Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fræðsla og fjölskyldumorgnar

Á safninu eru leikföng og alls kyns bækur fyrir börnin og þeir fullorðnu geta nálgast allt það spennandi efni sem safnið hefur upp á að bjóða, bækur, tónlist, kvikmyndir, blöð og tímarit, auk þess að hitta aðra foreldra til að spjalla, njóta samverunnar og þiggja hressingu. Í aðalsafni er auk þess lesið fyrir eldri börnin og sungið með þeim yngri. Allir sem eru með ung börn eru velkomnir, hvort sem fólk býr í viðkomandi hverfi eða annars staðar. Fjölskyldumorgnarnir eru í Gerðubergssafni á þriðjudögum frá kl. 10:30 – 11:30 og í aðalsafni í Tryggvagötu á fimmtudögum frá kl. 10:30 – 11:30.

Eitt af markmiðum fjölskyldumorgnanna er að veita fjölskyldum ungra barna óformlega fræðslu um ýmis málefni sem varða börn og uppeldi. Nú í janúar mun Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir leikskólaráðgjafi vera í Gerðubergi 19. janúar og í aðalsafni þann 21. og spjalla um málþroska barna frá fæðingu til 5-6 ára aldurs. Hún mun ræða um hvernig eðlilegur málþroski barns gengur fyrir sig og á hvern hátt má styðja við hann.

Fjölskyldumorgnarnir eru samstarfsverkefni Borgarbókasafns, Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar. Hægt er að fylgjast með dagskránni á heimasíðu Borgarbókasafns, www.borgarbokasafn.is og einnig á Facebooksíðunni Fjölskyldumorgnar á bókasafninu.

Með kærri kveðju/ Med kærlig hilsen
Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir

Verkefnastjóri, Projektleder, Project Manager
Fljúgandi Teppi/Det flyvende tæppe/Flying Carpet
Menningarmót/Kulturmöder/Intercultural get together
Borgarbókasafn Reykjavíkur
[email protected]
s:4116122/ 6181420
www.borgarbokasafn.is

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum