Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 12. janúar 2010

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Héðinn Unnsteinsson, frá heilbrigðisráðuneyti, Kristján Sturluson, tiln. af Rauða krossi Íslands, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af viðskiptaráðuneyti, Matthías Halldórsson, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Sigurrós Kristinsdóttir tiln. af ASÍ, Stefán Stefánsson, tiln. af menntamálaráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Þórhildur Þorleifsdóttir, án tiln. og Þorbjörn Guðmundsson, Ingibjörg Broddadóttir og Margrét Erlendsdóttir, starfsmenn.

1. Kynning frá Landlækni

Matthías Halldórsson fjallaði um kreppu, heilsu og heilbrigðisþjónustu. Innleggið var mjög efnismikið og mun stýrihópurinn fá sendar glærur MH. Fjallað var um kreppu og heilsufar í alþjóðlegu samhengi og kom fram að þjóðfélagsgerð, velferð og opinber stuðningur eru afgerandi þættir varðandi það hvort samfélög komist heil út kreppuástandi. Einnig greindi MH frá eftirliti og aðgerðum landlæknisembættisins í ljósi kreppunnar, meðal annars um upplýsingasöfnun, sparnaðaraðgerðir stofnana, gæðavísa, biðlista og komur á göngudeild geðsviðs og notkun geðlyfja. Í umræðum í framhaldi var áhersla lögð á að gæta sérstaklega að viðkvæmum hópum og minnt á að halda til haga kyngreindum tölulegum upplýsingum.

2. Fundargerð 20. fundar

Fundargerðin var samþykkt.

3. Greinargerð grunnþjónustuhóps

Greinargerðin var lögð fram og gerði LB grein fyrir starfi hópsins, meðal annars að hópurinn hafi rætt um að útbúa gátlista fyrir stofnanir og sveitarfélög, en því verki hafi ekki verið lokið.

4. Skýrsla velverðarvaktarinnar til Alþing

Stýrihópurinn hafði fengið drögin að skýrslunni send og IB fengið sendar athugasemdir sem búið var að taka tillit til. Í framhaldi af umræðu voru nokkrar viðbætur samþykktar sem IB mun bæta við og ganga frá skýrslunni í lokaskjal.

5. Önnur mál

  • Stella greindi frá því að borgarráð hafi samþykkt 3. nóvember sl. að gera úttekt á þróun, stöðu og afleiðingum ójafnaðar. Áhugi væri á samstarfi við félagsvísahópinn um þetta verkefni og mun Stella ræða málið nánar við LB, IB, MS og VO.
  • LB hvatti hópana til að vinna áfram að mikilvægum og nauðsynlegum verkefnum. LB lagði til að Valgerður Halldórsdóttir tæki við sem formaður barnahópsins í stað Páls Ólafssonar. Var það samþykkt.
    - SKV, formaður hópsins um fjármál heimilanna, lagði áherslu á að hópurinn taki þráðinn upp á ný og vakti áfram stöðu heimilanna.
    - Hópurinn um þá sem veikast standa mun á næstu vikum skoða sérstaklega stöðu og málefni innflytjenda.
    - Samþykkt að stofna nýjan vinnuhóp um jafnrétti kynjanna og munu LB, ÞÞ og IB fara nánar yfir skipan hópsins og vinnulag.

Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar 2010 kl. 14.00–16.00.

Fundargerð skráði Ingibjörg Broddadóttir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum