Hoppa yfir valmynd
12.05.2015 00:00 Félagsmálaráðuneytið

Verkefnisstjórn NPA fundargerð 12. maí 2015

 • -80. fundur – fundargerð
 • Fundarstaður:  Fundarsalur á 4. hæð í velferðarráðuneytinu.
 • Fundartími: Þriðjudagurinn 12. maí kl. 11.00 – 12.30.
 • Mætt: Þór Garðar Þórarinsson  (ÞGÞ),  Bryndís Snæbjörnsdóttir (BS), Guðjón Sigurðsson (GS), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG) og Áslaug Friðriksdóttir(ÁF).
 • Fjarverandi: Guðmundur Magnússon (GM) og Gyða Hjartardóttir (GH).

Áheyrnarfulltrúar: Ragnar Gunnar Þórhallsson (RGÞ) og María Hreiðarsdóttir (MH).

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta  fundar samþykkt með áorðnum breytingum.

2. Næstu verkefni verkefnisstjórnar NPA.  

ÞGÞ lagði fram tillögu um að verkefnisstjórn NPA stæði fyrir málþingi í byrjun október næstkomandi um NPA.

Helstu þemu sem yrðu til umfjöllunar væru:

 • Kynning nýrrar útgáfu Handbókar um NPA.
 • Kynning á nýjum leiðbeinandi reglum um NPA.
 • Kynnt ný samningsform.
 • Farið yfir drög að starfsleyfi.
 • Kynntar niðurstöður rannsóknarverkefnis um NPA.
 • Kynntar námskeiðslýsingar fyrir notendur og starfsfólk NPA.
 • Málstofur um álitamál sem komið hafa upp og um skipulag funda á þjónustusvæðunum um NPA.

Verkefnisstjórn samþykkti þessa tillögu.

3. Endurskoðun núgildandi handbókar um NPA.

ÞGÞ kynnti hugmyndir að breytingum á núgildandi handbók um NPA.

Ákveðið hefur verið að núgildandi handbók haldi sér að forminu til en gerðar verði breytingar á innihaldi í samræmi við þá reynslu sem nú þegar er komin á verkefnið.

 • Gerðar eru breytingar á kynningu á lýsingu á 5 skrefum í NPA.
 • Gerðar eru breytingar á samningsformum NPA og innihaldi.
 • Gerðar eru breytingar á fyrsta og öðrum lið í meginmáli handbókar.

Rætt var sérstaklega um framtíðarfyrirkomulag NPA. BS fór yfir hugmyndir þess efnis að NPA yrði úrræði sem væri alfarið á höndum ríkisins og yrði þá til hliðar við hefðbundna  félagsþjónustu sveitarfélaga. Rætt var um kosti og galla þessa fyrirkomulags og mun umræðan halda áfram á næstu fundum.

 

Til næsta fundar verður boðað síðar.

 

  ÞGÞ skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira