Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 28. apríl 2015

 • 79. fundur – fundargerð
 • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
 • Fundartími: Þriðjudagurinn 28. apríl kl. 11.00 – 12.30.
 • Mætt: Þór Garðar Þórarinsson  (ÞGÞ),  Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Guðjón Sigurðsson (GS), Gyða Hjartardóttir (GH) og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG).
 • Fjarverandi: Inga Björk Bjarnadóttir (IBB) og Áslaug Friðriksdóttir(ÁF)

Áheyrnarfulltrúar: Ragnar Gunnar Þórhallsson (RGÞ) og María Hreiðarsdóttir (MH).

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta  fundar samþykkt með áorðnum breytingum.

2. Afstaða notenda til NPA - framhaldsumræða.  

RGÞ fór yfir helstu álitamál við framkvæmd NPA. Til viðbótar þeim atriðum sem nefnd voru á síðasta fundi var sérstaklega rætt um launamál, þ.e. taxta jafnaðarstundar, hvernig brugðist skuli við halla á rekstri NPA samninga, kostnaðarþætti sem falla til vegna umsýslu þjónustunnar, hvernig væri hægt að tryggja eftirlit með framkvæmd, ráðgjöf og stuðning við notendur sem vilja sækja um NPA og hlutverk sveitarfélaga í því sambandi.

Loks var sérstaklega áréttað mikilvægi fræðslu til notenda, starfsfólks sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa í sveitarfélögunum.

3. Endurskoðun núgildandi handbókar um NPA.

ÞGÞ kynnti yfirlitsmynd um þá verkþætti sem þyrfti að endurskoða í núgildandi handbók. Athugasemdir við handbókina hafa komið frá nokkrum í verkefnisstjórn NPA. Auk þessa hefur verið óskað eftir athugasemdum frá félagsmálastjórum á Höfuðborgarsvæðinu ásamt fleirum. Jafnframt kynnti ÞGÞ nokkrar úttektarskýrslur á NPA sem gefnar hafa verið út á Norðurlöndunum.

Verkefnisstjórnin var sammála um að endurskoða m.a. eftirfarandi þætti sem lúta að efni handbókarinnar auk frekari umræðu um lagaumgjörð fyrir NPA.

 • Á að setja tímaviðmið um það hver fær NPA?
 • Setja þarf skýrari umgjörð um kostnað við hverja jafnaðarstund, hvernig skal tekið á því þegar halli er á rekstri.
 • Endurskoða samningsform þ.m. umsýslusamninga, samkomulag um vinnustundir og samstarfssamning vegna NPA.
 • Setja þarf skýrari ákvæði um það hvernig staðið skuli að fræðslu fyrir alla þá sem koma að NPA, þ.e. kjörnir fulltrúar, æðstu stjórnendur, aðstoðarfólk og notendur.
 • Setja þarf upp skýrari reglur um það hver hefur leyfi til þess að vera umsýsluaðili.
 • Setja þarf skýrari umgjörð utan um ráðningasamband aðstoðarfólks og notenda.
 • Skýra þarf hvernig notendur geta flutt á milli sveitarfélaga með samninga.
 • Skoða þarf betur ákvæði um að þeir notendur sem þurfa sérstaka aðstoð geti gert það.
 • Ræða þarf betur kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í heildarkostnaði við NPA.
 • Starfsleyfi.

Ákveðið var að verkefnisstjórnin skiluðu viðbótarathugasemdum við handbókina fyrir næsta mánudag.


Næsti fundur verður kl. 11.00 – 12.30  þriðjudaginn 5. maí n.k.

ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira