NPA. Frekari upplýsingar á næsta fundi. Jafnframt kom fram að meistaranemi í hagfræði hefur áhuga að vinna meistararitgerð um NPA. Ákveðið að athuga hvort um samstarf gæti orðið að ræða.

5. Farið var yfir ný drög að áhættumati á vinnustað vegna NPA

ÞGÞ kynnti drögin. Gerðar voru ýmsar athugasemdir við drögin. Ákveðið að senda þau til Vinnueftirlitsins og NPA. Fram kom sú afstaða að hér um vinnugagn að ræða sem Vinnueftirlitið mun væntanlega nota og bera ábyrgð á.

6. Kjaramál

GSt fór yfir mikilvægi þess að gerðir yrðu sérstakir kjarasamningar sem gerðu það mögulegt hægt væri að ráða sofandi næturvakt. ÞGÞ falið að setja málið í farveg innan ráðuneytisins.

7. Skýrslur um NPA á Norðurlöndunum

GH vakti athygli á því að mikilvægt væri að þau gögn sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafa tekið saman um þá gagnrýni sem fram hefur komið á NPA á Norðurlöndum verði kynnt á vettvangi verkefnisstjórnar og öðrum hagsmunaaðilum.

Ákveðið var að Sambandið boðaði til sérstaks kynningarfundar með verkefnisstjórn og öðrum hagsmunaaðilum á næstunni.

Næsti fundur ekki ákveðinn.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira