Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 28. febrúar 2012

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Björg Bjarnadóttir, tiln. af KÍ, Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, varamaður Ástu Sigrúnar Helgadóttur, umboðsmanns skuldara, Elín Rósa Finnbogadóttir, varamaður Alexöndru Þórlindsdóttur, tiln. af innanríkisráðuneyti, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Hugrún Jóhannesdóttir, varamaður Gissurar Péturssonar, tiln. af Vinnumálastofnun, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður Geirs Gunnlaugssonar, tiln. af velferðarráðherra, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Vilborg Oddsdóttir, tiln. af Biskupsstofu, Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri velferðarvaktarinnar á Suðurnesjum, og Ingibjörg Broddadóttir.

Einnig sat Margrét Þórarinsdóttir, nemi í félagsráðgjöf, fundinn.

1. Kynning á jákvæðri sálfræði
Hrefna Guðmundsdóttir, MA í félagssálfræði, kynnti hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Jákvæð sálfræði miðar að því að auka hamingju og velsæld einstaklinga og þjóða. Fræðigreinin boðar nýjar áherslur, nýja orðræðu og hugarfar. Hér má lesa nánar um jákvæða sálfræði í gögnum sem Hrefna lagði fram:

Í kjölfar umræðu um viðfangsefnið var ákveðið að barnahópurinn útfæri nánar, eftir atvikum með aðstoð Hrefnu, verkefni sem velferðarvaktin gæti ýtt úr vör sem byggð yrðu á jákvæðri sálfræði. Björg Bjarnadóttir, Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem og Elín Rósa Finnbogadóttir buðu einnig fram sína krafta til að vinna að verkefninu með barnahópnum.

2. Fundargerðir
Fundargerðir 60. og 61. fundar voru samþykktar.

3. Önnur mál
a)
Með vísan til ákvörðunar velferðarvaktarinnar frá fundi hennar 3. janúar 2012 hefur formaður sent velferðarráðherra bréf með fyrirspurn um það hvað líði viðbrögðum við eftirfarandi tveimur tillögum velferðarvaktarinnar sem settar voru fram í áfangaskýrslu hennar frá síðastliðnu sumri: http://www.velferdarraduneyti.is/velferdarvaktin/FrettirVelferd/nr/33265

"Stjórnvöld auki stuðning og sérstakar aðgerðir til að tryggja betur en nú er gert velferð og afkomu efnalítilla barnafjölskyldna, sérstaklega einstæðra foreldra og barna þeirra.

Sérstöku fjármagni verði veitt til heilsugæslustöðva til að tryggja geðheilbrigðis- og sálfélagslega þjónustu fyrir börn."

Einnig hefur forstjóra Vinnumálastofnunar verið sent bréf þar sem óskað er upplýsinga um hvort og þá með hvaða hætti brugðist hefur verið við eftirfarandi tillögu velferðarvaktarinnar sem sett var fram í áfangaskýrslu hennar frá síðastliðnu sumri:

"Teknar verði upp sérstakar vinnumarkaðsaðgerðir og önnur úrræði sem erlendir ríkisborgarar í atvinnuleit geta notfært sér."

b) Formaður upplýsti að velferðarráðherra hefur kynnt skýrslu velferðarvaktarinnar um félagsvísa í ríkisstjórn og fékk skýrslan jákvæða umfjöllun hjá henni. Velferðarvaktin leggur áherslu á að félagsvísarnir verði vistaðir hjá Hagstofunni og kynnti ráðherra það í ríkisstjórn. Hagstofan hefur tekið vel í þessa hugmynd. Rætt um að bakhópur verði stofnaður í velferðarráðuneyti um félagsvísana. Fulltrúi innanríkisráðuneytis kynnti að ráðuneytið óskaði eftir fulltrúi þess sæti í bakhópnum.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum