Hoppa yfir valmynd

Tímalína

2007 - 2011

 • 25. október 2007
  Samningur Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum er samþykktur á Lanzarote.
 • 4. febrúar 2008
  Ísland undirritar Lanzarotesamning Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum.
 • 29.-30. nóvember 2010
  Átaki Evrópuráðsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum hrundið úr vör í Róm. Sérstakar réttarfarsreglur settar til að gera réttarkerfið vinsamlegt börnum (Child friendly justice guidlines).
 • 15. nóvember 2011
  Minnisblað til ríkisstjórnar frá innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðaráðherra um tillögur óformlegs samstarfshóps þessara ráðuneyta um framkvæmd átaks Evrópuráðsins gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Í starfshópnum sitja Halla Gunnarsdóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra, Berglind Rós Magnúsdóttir ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra og Ingvar Sverrisson aðstoðarmaður velferðarráðherra.

2012

 • Janúar 2012
  Velferðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti skipa verkefnisstjórn um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Í henni sitja Halla Gunnarsdóttir formaður, Berglind Rós Magnúsdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir.
 • 22. febrúar 2012
  Jóna Pálsdóttir ráðin verkefnastjóri.
 • 15. mars 2012
  Alþingi samþykkir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun.
 • 27. apríl 2012
  Innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti undirrita samstarfsverkefni um vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.
 • 14. maí 2012
  Vitundarvakning undirritar samkomulag um rekstrarstyrk til Hallveigar Thorlacius og Helgu Arnalds vegna sýninga á brúðuleikritinu Krakkarnir í hverfinu í grunnskólum landsins.
 • September 2012
  Vitundarvakning undirritar samkomulag um 10 millj. kr. styrkveitingu til framleiðslu Fáðu já, stuttmyndar um mörk kynlífs og ofbeldis, fyrir elstu nemendur grunnskóla og nemendur framhaldsskóla.
 • September 2012
  Vefur Vitundarvakningar tekinn í notkun. Slóðin er: http://www.vel.is/vitundarvakning
 • Október 2012
  Fræðsluþing fagaðila haldin víða um land; í Borgarnesi, á Akureyri, á Egilsstöðum, á Hvolsvelli, á Ísafirði og í Reykjavík.
 • Október 2012
  Tengiliðanet Vitundarvakningar sett upp og tekur til um 700 aðila um allt land.

2013

 • Janúar 2013
  Stuttmyndin Fáðu já frumsýnd í öllum grunnskólum og flestum framhaldsskólum landsins.
 • 20. febrúar 2013
  Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur. Ísland undirritaði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og fullgilti hann árið 1992.
 • Mars 2013
  Fáðu já
  gerð aðgengileg með textum á sjö tungumálum.
 • Mars 2013
  Fáðu já
  sýnd á RÚV og umræður um myndina í Kastljósi.
 • Mars 2013
  Fáðu já
  vinnur til fyrstu verðlauna í flokknum „myndbönd og fræðslumyndir“ á ráðstefnu þrjátíu Evrópuríkja um netöryggisáætlun Evrópusambandsins í Tallin.
 • Mars 2013
  Póstkort sent til allra landsmanna til að árétta tilkynningarskyldu um ofbeldi á börnum á grundvelli barnaverndarlaga.
 • Apríl 2013
  Kristín Jónsdóttir ráðin sem verkefnastjóri Vitundarvakningar.
 • 5. apríl 2013
  Starfsemi Vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum útvíkkuð og tekur nú einnig til andlegs og líkamlegs ofbeldis gegn börnum. Heitir hér eftir
 • Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.
 • 24. apríl 2013
  Vitundarvakning endurnýjar samning við Hallveigu Thorlacius og Helgu Arnalds um að sýna brúðuleikritið Krakkarnir í hverfinu í 2. bekk grunnskóla árin 2013 og 2014.
 • 26. apríl 2013
  Ný verkefnisstjórn Vitundarvakningar skipuð. Í henni sitja Jóna Pálsdóttir formaður, María Rún Bjarnadóttir og Þorgerður Benediktsdóttir.
 • 26. apríl 2013
  Samstarfssamningur milli Vitundarvakningar og Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni undirritaður. Samkvæmt samningnum tekur RÁS að sér að útbúa fræðsluefni um meðferð kynferðisbrota gegn börnum í réttarvörslukerfinu og halda námskeið sem byggja á því efni í samvinnu við Vitundarvakningu.
 • Apríl 2013
  Sérstök verkefnisstjórn um gerð fræðsluefnis fyrir réttarvörslukerfið skipuð. Í henni sitja Kristín Jónsdóttir fyrir hönd Vitundarvakningar, Þórhildur Líndal fyrir hönd RÁS og Róbert Spanó tilnefndur af RÁS og verkefnisstjórn sameiginlega.
 • 16. maí 2013
  Vitundarvakning gerir samkomulag við Rannsóknastofu í barna- og æskulýðsfræðum á menntavísindasviði HÍ um styrk til rannsókna og eftirfylgni vegna leiksýninga brúðuleikhússins Krakkarnir í hverfinu í grunnskólum landsins.
 • Júní 2013
  Vitundarvakning lætur þýða Leiðbeiningareglur ráðherranefndar Evrópuráðsins um barnvænlega réttarvörslu (e. Guidelines of the Committee of Ministers of the Council of Europe on child friendly justice).
 • Ágúst 2013
  Vitundarvakning lætur þýða bréf, til foreldra barna eftir sýningu á Krakkarnir í hverfinu, á sex tungumál.
 • September 2013
  Lógó Vitundarvakningar hannað af Mörtu Valgeirsdóttur.
 • Október 2013
  Tíu fræðsluþing haldin víða um land: á Sauðárkróki, á Akureyri, á Suðurnesjum, á Reyðarfirði, á Höfn í Hornafirði, á Akranesi, á Ísafirði, í Hafnarfirði, á Hvolsvelli og í Reykjavík.
 • 11. nóvember 2013
  Verkefnisstjórn RÁS og Vitundarvakningar undirrita kaup á sérfræðiþjónustu við Anni G. Haugen og Hrefnu Friðriksdóttur um ritun og hönnun fræðsluefnis um meðferð kynferðisbrota gegn börnum í réttarvörslukerfinu.
 • Desember 2013
  Guðlín Steinsdóttir tekur sæti í verkefnisstjórn sem fulltrúi velferðarráðuneytis í stað Þorgerðar Benediktsdóttur sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir.
 • Desember 2013
  Jóna Pálsdóttir formaður flytur erindi um starfsemi Vitundarvakningar og verkefnið Fáðu já á ráðstefnunni Preventing sexual abuse of children í Madrid.
 • Desember 2013
  Stuttmyndin Fáðu já og handritshöfundar heiðruð af Stígamótum fyrir framlag til baráttunnar gegn kynferðisofbeldi.

2014

 • Janúar 2014
  Undirritaður samningur við Námsgagnastofnun um gerð leiðbeiningarrits til að auðvelda kennurum og öðru starfsfólki skóla að sporna gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum.
 • 30. janúar 2014
  Undirritaður samningur við Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Brynhildi Björnsdóttur um gerð Stattu með þér, stuttmynd fyrir miðstig grunnskóla.
 • 4. febrúar 2014
  Rán Ingvarsdóttir tekur sæti sem fulltrúi velferðarráðuneytis í verkefnisstjórn í stað Guðlínar Steinsdóttur.
 • Febrúar 2014
  Fræðsluþing haldin í Grundarfirði og Neskaupsstað.
 • Febrúar 2014
  Tengiliðanet Vitundarvakningar nær til yfir 1400 aðila um allt land.
 • 28. febrúar 2014
  Vitundarvakning og Námsgagnastofnun halda námskeiðið Kynlegt ferðalag - námskeið um kynjamennt fyrir kennara á mið- og unglingastigi. Námskeiðið er haldið á grundvelli Pestalozzi-áætlunar Evrópuráðsins um starfsþróun og þjálfun kennara.
 • 1. mars 2014
  Finnborg Salome Steinþórsdóttir ráðin starfsmaður Vitundarvakningar.
 • Mars 2014
  Íslensk þýðing á Leiðbeiningareglum ráðherranefndar Evrópuráðsins um barnvænlega réttarvörslu gefin út.
 • 7. apríl 2014
  Vitundarvakning fundar með ungmennaráði UNICEF í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
 • 28. apríl 2014
  Vitundarvakning og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni efna til námskeiðs um málsmeðferð réttarkerfisins í málum um kynferðisbrot gegn börnum.
 • 1. maí 2014
  Karen Ásta Kristjánsdóttir ráðin starfsmaður Vitundarvakningar í stað Finnborgar Salome Steinþórsdóttur.
 • 28. maí 2014
  Vitundarvakning undirritar samning við Þóru Tómasdóttur um gerð Leiðin áfram, fræðslumyndbanda um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisbrota.
 • Maí 2014
  Jóna Pálsdóttir formaður og aðrir fulltrúar Fáðu já halda erindi um gerð stuttmynda sem fræðslumiðils á ráðstefnu um forvarnir gegn ofbeldi á vegum samtakanna Step by Step í Zagreb.
 • Júní 2014
 • Jóna Pálsdóttir formaður sækir ráðstefnu um stöðu kvenna í íþróttum á vegum International Working Group on Women and Sport (IWG) í Finnlandi.
 • 1. júní 2014
  Guðríður Bolladóttir tekur sæti sem fulltrúi velferðarráðuneytis í verkefnisstjórn í stað Ránar Ingvarsdóttur.
 • 18. júní 2014
  Niðurstöður rannsóknar á árangri Krakkarnir í hverfinu liggja fyrir. Rannsóknin ber heitið Brúðuleikhús sem námstæki og frásagnaraðferð: átaksverkefni gegn líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum og er framkvæmd af Guðrúnu Eddu Bjarnadóttur.
 • 25. júní 2014
  Guðrún Edda Bjarnadóttir hlýtur viðurkenningu úr Minningarsjóði Ásgeirs S. Björnssonar fyrir rannsókn á árangri Krakkarnir í hverfinu.
 • 2. september 2014
  Starfsemi Vitundarvakningar og verkefni hennar kynnt á norrænni ráðstefnu um kynferðisofbeldi gegn börnum í Reykjavík.
 • 6. október 2014
  Stattu með þér forsýnd í Bíó Paradís.
 • 9. október 2014
  Stattu með þér frumsýnd í grunnskólum landsins. Sérstök athöfn haldin í Hólabrekkurskóla að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra.
 • 9. október 2014
  Vefsvæðið www.vel.is/stattumedther opnar formlega.
 • 17. nóvember 2014
  Vitundarvakning undirritar samning við markaðsfyrirtækið Kapal ehf. um kynningu á fræðslumyndböndunum Leiðin áfram.
 • 25. nóvember 2014
  Fulltrúar samtaka og stofnanna sem tengjast velferð barna mæta á vinnufund um ofbeldisforvarnir sem óformlegur samráðshópur á vegum Embættis landlæknis stendur fyrir. Formaður verkefnisstjórnar heldur erindi um starfsemi Vitundarvakningar.
 • Nóvember 2014
  Fræðsluritið Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna eftir Hrefnu Friðriksdóttur og Anni G. Haugen liggur fyrir.
 • Nóvember 2014
  Leiðin áfram, fræðslumyndbönd um ferli kynferðislbrota innan réttarvörslukerfisins ætluð þolendum og aðstandendum þeirra, tilbúin til frumsýningar.
 • 26. nóvember – 8. desember 2014
  Vitundarvakning og RÁS efna í annað sinn til námskeiðs um málsmeðferð réttarkerfisins í málum um kynferðisbrot gegn börnum. Námskeiðin eru fjögur og haldin á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þau eru haldin í tilefni útgáfu samnefnds fræðslurits.
 • Desember 2014
  Handbókin Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla eftir Guðrúnu Kristinsdóttur og Nönnu Kristínu Christiansen liggur fyrir og er dreift til leik-, grunn- og framhaldsskóla.

2015

 • 12. janúar 2015
  Leiðin áfram, fræðslumyndbönd um ferli kynferðislbrota innan réttarvörslukerfisins ætluð þolendum og aðstandendum þeirra, frumsýnd. Vefurinn www.leidinafram.is opnar formlega.
 • 12. febrúar 2015
  Morgunverðarfundur Vitundarvakningar. Verkefnisstjórn býður samstarfsaðilum Vitundarvakningar síðastliðin þrjú ár til umræðufundar um framtíðarsýn og næstu aðgerðir í málaflokknum.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira