Hoppa yfir valmynd
14.05.2014 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 14. maí 2014

  • 67. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Miðvikudagurinn 14. maí kl. 11.00 – 12.30.
  • Mætt: Þór Garðar Þórarinsson  (ÞGÞ),  Guðmundur Magnússon (GM),  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir(GSG),  Gyða Hjartardóttir(GH)  og  Guðjón Sigurðsson (GS).
    Fjarverandi: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG) og Áslaug Friðriksdóttir (ÁF).
    Áheyrnarfulltrúi: Hallgrímur  Eymundsson fulltrúi NPA miðstöðvarinnar.  

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta  fundar samþykkt með áorðnum breytingum.

2. Laun og launakjör í NPA samningum.

TK sem boðaður hafði verið til fundarins forfallaðist en mun væntanlega koma á næsta fund. Undir þessum lið var  almennt fjallað um laun og launakjör. Áheyrnarfulltrúi NPA miðstöðvarinnar hafi sent formanni gögn um málið og verða þau til frekari umræðu á næsta fundi.Áætlanir um kostnaðarþróun í NPA til næstu ára.

ÞGÞ kynnti upplýsingar frá þjónustusvæðunum um áætlanir þeirra um  fjölda og kostnað við NPA, 2014, 2015 og 2016.  Samantekt verður send til fundarmanna um leið og hún er tilbúin.  Í ljósi þess hversu tilraunin um NPA hefur staðið yfir í stuttan tíma er reiknað með því að tilrauntímabilið verði framlengt til ársloka 2016.

3. Samningar vegna úttektar á NPA.

ÞGÞ kynnti nýjustu samningsdrög vegna úttektar á NPA. Gert er ráð fyrir því að gengið verði til samninga við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um verkefni. Jafnramt að verkið verði unnið í áföngum og að eftir hvern áfanga væri staðan metin. Lokaútgáfa samnings send á verkefnisstjórnina. Gengið verður til samninga fyrir mánaðarmót ef ekki verður hreyft mótmælum.

Fleira var ekki rætt.

Til næsta fundar verður boðað síðar.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira