Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Upplýsingar frá barnaverndarnefndum

Velferðarvaktin hefur frá upphafi beint sjónum sínum að velferð barna. Tölulegar upplýsingar frá barnaverndarnefndum í landinu gefa mikilvægar upplýsingar um aðstæður þeirra. Af því tilefni sendi Velferðarvaktin þann 26. mars síðastliðinn öllum barnaverndarnefndum bréf með áskorun um að þær sendi Barnaverndarstofu innan tilskilinna tímamarka útfyllt eyðublöð og aðrar upplýsingar sem stofan kallar reglubundið eftir. Því fyrr sem gögn berast frá barnaverndarnefndum þeim mun fyrr er unnt að vinna heildarniðurstöður og bregðast við ef nauðsyn krefur. Benda má á að niðurstöður könnunar velferðarvaktarinnar um fjölgun barnarverndartilkynninga frá nóvember síðastliðnum en Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd mun vinna framhaldskönnun fyrir velferðarvaktina þar sem einstök barnaverndarmál verða nánar rannsökuð.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum