Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 8. október 2014

  • 72. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Miðvikudagur 8. október 2014 kl. 11.00 – 12.30.
  • Mætt: Þór Garðar Þórarinsson (ÞGÞ), Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Hrefna Óskarsdóttir (HÓ) Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Gyða Hjartardóttir (GH), Guðmundur Magnússon (GM).
    Fjarverandi: Guðjón Sigurðsson (GS) og Áslaug Friðriksdóttir (ÁF).
    Áheyrnarfulltrúar: Hallgrímur Eymundsson, áheyrnarfulltrúi NPA miðstöðvarinnar.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta  fundar samþykkt með áorðnum breytingum.

2. Yfirferð verkefna

ÞGÞ fór yfir fjárhagsstöðu verkefnisins. Ekki liggur fyrir uppgjör vegna ársins 2014 en það mun liggja fyrir í lok næstu viku.  Ljóst er að fjármagn er til ráðstöfunar vegna ársins 2015 en ekki er ljóst á þessari stundu hvort það nægir til mæta óbreyttri þjónustu að fullu.  Velferðarráðuneytið leggur áherslu á að þeir sem nú eru þátttakendur í verkefninu geti orðið það áfram og að nýliðun geti átt sér stað.

3. Handbók um NPA – hverju þarf að breyta? Viðbrögð fulltrúa Reykjavíkurborgar.

Á fundinn mættu Berglind Magnúsdóttir sviðsstjóri á velferðarsviði og Sigurbjörg Fjölnisdóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.  Þær kynntu reynslu sína af framkvæmd NPA verkefnisins í Reykjavík. Fjöldi þeirra sem eru með NPA samning við Reykjavíkurborg eru alls 14 talsins.  Verkefnið hefur almennt gengið vel en skoða verður betur hvernig staðið er að verkstjórn og umsýslu almennt í verkefninu.  Einnig var rætt um stöðu starfsmanna og fyrirkomulag við ráðningar.

Stöðuskýrsla um framkvæmd NPA í Reykjavík er væntanleg innan tíðar.

Tillögur um endurskoðun á verkstjórn og umsýslu verða kynntar á næsta fundi NPA.

4. Önnur mál.

  1. Hækkun ríkisframlags á hverja vinnustund.  Verkefnisstjórn hefur nú í samráði við Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga uppfært launakostnað við hverja vinnustund í 3090 kr. og gildir hækkunin frá 1. febrúar sl. Sjá má fyrri umfjöllun um launakjör á  http://www.velferdarraduneyti.is/npa/frettir/nr/33799
  2. Fulltrúar notenda í samráðshópi vegna úttektar á framkvæmd NPA. Óskað verður eftir því við Ragnar Gunnar Þórhallsson og María Hreiðarsdóttur að þau komi til ráðgjafar vegna úttektarinnar.   

Fleira var ekki rætt.

Til næsta fundar verður boðað síðar.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira