Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 8. janúar 2014

  • 64. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn  8. janúar 2014  kl. 11.00 – 12.30
  • Mætt: Þór Garðar Þórarinsson  (ÞGÞ),  Guðmundur Magnússon (GM),  Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG)  og  Guðjón Sigurðsson (GS). 
    Fjarverandi: Gyða Hjartardóttir (GH).
    Áheyrnarfulltrúi:  Freyja Haraldsdóttir, fulltrúi NPA miðstöðvarinnar.

1. Fundargerð síðasta fundar 

Fundargerð síðasta  fundar samþykkt með áorðnum breytingum.

2. Vinnutímaákvæði  við framkvæmd NPA

Bjarnheiður Gautadóttir (BG) og Eva Kristinsdóttir (EK) komu á fundinn til að fjalla um hvort hægt væri að víkja frá ákvæðum laga um aðbúnað, hollustuhætti  og öryggi á vinnustöðum nr. 46./1980.  BG og EK. reifuðu nokkra þá kosti sem kynnu að vera í stöðunni og bentu einnig á mikilvægi þess að reynsla annarra þjóða yrði skoðuð í þessu samhengi. BG og EK munu kynna sér málið betur og koma aftur til fundar með verkefnisstjórninni innan tíðar.

3. Áheyrnarfulltrúi á fundum NPA  

BS bar fram þá ósk að María Hreiðarsdóttir (MH) fengi tækifæri til þess að fylgja BS á fundum verkefnisstjórnar NPA. Erindið var samþykkt samhljóða.

4. Kynning á fræðsluverkefni NPA

FH. óskaði eftir því fyrir hönd NPA miðstöðvarinnar að fá tækifæri til þess að kynna framkvæmd þess fræðsluverkefnis sem miðstöðin hefur haft með höndum með samningi við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.  Ákveðið var að boða til sérstaks kynningarfundar á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar. Fundartími og fundarstaður verður tilkynntur síðar.

Næsti fundur er boðaður 29. janúar n.k.  ÞGÞ skrifaði fundargerð. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira