Hoppa yfir valmynd
01.03.2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 1. mars 2011

Fundargerð 46. fundar, haldinn hjá BSRB Grettisgötu 89, þriðjudaginn 1. mars 2011, kl. 14.00–16.00.

Mætt: Lára Björnsdóttir formaður, Garðar Hilmarsson, tiln. af BSRB, Guðríður Ólafsdóttir, tiln. af Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands, Guðrún Eyjólfsdóttir, tiln af Samtökum atvinnulífsins, Kristján Sturluson, tiln. af RKÍ, Margrét Sæmundsdóttir, tiln. af efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Rafn Sigurðsson, tiln. af fjármálaráðuneyti, Ragnheiður Bóasdóttir, tiln af menntamálaráðuneyti, Salbjörg Bjarnadóttir, varamaður Geirs Gunnlaugssonar, tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af BHM, Vilborg Oddsdóttir tiln. af Biskupsstofu, Þórhildur Þorleifsdóttir, tiln. af félags- og tryggingamálaráðherra, Þorbjörn Guðmundsson og Ingibjörg Broddadóttir.

1. Fundargerðir
Fundargerð 44. fundar samþykkt með breytingum á 4. lið.
Fundargerð 45. fundar samþykkt.

2. Framhald umræðu um stöðu barna frá 45. fundi
Lára vísaði til síðasta fundar og að ein meginniðurstaðan hafi verið að börnin sem áttu erfitt fyrir efnhagshrunið eigi í enn meiri erfiðleikum í dag. Tekið var undir þetta og bent á að einstök mál barna væru sífellt að þyngjast. Það sjónarmið að sérfræðingar í málefnum barna geti ekki rætt um þau án þess að blanda sér-hagsmunagæslu inn í þá umræðu var gagnrýnt. Sérfræðingarnir þekki aðstæður barna best, fyrir utan foreldra, og geta vel greint á milli eigin hagsmuna og velferðar barna. Bent var á að aðgerðir stjórnvalda undanfarið gagnvart skólastarfi, sem felast meðal annars í því að segja láglaunafólki upp störfum hafi mjög slæm áhrif þar sem börnin fari á mis við umönnun og hæfir starfsmenn sitji heima.

Áhersla var lögð á að það verði að skapast þjóðarsátt um að setja hagsmuni barna í forgang. Minnt var á að mikið af upplýsingum um hagi barna væru til staðar bæði innan hópsins sjálfs og frá gestum auk ýmissa kannana. Vaktin þarf að komast að niðurstöðu um það með hvaða hætti megi best bæta hag og aðstæður þeirra barna sem veikast standa. Í því sambandi verði ríki og sveitarfélög að tala saman.

Rætt var almennt um fjármál heimilanna, meðal annars um þörf á að hækka fjárhæðir barnabóta og skattleysismörk og spurt hvernig frístundakortin væru nýtt.

Lagt var til að haldinn yrði vinnufundur með kunnáttufólki þar sem farið yrði yfir stöðu þeirra barna sem standa höllum fæti. Óhefðbundnar aðferðir ættu að fá aukna athygli og þar verði kennarar að koma að borðinu. Horfa ætti til sjálfboðaliða í þessu sambandi og samstarfs við þriðja geirann. Samhliða því að rýna í skólastarfið þarf að útfæra aðstoð við foreldra en uppeldi barnanna hvílir fyrst og fremst á þeirra herðum. Samþykkt að barnahópurinn undirbúi og skipuleggi starfsdaginn og er miðað við 15. mars nk.

3. Önnur mál
Formenn vinnuhópa voru minntir á að skila inn áfangaskýrslum eigi síðar en 15. mars nk. Skýrslurnar eiga að vera um 3–5 blaðsíður og gætu tölulegar upplýsingar fylgt með í töflum.

Fundagerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum