Hoppa yfir valmynd
22.10.2013 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 22. október 2013

  • 60. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 22. október 2013  kl. 10.00 – 11.00.
  • Mætt: Þór Garðar Þórarinsson  (ÞGÞ),  Hrefna Óskarsdóttir (HÓ),  Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Gyða Hjartardóttir (GH), , Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG) og  Guðjón Sigurðsson (ÞGÞ).
    Fjarverandi: Áslaug Friðriksdóttir (ÁF).
    Áheyrnarfulltrúi:  Freyja Haraldsdóttir, fulltrúi NPA miðstöðvarinnar.

1.      Fundargerð síðasta fundar.

 Fundargerð síðasta  fundar samþykkt með áorðnum breytingum.

2.      Úttekt á stöðu samstarfsverkefnis NPA á árinu 2014

ÞGÞ kynnti fyrstu drög að úttekt á samstarfsverkefninu og þeim hugmyndum sem fram hafa komið um efnisatriði sem hægt væri að taka til umfjöllunar.  Ýmsar ábendingar komu fram við þessa fyrstu yfirferð.  Drögin verða send til nefndarmanna til frekari skoðunar og var óskað eftir því að athugasemdir berist ÞGÞ fyrir næsta fund.  

GS upplýsti á fundinum að hann hefði fengið spurningalista frá Reykjavíkurborg  þar sem hann var beðinn um að meta framkvæmd NPA.

Samþykkt var að fjalla frekar um úttektina á næsta fundi.

3.  Fundaráætlun.

Farið var yfir dagskrá og fundartíma næstu funda verkefnisstjórnarinnar.  

4. Hugmyndir af ráðstefnum sem halda á 2014.

Ræddar voru hugmyndir um  ráðstefnur sem haldnar verða  á  árinu 2014 og hafa beina eða óbeina tengingu við NPA verkefnið.

5.  Önnur mál.

FH lagði fram fyrirspurn um framkvæmd  kjarasamninga  gangvart NPA og hvar þau mál væru stödd innan ráðuneytisins. ÞGÞ sagðist myndi skoða hvar málin væru stödd fyrir næsta fund.  

Fleira ekki rætt.

Næsti fundur boðaður 5. nóvember næstkomandi.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira