Hoppa yfir valmynd

Hlutverk skóla

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi og Námsgagnastofnun Reykjavíkur hafa gefið út handbókina Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla. Höfundar eru Guðrún Kristinsdóttir prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Nanna Kristín Christiansen verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Umfjöllunarefni þessarar handbókar er ofbeldi sem börn verða fyrir en markmiðið er að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og að vekja athygli á forvörnum, inngripi og úrræðum sem eru til staðar til að tryggja sem best velferð nemenda. Grunnskólinn er eina stofnun samfélagsins sem öllum ber lagaleg skylda til að sækja og þar er hægt er að ná til allflestra. Þar að auki sækja langflest börn leikskóla og framhaldsskóla. Samanlagt eru flest börn því að minnsta kosti fimmtán ár í skóla og einmitt á þeim árum sem þroski einstaklingsins er talinn vera mestur. Af þessum ástæðum má fullyrða að áhrif kennara og annarra starfsmanna skóla á börn og þar með framtíðarsamfélagið séu veruleg.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira