Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 24. apríl 2012

Fundargerð 65. fundar, haldinn í menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík þriðjudaginn 24. apríl, 2012, kl. 14.00–16.00.

Mætt: Lára Björnsdóttir, formaður velferðarvaktarinnar, Björg Bjarnadóttir tiln. af KÍ, Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, varamaður Ástu Sigrúnar Helgadóttur, umboðsmanns skuldara, Ellý Þorsteinsdóttir varamaður Stellu K. Víðisdóttur, tiln. af Reykjavíkurborg, Fanney Karlsdóttir varamaður Kristjáns Sturlusonar, tiln. af Rauða krossi Íslands, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Gyða Hjartardóttir og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hrefna K. Óskarsdóttir, tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Hugrún Jóhannesdóttir, varamaður Gissurar Péturssonar, tiln. af Vinnumálastofnun, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður landlæknis, Sigurrós Kristinsdóttir, tiln. af ASÍ, Vilborg Oddsdóttir tiln. af Biskupsstofu, Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri velferðarvaktarinnar á Suðurnesjum, og Rósa G. Bergþórsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneyti.

Fundinn sat einnig Margrét Þórarinsdóttir, nemi í félagsráðgjöf

Gestir á fundinum voru Rósa G. Bergþórsdóttir, Helga Jónsdóttir og Sigrún Jana Finnbogardóttir sérfræðingar í velferðarráðuneyti.

1. Staða íslenskra heimila í aðdraganda og kjölfar hrunsins.

Lára Björnsdóttir bauð Karen Á. Vignisdóttur og Þorvarð Tjörva Ólafsson hagfræðinga á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands velkomin. Þau kynntu lokaniðurstöður greiningar Seðlabankans Íslands á stöðu íslenskra heimila í kjölfar hrunsins.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að um 20% skuldsettra heimila var í greiðsluvanda í desember 2010. Fátt bendir til að aðgerðir sem komu til framkvæmda á þeim tíma loknum hafi dregið verulega úr umfangi greiðsluvanda þar sem afrakstur þeirra skilaði sér að takmöruðu leyti til þess hóps. Greiðsluvandinn er útbreiddastur meðal barnafjölskyldna með miðlungstekjur og tekjulágra einstaklinga. Skuldsetning við bílakaup virðist eiga mikinn þátt í að koma heimilum í vanda. Flest heimili í skuldavanda eru tekjuhá heimili, en flest heimili í greiðsluvanda eru tekjulág.

Sjá má glærur frá fundinum á heimasíðu Seðlabankans: http://sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=3161

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum