Hoppa yfir valmynd
16.12.2014 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 16. desember 2014

  • 75. fundur – fundargerð
  • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
  • Fundartími: Þriðjudagurinn 16. desember 2014  kl. 11.00 – 12.30.
  • Mætt: Þór Garðar Þórarinsson  (ÞGÞ),  Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Guðmundur Magnússon (GM), Gyða Hjartardóttir (GH), Áslaug Friðriksdóttir (ÁF) og Guðjón Sigurðsson (GS).
  1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta  fundar samþykkt með áorðnum breytingum.

  1. Staða verkefna

ÞGÞ fór almennt yfir stöðuna:

  1. Frumvarpið um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum var lagt fram á Alþingi fyrir jól.  Ekki er ljóst hvenær það getur orðið að lögum. 
  2. Tryggð hefur verið 65 m.kr. fjárveiting til NPA verkefnisins til viðbótar þeim eftirstöðum sem nú eru fyrir í verkefninu.
  1. Önnur mál

Rætt var um bréf NPA miðstöðvarinnar til sveitarfélaga vegna kostnaðar við hverja vinnustund. ÞGÞ boðar til fundar með fulltrúa Sambandsins og Jöfnunarsjóðs til þess að skýra málið enn frekar.  

Fleira var ekki rætt.

Til næsta fundar verður boðað síðar.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira